Vísbending


Vísbending - 26.03.1993, Blaðsíða 1

Vísbending - 26.03.1993, Blaðsíða 1
V Viku ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál Áhrif bankastyrks á hagkerfið Lánsfjárþörf hins opinbera eykst um ríflega sjö milljarða króna vegna stuðnings við Landsbanka, eflingar tryggingarsjóða banka og sparisjóða og frestunar á sölu Búnaðarbankans. Féð skiptist þannig: * 1.250 milljóna króna víkjandi lán sem Seðlabanki veitti Landsbankanum fyrir áramót. *2.000 milljóna króna beint framlag til Landsbankans úr ríkissjóði. * 1.000 milljóna króna víkjandi lán úr Tryggingarsjóði viðskiptabanka (hann tekur féð að láni með ríkisábyrgð). :!=Auk þess 2.000 milljóna króna lántaka Tryggingarsjóðs viðskiptabanka og Tryggingarsjóðs sparisjóða, með ríkisábyrgð. Þannig verða bakhjarlar innlánsstofnana efldir, þótt ekkert sérstakt bendi til þess að neinn banki eða sparisjóðurannaren Landsbankinn þurfi á aðstoð að halda eins og er. * í fjárlögum segir að selja skuli ríkiseignir fyrir 1.500 milljónir króna á árinu, og höfðu stjórnvöld þar einkum Búnaðarbankann í huga. Nú hafa slík áform verið lögð á hilluna í bili og má því búast við að tekjur ríkisins af eignasölu verði að minnsta kosti 1.000 milljónum króna minni en stefnt var að. í 10. tölublaði var komist að þeirri niðurstöðu að þensluáhrif hins opinbera stefndu í 13-28 milljarða króna á árinu, en rnikið munar urn 7 milljarða í viðbót. Óvíst er þó að þessir atburðir verði til þess að auka þenslu. Aðallega er verið að færa fé á milli fyrirtækja og sjóða í eigu rfkisins. Staða ríkissjóðs er verri á pappírunum vegna þess að verið er að viðurkenna tap sem orðið hefur á löngum tíma. Sennilegt er að tíðindin stuðli að aðhaldi í ríkisrekstri. Til dæmis eru stór framlög til opinberra framkvæmda, eins og samtök vinnuveitenda og launamanna hafa farið fram á, að líkindum fjarlægari en áður. Þá hlýtur slæm staða ríkissjóðs að veikja trú á krónunni, sem virtist raunar ekki mega við rniklu fyrir. , , • Aðstoð við Landsbanka • Lækkun aðstöðugjalds • Gengisfelling? Ríkið aðstoðar Landsbanka Alþingi hefur nú samþykkt lög þar sem veitt er heimild til þess að veila Landsbankanum 4.250 milljónir króna til þess að styrkja eiginfjárstöðu hans. Framlagið er talið nauðsynlegt til þess að hann standist nýjar kröfur um eiginfjárhlutfall, en eiginfé bankans mun raunarekki heldurhafa staðist þærkröfur sem áður voru gerðar. Stuðningurinn er í formi beinna framlaga og víkjandi lána. Víkjandi lán eru réttminni en önnur lán ef kemur til gjaldþrots, eins og nafnið bendirtil. Inni ítölunnier 1.250milljóna króna lán sem veitt var undir lok fyrra árs. Bcint framlag úr ríkissjóði er 2.000 milljónir, og gæti það bæði verið beinn styrkur eða víkjandi lán. Ríkissjóði er heimilt að veita ábyrgð fyrir 3.000 milljónakrónalántökuTryggingarsjóðs viðskiptabanka og Tryggingarsjóðs sparisjóða. Þar af er ætlunin að Tryggingarsjóður viðskiptabanka veili Landsbankanum 1.000 milljónir í víkjandi lán. Ekki er kveðið á um vexti eða lánstíma. Fjórir milljarðar eru mikið fé og að sjálfsögðu er það ekki reitt fram án skilyrða um bættan rekstur. Til dæmis þarf að tryggja að féð sé ekki notað til þess að veita samkeppnisaðilum ósanngjarna keppni. Gert er ráð fyrir að að sam n i ngur verði gerður m i 11 i ráðhcrra og bankans um hagræðingu. Aðurhal'ði ríkisstjórnin farið fram á að bankinn fækkaði útibúum, sýndi aukið aðhald í útlánum og stefndi að lækkun erlendra endurlána. Bankinn kynnti reyndar sjálfur í fyrravor áætlun um hagræðingu í rekstri. Sparisjóður Kópavogs tók fyrir áramót 38,5 milljóna króna víkjandi lán hjá Tryggingarsjóði sparisjóða til þess að standast hin nýju eiginfjárskilyrði. Nýjar eiginfjárreglur Samræmdarreglurumeiginfjárhlutfall banka og sparisjóða tóku gildi í flestum iðnríkjum um áramót. Reglurnar hafa verið kenndar við Basel í Sviss þar sem þær voru samdar (stundum einnig við Bank of International Settlements, BIS, en það mun vera misskilningur). Samkvæmt þeim er krafist meira eiginfjár hjá bankastofnunum en víðast hvar var farið fram á áður. Reynl er að rniða eiginfjárkröfurnar að nokkru við hætlu á að eignir tapist. Eiginfjárhlutfallið skal vera 8% hið minnsta (sjá formúlu neðst á síðunni). Hlutfallið var áður 5% hér á landi, en þá var það reiknað á annan hátt en nú er gert. Með eiginfé má telja víkjandi lán, en þau mega hæst nema helmingi eiginlegs eiginfjár. Þá má telja almenn afskriftasjóðsframlög með eiginfé. Afskriftasjóðir íslenskra banka og sparisjóða falla ekki undir þá skil- greiningu að mati bankaeftirlits. Fyrir neðan strik eru eignir og hluti ábyrgða, en eignir sem ekki eru laldar í hættu eru dregnar frá. Áður mátti draga frá sjóð og kröfur á aðrar innlánsstofnanir í nefnara. Nú má að auki sleppa kröfurn á ríkið og lán með húsnæðisveði koma að hluta til frádráttar. Veð í íbúðarhúsum erujafnan mun tryggari en veð í atvinnuhúsnæði. En í örl'áum löndum, þar á meðal hér, fá innlánsstofnanir líka að draga frá lán út á atvinnuhúsnæði. Sú undanþága rennur út í árslok 1995. Hér er aðeins átt við skrifstofuhúsnæði og blandað verslunar- og skrifstofuhúsnæði (fjölnota atvinnu- Eiginfjárhlutfall samkvæmt nýjum reglum (aðalatriði), á að vera að minnsta kosti 8% eiginfé+vikjandi lón+ofskriftasjóður vegna almennrar óhœttu heildareignir+0% til 100% * óbyrgðir (flokkaðar eftir óhœttu) —sjóður—ríkisábyrgð—kröfur tryggðar með eigin innstœðum eða bréfum -80% ábyrgð sveitarfélaga og lánastofnana 50% veð í íbúðarhúsnœði (innan 80% fasteignamats) 50% veð í skr'fstofuhúsn. eða fjölnota atvinnuhúsnccði (innan 60% fastmats)

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.