Vísbending


Vísbending - 05.07.1993, Blaðsíða 1

Vísbending - 05.07.1993, Blaðsíða 1
v' V Viku ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 5. júlí 1993 25. tbl. ll.árg. fÞriggja mánaða verðbólga 1989 til febrúar 1994 N N Heimild: Framfærsluvísitala Hagstofu íslands, frá júní 1993: spá Vísbendingar Afla- skerðing og gengis- felling Gert er ráð fyrir að þorskafli verði 165 þúsund lestir á fiskveiðiárinu sent hefst í september. Aflinn minnkar úr 230 þúsund tonnum, eða urn tæplega 30%. Kvótinn sjálfur minnkar heldur minna, eða um fjórðung, en forsenda ákvörðunar urn hann er að samþykkt verði frumvarp um mikla skerðingu á afla smábáta. Þorskafli á næsta fiskveiðiári verður tíu prósentum meiri en Hafrannsókna- stofnun hafði ráðlagt, ef fer sem horfír. Mjög ólíklegt virðist vera að stofninn hrynji við þessa veiði, en hann verður lengur að byggjast upp en ef farið hefði verið eftir fiskifræðingum. Sennilegt er að þorskveiði aukist lítið fram að alda- mótum. Kvóti á ufsa og karfi minnkar á komandi fiskveiðiári, en veiði á öðrum botnfiski breytist lítið. AIls dregst botn- fiskafli saman um 15%. Aftur á móti eykst loðnuafli að líkindum um tæplega 30% og verður rúmlega milljón tonna. Vonir standa til að úthafskarfaafli aukist og miðað við það gerirÞjóðhagsstofnun ráð fyrir að heildarafli og framleiðsla sjávarafurða rninnki um 6% á næsta ári. Kaupmáttur ráðstöfunartekna ' á mann, 1990=100, '93-’94:spá Heimild: Þjóðhagsstofnun Markaðurinn stuðlaði ekki að gengisfellingu Gengi krónunnar var fellt um 7,5% 28. júní, eftir að skýrt hafði verið frá niðurskurði á veiðikvótum. Gengis- fellingin mildar áhrif kvótaskerðingar á sjávarútvegsfyrirtæki, þannig að þeim fækkar hægar en ella. Halli á rekstri botnfiskveiða og -vinnslu var áætlaður um 8% af tekjum fyrir gengisfellingu, en gera má ráð fyrir að hann sé um 4'/2% nú. Hins fer tapið í sama far aftur þegar kvótaskerðingarinnar fer að gæta. Almenningur á að líkindum óvenju- auðvelt með að sætta sig við gengis- fellingu nú, í kjölfar kvótaskerðingar, þannig að segja írm að tíminn sé vel valinn að því leyti. A hinn bóginn gáfu gjaldeyrishreyfingarekki ástæðu til þess að hreyfa við genginu. Nýlega var stigið skref í átt að því að gengi krónunnar ráðist á markaði (samanber 21. tbl.), en kaup á erlendum gjaldeyri voru ekki venju fremur mikil dagana áður en gengið féll. Kannski má segja að menn hafi sofið á verðinum, því að í íjölmiðlum hafði talsvert hafði verið rætt um gengis- fellingu næstu daga og vikur á undan. Ráðstöfunartekjur dragast saman um fjórðung frá 1987 til 1994 Þjóðhagsstofnun gerir nú ráð fyrir því að þjóðartekjur minnki um rúmlega 2Vi% 1993 ogeru aðalskýringarnarminnkandi afli og lágt liskverð erlendis. Stofnunin býst við því að landsframleiðsla dragist saman um 2% á næsta ári en þjóðar- tekjur ntinnka heldur minna ef viðskipta- kjörbatna. í maí spáði Þjóðhagsstofnun því að kaupmáttur ráðstöfunartekna á rnann drægist santan um 6% frá 1992 til 1993, en nú má búast við að kjara- skerðingin verði enn rneiri. Stofnunin býst við að kaupmátturráðstöfunartekna á mann verði um 4% rninni 1994 en á þessuári. Frá 1987 til 1994 hefur kaup- máttur ráðstöfunartekna þá minnkað uni fjórðung (sjá mynd neðst til vinstri á síðunni). Hér verður reyndar að athuga að kaupmátturinn jókst hratt til 1987. Líklegt að gengisfellingin fari hratt út í verðlag Eftir því sem verðlag hefur orðið stöðugra hér á landi hafa kostnaðar- hækkanir verið lengur að skila sér í verð- lagi. Helgi Tómasson tölfræðingur ræddi þetta í grein hér í blaðinu 5. febrúar síðastliðinn, þar sem hann sagði frá nýju verðbólgulíkani sem hann hafði búið til iyrirblaðið. Gengisfellingin í nóvember síðastliðnum fór hægt út í verðlagið og verðhækkanirf upphafi árs voru að miklu leyti af opinberum toga (sjá mynd hér fyrir ofan). Samkeppni kaupmanna var mikil fyrirjólin ogþví báru ntargir þeirra kostnaðafgengisfellingunni sjálfir. Núna er annað uppi á teningnum. Flestir kaup- menn tala um að gengislækkunin korni fram á nokkrum vikurn. Gjaldþrot Mikla- garðs gæti hér haft nokkur áhril’, sam- keppni í smásöluverslun hefur minnkað. I spá blaðsins eru verðhækkunartölur fyrir júlí og ágúst því hækkaðar frá því sem verðbólgulíkanið gefur. Gert er ráð fyriraðframfærsluvísitalahækki um0,5- 1% í júlí og um 1% í ágúst. Þegar líður á árið kunna aflaskerðing og vaxandi • Efnahagsráðstafanir • Stjórn fiskveiða

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.