Vísbending


Vísbending - 28.05.1993, Blaðsíða 2

Vísbending - 28.05.1993, Blaðsíða 2
Þjóðhagsstofnun spáði því að verð ætti eftir að lækka næstu mánuði. Fréttir unr stærðþorskstofnsins eru ekki uppörvandi. Afli á fiskveiðiárinu ætlar að verða um 10% meiri en gert var ráð fyrir þegar kvóti var ákveðinn í fyrrasumar. Haf- rannsóknastofnun hafði lagt til að dregið yrði úr veiði á næstu árunt að óbreyttu. Það sem gerst hefur síðan bendir til þess aðhún geri róttækari niðurskurðartillögur í sumar en í fyrra. í fyrra var kvóti af öðrum tegundum en þorski aukinn til þess að vega upp á móti minni þorsk- veiði, en nú er að líkindum lítið að sækja þangað. Loðnukvóti gæti þó aukist. Með kjarasamningnum hefur verka- lýðshreyfmgin sætt sig við nokkra gengis- fellingu ef fiskverð hækkar ekki og afla- kvótar verða skertir. Efalltferá verri veg myndi gengið sennilega falla í haust og þá að líkindum um 5-10%. Meiri ríkisútgjöld Ríkið leggur tvo milljarða króna í nýjar framkvæmdir, til þess að auka atvinnu, einn á þessu ári og annan á því næsta. Virðisaukaskattur á matvörum, sem nú bera24,5% skatt, lækkarí 14%. Stefnter að því að lög um þetta taki gildi um áramót. Frant að því er ætlunin að greiða verð nokkurra matvara niður sem þessu nemur. Á móti verður tekinn upp 10% skattur á nafnvexti frá ársbyrjun 1994 og er ætlunin að heimta hann í staðgreiðslu. Tryggingargjald útflutningsgreina fellur niður til loka árs 1993. Talað er um að þessi loforð og fleiri, sem nefnd eru í yfirlýsingu ríkisstjómar, auki halla á ríkissjóði um ríllega tvo milljarða króna árið 1993 og rúma þrjá 1994. Áhrif þessa á tekjur landsmanna og atvinnuleysi verða mun meiri á næsta ári en þessu. Atvinnuleysi gæti orðið tæplega 1% minna en ella árið 1994 og hagvöxtur 1,5-2% meiri. Ósennilegt er að verðhækkanir hljótist af þessu. Á hinn bóginn gæti viðskiptahalli aukist um nálægt þremur milljörðum árið 1994 eða um tæplega 1 % landsframleiðslu (sjá spár um hagþróun á baksíðu). Með því að auka halla rfkissjóðs er verið að skjóta vanda á frest. Aðgerðirnar eru réttlættar með því að efnahagsástand sé óvenjuslæmt og því sé ekki óeðlilegt að „fá lífskjör að láni“ hjá seinni tímum. En minna má á að Efnahags- og framfara- stofnunin, OECD, hefur nýlega varað við því að þessi leið sé farin. Með því sé verið að leysa eitt vandamál með því að búa til annað og auka tekjur í landinu umfram það sem efnahagslífið ráði við. Fátt bendir til að vextir lælcki Kjarasamningurinn dregur úr óvissu og ekki er ósennilegt að fjárfestingar aukist í kjölfar hans. Til dæmis kann sókn í húsbréf að aukast. Við þetta eykst spurn eftir lánsfé. I yfirlýsingu ríkisstjórnar er ekkert sem bendir til þess að vextir lækki, nema þau orð að hún muni stuðla að því. Sagl er að lánsfjárþörf opinberra aðila verði takmörkuð, en ekki hvernig. Kjarasamningarnir sjálfir verða til þess að auka lánsfjárþörfina. Fáir draga í efa að það sé réttlætismál að heimta skatt af vöxtum, þótt fram- kvæmdin kunni að vefjast fyrir mönnum. En á hinu leikur heldur enginn vafi að skatturinn ýtir vöxtum frekar upp á við en hitt. Líklegt er að vextir á óverðtryggðum reikningum banka og sparisjóða lækki nú þegar óvissa um launaþróun er úr sögunni. Á hinn bóginn virðist samningurinn fremur stuðla að því að raunvextir hækki á verðbréfamarkaði. ÍSBENDING vextir lækki. Ekki rná þó gleyma