Vísbending


Vísbending - 30.04.1993, Blaðsíða 2

Vísbending - 30.04.1993, Blaðsíða 2
Gjaldeyris- markaðir Dr. Sverrir Sverrisson Enn einu sinni tókst þýska seðlabankanum að koma l'jármagns- markaðinumá óvart þegarhannlækkaði óvænt bæði grunnvexti og Lombard-vexti. Nýbirtar tölur um hækkun verðlags á milli mánaða sýndu 4,2 % hækkun á ársgrundvelli og reiknuöu því fáir með vaxtalækkun að þessu sinni og hvað þá ai' þeirri stærðargráðu sem raun bar vitni (sjá baksíðu). Viðbrögðin voru að sama skapi ruglingsleg. Verð skuldabréfa hækkaði víðast hvar í Evrópu og dollarinn hækkaði gagnvart þýska markinu til að byrja með eins og lög gera ráð fyrir, en fljótlega skipuðust veður i lofti. Verð skuldabréfa og hlutabréfa í Þýskalandi hraðféll og dollarinn missti gjörsamlega flugið gagnvart markinu. Nú (27. apríl) er gengið 1.5700 DM/$ en það hafði hæst náð 1.6190 DM/$ eftir vaxtalækkunina. Ekki er ólíklegt að dollaragengið nái að falla niður undir 1.5500 DM/$ áður cn það byrjar að hækka al'tur. Til gamans má geta að til þess að kóróna ruglinginn sendi fréttastofan Reuters fyrst út ranga tilkynningu þess el'nis að á l'undi bankans hefði verið ákveðið að lækka ekki vexti. Fréttastofan gæti átt yfir höfði sér málshöfðun ljárfesta sem telja sig hafa tapað vegna ákvarðana sem teknar voru á grundvelli fréttarinnar. Lækkun dollarans Lækkun dollarans gagnvart markinu í kjölfar vaxtalækkunarinnar kann að sýnast undarlcg þegar haft er í huga að í flestum markaðsgreiningum að undanförnu hefur því verið haldið fram að dollarinn myndi styrkjast verulega um leið og vextir í Þýskalandi yrðu lækkaðir að einhverju ráði. Það er þó einmitt einkenni fjármagnsmarkaða að aðstæður eru síbreytilegar og atburðir sem hafa ákveðin áhril'núna geta verið áhrifalausir eða jafnvel haft þveröfug áhrif síðar. Langtímaspár um þróun gjaldmiðla ber þarafleiðandi alltafað taka með fyrirvara. Það sem helsl getur skýrt breyttar væntingar um gengisþróun dollarans er aðallega þrennt. 1 fyrsta lagi hafa flestir hagvísar sýnt að efnahagsuppsveiflan í Bandaríkjunum hafi hægt á sér að undanförnu. Frétt um 3,6% samdrátt í pöntunum á varanlegum neysluvörum (vörum scm hafa langan líl'tíma) frá febrúar til mars sem birtist daginn eftir vaxtalækkunina í Þýskalandi staðfesti að urn verulegan afturkipp er að ræða en ckki bara árstíðarsveiflur vegna slærns veðurs í byrjun ársins eins og margir hafa haldið fram. I öðru lagi hefur Bill C linton lýst því yfir að lækkun dollarans gagnvart jeninu sé nauðsynleg til þess að dragúr viðskiptahalla Bandaríkjanna gagnvart Japan. Þetta virðist einnig vera skoðun annarra helstu iðnríkja hcims (G7) að Japan undanskildu, því að það var eina landið sem seldi jen og keypti dollar nýverið þegar gengi dollarans gagnvart jeni var það lægsta sem sést hefur. ITaldi jenið áfram að styrkjast gagnvart dollarnum er erfitt að sjá fyrir sér að dollarinn styrkist samtímis verulega gagnvart helstu gjaldmiðlum í Evrópu. Tilþess þyrftijenið að styrkjast ennþá meira gagnvart Evrópu- gjaldmiðlum en engar forsendur eru fyrir slíku. Vert er að benda á að þrátt fyrir mikla lækkun dollarans gagnvart jeni allt frá árinu 1985, hel'ur viðskipta- hallinn aukist til muna á sama tíma. Fátt bendir til þess að þessi stefna dugi betur nú en undanfarin átta ár. Því er liklegt að stjórn Clintons reyni að að takmarka innflutning til