Vísbending


Vísbending - 26.03.1993, Blaðsíða 3

Vísbending - 26.03.1993, Blaðsíða 3
ISBENDING Þróun framfærsluvísitölu nóvember 1992 til mars 1993 eftir eðli og uppruna InnTlT- v/bíls 12% B ú - ákvörðun Áhrif á verðlag? Með því að skoða þær verðlagsspár sem setlar voru fram í kjölfar gengis- fellingarinnar má fá vísbendingu um áhrifin af afnámi aðstöðugjaldsins. I töflunni gefur að líta tvær spár um þróun framfærsluvísitölu frá nóvember 1992 til mars 1993, annars vegar þar sem ekki er reiknað með verðlækkun vegna afnáms aðstöðugjaldsins (spá I) og hins vegar spá þar sem reiknað er með því að aðstöðugjaldið skili sér nteð 1,5% verðlækkun í janúar (spá II). I báðum spám er reiknað með áhrifum af öðrum opinberum aðgerðum sem gripið var til. Til samanburðar er síðan raunveruleg þróun framfærsluvísitölunnar á þessu tímabili. Þróun framfærsluvísitölu nóv. ’92 - mars ’93 Spá I. Spá II. Raun nóv-92 161,4 161,4 161,4 des-92 163,5 163,5 162,2 jan-93 166,5 164,1 164,1 feb-93 167,9 165,1 165,3 mar-93 168,5 166,1 165,4 Eins og fram kemur í töflunni mátti reikna með því að verðlag hefði hækkað um 4,4% frá nóvember til mars, í kjölfar gengisfellingarinnar og hækkunar á ýmsum opinberum liðum, ef ekki væri tekið tillit til verðlagsáhrifa af niðurfellinguaðstöðugjaldsins. Meðþví að laka tillit til þess svigrúms til verð- lækkana sem afnám aðstöðugjaldsins gaf fyrirtækjunum mátti búast við því að framfærsluvísitalan myndi hækka um 2,9% á þessu sama tímabili. I þessari spá er gert ráð fyrir að staðan á markaðinum, bæði samkeppnin og samdráttur í um- svifum, myndi tryggja það að fyrirtækin nýttu sér þetta svigrúm. Raunveruleg þróun framfærsluvísitölunnar á tíma- bilinu nóvember til mars hefur síðan verið mjög nærri þessari spá, reyndar er staðan í mars þannig að vísitalan hefur einungis hækkað um 2,5% frá því í nóvember. I öðru lagi er gagnlegt að skoða hækkun framfærsluvísitölunnar eftir eðli og uppruna á sama tímabili til þess að fá nánari vísbendingu umáhrifin af afnámi aðstöðugjaldsins. A með- l'ylgjandi mynd ntá sjá þessa þróun m.v. fyrrgreinda skiptingu. Eins og fram kemur á myndinni hafa búvörurlækkað um 1,5%, aðrarinnlendar matvörur hækkað um rúmlega 2% og aðrar innlendar vörur lítið sem ekkert hækkað. A rnóti þessu hafa innfluttar matvörur hækkað um 4,5%, innfluttar vörur vegna bíls (bíllinn, bensínið og varahlutir) hækkað um 10% og þar af vegur hækkun bensíngjaldsins um 6-7 krónur um þriðjung. Aðrar innfluttar vörurhafalítiðsemekkerthækkað. Hins vegar hafa vörur og þjónusta sem háðar eru opinberum verðákvörðunum hækkað um 6,5% og skýra verulegan hluta þeirrar 2,5% almennu hækkunar vísitölunnar. Samantekið þá hafa innlendar vörur hækkað töluvert minna en innfluttar vörur, eða um tæplega 1% á móti 4,5% hækkun innfluttra vara (og þar vegur bensíngjaldið allt að einu prósenti). Þetta þarf síðan að skoðaí ljósi þess, að gengið var fellt um 6% þann 23. nóvember s.l. Miðað við gengisfellinguna hefði maður búist við mun meiri verðhækkunum á bæði innfluttu vörunum og innlendri framleiðslu vegna innfluttra hráefna en raunin hefur orðið, þrátt fyrir að ýmsir erlendir gjaldmiðlar hafi lækkað á móti gengisfellingunni. Samantekt Ef miðað er við reynslu undanfarinna ára af verðlagsáhrifum vegna gengis- fellinga og nánari sundurliðun á framfærsluvísitölunni eftir eðli og uppruna er ljóst að verðhækkanir undanfarna mánuði hafa verið mun minni en gengisfellingingafástæðu til. Þannig hafa atvinnurekendur greinilega haldið aftur af sér með verðhækkanir og nýtt sér það svigrúm sem m.a. afnám aðstöðugjaldsins gaf. Það er auðvitað jafnframt Ijóst að ekki hafa öll fyrirtæki skilað þessu svigrúmi enn sem komið er og því verður athyglisvert að fylgjast með framvindu verðlagsntála á næstu mánuðum. Höfundur er hagfrœðingur Alþýðusambands Islands t1 Genf ris1 fell ing leysir ekl vandann o d Björn G. Ólafsson Enn á ný hefur gengisfellingarkórinn hafið upp raust sína. Krafist er mikillar gengisfellingartil þess að vega upp litla þorskveiði og verðlækkun á fisk- mörkuðum. Hér er sú skoðun sett fram að gengisfel ling muni ekki bæta úr þeint efnahagsvanda sem við er að glíma heldur miklu fremur auka við hann. Þegar til langs tíma er litið er nauðsynlegt að viðskipti við útlönd séu í jafnvægi og gengisskráning hefur mikilvægu hlutverki að gegna í því sambandi. Breyting á gengi til þess að mæta skammtímasveiflum í aflamagni eða fiskverði er hins vegar tvíeggjað hagstjórnartæki. Að vísu fá útflytjendur ileiri íslenskar krónur fyrir afurðir sínar eftir gengis- fellingu og geta þá aukið hagnað sinn eða markaðshlutdeild ef innlendur framleiðslukostnaðurhækkarekki strax á eftir. Reynslan er hins vegar sú að innlendur kostnaður hefur sterka tilhneigingu til þess að hækka fljótlega eftir gengisfellingu, bæði vegna kjarasamninga og hækkunar á verði aðfanga. Þeirsem seljasjávarútvegi vöru eða þjónustu geta hækkað verð ef þeir telja greiðslugetu sjávarútvegsins hafa aukist. Auk þess er illmögulegt að auka framleiðslu sjávarafurða vegna tak- markana á aflamagni. Að þessu leyti eru Islendingar verr settir en aðrar iðnþjóðir, til dærnis Svíar, sern geta auðveldlega aukið framleiðslu sína í kjölfar gengisfellingar. Fleiri erlendir ferðantenn gælu lagt leið sína hingað eftir gengisfellingu og ýmis fyrirtæki í iðnaði og þjónustu gætu aukið útflutning sinn. Það tekur hins vegar langan tíma að auka útflutning á þessum sviðum. Á móti þessu kemurað viðgengisfellingu tapast strax verulegar upphæðir í erlcndum gjaldeyri vegna launagreiðslna varnarliðsins og álfélagsins. Því bendir llest til þess að gengisfellingauki ekki útflutningstekjur nema síður sé ef til skamms tíma er litið. Innflutningsverð hækkar í íslenskum krónum eftir gengisfellingu og gert er ráð fyrir að innflutningur minnki ( Þó má hugsa sér að erlendir framlciðendur mæti gengisfellingu með verðlækkun, í því tilfelli batna aðeins viðskiplakjörin.) Kaupmáttur almennings minnkar. 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.