því að húsbréfin bættu úr brýnni þörf á sínum tíma. Með þeim var að mestu lögð af sú skömmtun sem áður var í almenna húsnæðiskerfinu. Aðilar vinnu- markaðsins vilja nú draga úr framboði húsbréfa með beinum takmörkunum og auka þannig skömmtunina. Heilbrigðara væri að afnema ríkisábyrgð á bréfunum. Og það er skammtímalausn að auka peningamagn í umferð með því að draga úr bindiskyldu banka eða með því að láta ríkissjóð taka meira af erlendum lánum. V extir my ndu lækka og meira yrði fjárfest um tíma, en um leið ykist viðskiptahalli og grafið yrði undan gengi krónunnar. Atvinnu- leysi og elli- lífeyrir Tillögur Alþýðusambands og vinnuveitenda í vaxtamálum Kjarasamningnum fylgir yfirlýsing Alþýðusambands og vinnuveitenda um vaxtamál. Þar er lagt til að dregið verði úr lánsfjáreftirspurn ríkissjóðs, rneðal annars með því að takmarka framboð húsbréfa um tíma. Talað hefurverið um að útgáfan yrði skorin niður um fjórðung, tvo til þrjá milljarða á ári. Lagt er til að bindiskylda banka verði lækkuð og reglur um lausafjárhlutfall rýmkaðar. Fé innlánsstofnana á bundnum reikningum í Seðlabanka er nú átta til níu milljarðar króna og my ndi vissulega muna um það ef það losnaði allt og færi út á lánsfjármarkað. I yfirlýsingu Alþýðusambands og vinnuveitenda segir einnig að ef þetta beri ekki árangurskuli ríkissjóðurdraga úr sölu spariskírteina og taka meira af lánum sínum erlendis en hann gerir nú. Þá lýsa samtökin yfir því að þau hyggist beita sér fyrir því að lífeyrissjóðir beini auknum hluta af ráðstöfunarfé sínu til kaupa á ríkisverðbréfum, einkum til skamms tíma, með það fyrir augum að raunvextir lækki unt að minnsta kosti 1% á næsta hálfa ári. Aðgerðir þær, sem samtök launþega og atvinnurekenda leggj a til, gætu borið árangur. Tilfærsla á skuldabréfa- kaupum lífeyrissjóða veldur að vísu ekki vaxtalækkun, nema þá á einstökum bréfum. Enefdregurúrstraumi húsbréfa inn á markaðinn er afar sennilegt að Benedikt Jóhannesson Nýlega samþykkti fulltrúaþing Sjúkra- liðafélags íslands ályktun um að draga bæri úr atvinnuleysi með því að lækka eftirlaunaaldur. Jafnframt segir í ályktuninni að einstaklingum skuli gefinn kostur á að hefja töku lífeyris 65 ára, án refsiviðurlaga. Upphæð ellilífeyris verði tekjutengd og tvöfölduðfyrirþá sem hætta störfum 65 ára, en lækki um fimmtung fyrir hvert ár sem taka lífeyris dregst fram til 70 ára aldurs. Hugmyndin er sú að atvinnulausir fari í störfin sem losni og þeim eldri sé bætt launatapið með eftir- launum.Þessihugmynd erekki nýheldur hefur hún verið reynd víða um lönd. Islendingar hafa því víða fyrirmyndir, ef þeir vilja reyna þessa leið. Áður en farið er af stað með slíkar breytingar er rétt að huga að áhrifunum á þásemmáliðtengist: Roskiðfólkávinnu- markaðinum, atvinnulausa, rfkið, sem greiðir stærstan liluta ellilífeyris og fyrir- tæki. Staða aldraóra versnar V íða um heim hefur verið tilhneiging í þá átt að breyta rétti vinnandi fólks til þess að hætta störfum við ákveðinn aldur í sky ldu til þess að hætta. Ríkið og sveitar- félög hafa verið í fararbroddi hér á landi með starfslok við 70 ára aldur, en þessi regla hefur orðið æ útbreiddari á almennum vinnumarkaði. Jafnframt er þó rétt að geta þess að menn mega oft hætta fyrr og þá á lægri eftirlaunum en ella. Hér á landi hefur atvinnuþátttaka 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.