Bandaríkjanna með því að beita viðskiptahöftum. Slík áherslubreytingmyndi hafajákvæð áhrif á dollarann. Að lokurn er vert að benda á að þrátt fyrir lækkun vaxta í síðustu viku er ennþá verulegur vaxtamismunur milli skammtímavaxta í Þýskalandi og Bandaríkjunum (sjá töflu). Þegar haft er í huga að Þjóðverjar eiga enn við verðbólguvanda að glíma má telja ólíklegt að um verulegar vaxtalækkanir verði að ræða þar í landi á næstunni . Þá er ólíklegt að vextir fari hækkandi í Bandaríkjunum fyrrenuppsveiflanhefur tekið almennilega við sér á ný. I ljósi þessa má segja að fórnarkostnaðurinn við að eiga dollara miðað við aðra valkosti (þá sérstaklega pundið) sé ennþá of rnikill. Vcxtir í nokkrum lönduni,% Ríkisskuldabréf, 23.04793 3-mánaða 10-ára Bandaríkin 3,06 5,88 Japan 3,13 4,16 Þýskaland 7,69 6,64 Bretland 5,94 7,95 Að teknu tilliti til áhrifa þeirra þátta sem um hefur verið rætt hér að ofan, má ætla að gengi dollarans gagnvart marki sveiflist á rnilli 1,55 og 1,62 DM/$ eitthvað áfrarn, en þegar til lengri tíma er litið (2-4 mánuði) tel ég ennþá góða möguleika á frekari hækkun dollarans. Þá er ekki ólíklegt að jenið sé að nálgast toppinn gagnvart dollara. Ef Bandaríkja- menn beita viðskiptahöftum í ríkara mæli gagnvart Japönum á komandi mánuðummun dollarinn byrja að hækka gagnvart jcninu á ný. Höfundur starfar hjá Rádgjöf Kaupþings._______________________| ISBENDING A að kaupa eða selja hlutabréf núna? Hér á eftir fara þeir Davíð Björnsson hjá Landsbréfum og StefánHalldórsson hjá Ráðgjöf Kaupþings nokkrum orðurn um rekstur og stöðu Flugleiða, Eimskips og Hampiðjunnar og láta fylgja skoðun sína um hvort ráðlegt er að kaupa hlutabréf í þessum fyrirtækjum núna, selja þau eða halda óbreyttri stöðu. Hafa ber í huga að höfundum eru settar þröngar skorður um lengd umíjöllunar- innar. Davíd Björnsson: Flugleiðir Rekstur: Rekstrartekjur Flugleiða drógust saman frá árinu 1991 þrátt fyrir að farþegum fjölgaði og nam tap félagsins 134 milljónum kr. en 272 milljónum kr. fyrir skatta. Ovarlegt er að ætla að tekjur félagsins aukist að ráði á þessu ári, vegna minnkandi kaupmáttar og áframhaldandi mikillar samkeppni á erlendum mörkuðum. Fjármagnskostnaður leggst einnig hlutfallslega þyngra á félagið sökum samdráttar í tekjum, en félagið skuldar tæpa 16 milljarða króna í langtímalánum. Hvað annan kostnað áhrærir er sparnaðarátak í gangi sem gæti vegið þarna á móti. Horfur: Þrátt fyrir erfiðan rekstur verða horfur Flugleiða hf. að teljast góðar. Félagið hefur lokið þeim fjárfestingum, sem það hugði á í flugvélum og flugskýlum, auk þess sem það hefúr gert samstarfssamning við S AS, en SAS er einnig í viðræðum við þrjú evrópsk flugfélög um aukið samstarf. Þetta samstarf getur skapað Flugleiðum aukin tækifæri á næstu árum hvað varðar viðskipti og gagnkvæmt eignarhald. Abendingar um viðskipti: Hlutabréf í Flugleiðum hafa lækkað mjög í verði undanfarin misseri. Gengi bréfanna hefur verið 1,10 í nokkrum síðustu viðskiptum, sem jafngildir 55% Q-hlutfalli.Litlar líkur eru á því að verðið lækki umfram þetta, en ýmis tækifæri gætu beðið félagsins, sem gætu leitt til hærra gengis. Ég tel því að fjárfestar ættu að kaupa bréf í Flug- leiðum meðan gengi fer ekki yfir 1,25. Eimskipafélug Islands Rckstur: Tekjur félagsins drógust saman um nær 13% árið 1992 miðað við 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.