Vísbending


Vísbending - 09.08.1993, Blaðsíða 2

Vísbending - 09.08.1993, Blaðsíða 2
þessum löndum, en ekki hafði orðið af því þegar blaðið fór í prentun. Einnig hljóta gengisbreytingar að hafa áhrif á samkeppnisstöðu. Franski frankinn og danska krónan lækkuðu um nokkur prósent gagnvart marki 2. ágúst, sama dag og fráviksmörkin voru víkkuð í gengiskerfinu. Ef sú lækkun er varanleg batnar samkeppnisstaða þessara landa gagnvart Þýskalandi. I Frakklandi hækkuðu hlutabréf aðjafnaði um 5 til 7% frá síðustu dögum júlímánaðar til ágúst- byrjunar. Dönsk hlutabréf hækkuðu álíka mikið en í Belgíu var hækkunin nokkru minni. Hvað tekur við? Þvíerekki að leyna að ekki sakna allir Evrópskagengissamstarfsins. Financial Timesbvcú 29. júlf sfðastliðinn yfirlýsingu frá sex heimskunnum hagfræði- prófessorum, sem allir starfa í MIT í Massachussets, Blanchard, Dornbusch, Fischer, Modigiiani, Samuelson og Solow. Þeir hvöttu til þess að Evrópska gengissamstarfinu yrði slitið, þannig að Evrópubandalagslönd gætu einbeitt sér að því að lækka vexti og draga úr at- vinnuleysi. Eftir helgina fagnaði Dornbusch frelsun Evrópu í blaðavið- tali. Líklega á hann mikinn stuðning meðal almennings, sem er orðinn lang- þreyttur á stöðnun í atvinnulífi. En líklegt er að ráðamenn hafi hug á því að endur- vekja samstarfið á næstunni. Eftir að samkomulag hafði náðst unt að víkka vikmörk í Evrópska gengiskerfinu gaf þýski fjármálaráðherrann til kynna að nú mætti búast við að vextir þýska seðla- bankans héldu áfram að lækka. Slíkt myndi auka líkur á því að aftur tækist að koma samstarfinu á. Líklegt er þó að viðmiðunargengi landanna verði fyrst endurskoðað. Hollendingarog Þjóðverjar hafa þegar ákveðið að halda sveiflum marks og gyllinis innan þröngra marka og má vera að fleiri gangi inn í það sam- starf. Sennilega bíður endurreisn Evr- ópska gengiskerfisins í allt að hálfu ári. Þýðing fyrir Island? Gengi krónunnar var sem kunnugt er fellt í kjölfar mikils óróa á evrópskum gjaldeyrismarkaði í fyrrahaust. Um það leyti lækkuðu gjaldmiðlar margra heistu viðskiptalanda Islendinga íverði. Lang- mikilvægasta útflutningslandið er Bretland (með um fjórðung vöru- útflutnings), en sterlingspund var tekið úr Evrópska gengissamstarfinu í september í fyrra. Hræringarnar núna hafa mun minni áhrif hér á landi. Um tíundi hluti þess sem íslendingar fluttu úl af vörum í fyrra fór til Frakklands og 6% til Danmerkur en gengi frankans og dönsku krónunnar lækkaði síðustu daga júlímánaðar og í ágústbyrjun. □ Frelsi og ábyrgð ÍSBENDING höfum færst næralþjóðlegum straumum í viðskiptum sem eiga eftir að verða enn nánari þegar fólk getur fengið aðgang að helstu gervihnattastöðvunum með ódýrum hætti. Mest eru þetta breytingar sem stjórnmálamenn hafa ekki bryddað upp á. Finnur Geirsson Á undanförnum tíu árum hefur hömlum verið aflétt í verðlags-, gjald- eyris- og vaxtamálum til samræmis við það sem gengur og gerist í viðskipta- löndum okkar. J afnframt hafa ríkisfyrir- tæki verið seld og einkarétlur ríkisút- varpsins afnuminn. Þetta voru umdeildar aðgerðir og í brennidepli stjórnmála- umræðunnar á þessum tíma. Deilt var um það hvort stjórnvöld ættu að ákveða verð á vöru og þjónustu fyrir fyrirtæki, skammta fólki gjaldeyri og hvort þau ættu að ákveða vexti. Um þetta er varla lengur deilt, enda hefur verðbólgan hjaðnað, krónan styrkst og ekki verður vart gjaldeyrisútstreymis í meira mæli en eðlilegt getur talist. Engar raddir heyrast heldur um að afhenda eigi ríkinu útvarpseinkarétt að nýju. Mönnum finnst auðvitað nóg um hátt vaxtastig en ræða fremur um með hvaða hætti hægt sé á óbeinan hátt að ná því niður heldur en um það að afnema frelsi til vaxta- ákvarðana. Og enda þótt við séum að ganga í gegnum eitt lengsta stöðnunar- og samdráttartímabil í manna minnum, sem ekki sér fyrir endann á, þá eru fáir þeirrar skoðunar að orsakasamhengi sé á milli þess og aukins frelsis einstaklinga til ákvarðana. Sterkari innviðir Frelsi og ábyrgð fyrirtækja Nýfengið frelsi og aukin ábyrgð fyrir- tækja hefur jafnframt breytt hlutverki stjómmálamanna. Það liggur ekki eins beint við og áður að leita til þeirra um sértækar, ívilnandi aðgerðir; þeir hafa einfaldlega ekki sömu völd og áhrif og áður. Stjórnendur fyrirtækja geta í ríkara mæli en áður einungis sjálfum sér og náttúruöflunum um kennt ef hlutimir ganga ekki að óskum. Og þegar þeir verða að treysta á sjálfa sig eru meiri líkur á því að þeir sýni hvað í þeim býr. Forsvarsmenn fyrirtækja standa nú flestir frammi fyrir því að þurfa að laga reksturinn að minnkandi tekjum um leið og þeir verða að leita leiða til að sækja fram á veginn og þá ekki síst utan heima- markaðar. Þaðerhins vegarekki auðvelt að samræma bæði þessi ágætu markmið um aukinn sparnað og meiri umsvif. Út- flutningsátak krefst mikils tíma og peninga auk þolinmæði og þrautseigju og árangurinn kemur hugsanlega ekki í ljós fyrr en að iöngum tíma liðnum. Eftir sem áður munu batnandi lífskjör þó byggjast á því að vel takist til að þessu leyti en miklu síður á því að stjórnmála- menn uppgötvi tiltekna vaxtarbrodda til að hlúa að. I því sambandi skiptir mestu að stjórnvöld búi íslenskum fyrirtækjum ekki lakari skilyrði en erlendir sam- keppnisaðilar þeirra búa við. Þvert á móti má leiða líkur að því að frelsið og sú aukna ábyrgð sem því óhjákvæmilega fylgir hafi styrkt inn- viði efnahagslífsins og menn séu á ýmsan hátt betur til þess fallnir en ella að glíma við þann vanda sem fylgir tekjusamdrætti vegna minni afla og lægra útlJutningsverðs en áður. Dæmi eru um að laun í fyrirtækjum hafi beinlínis lækkað þar sem starfsmönnum var ljóst að ella hefðu þcir misst vinnuna, en slfkl hefði þótl óhugsandi fyrir nokkrunt misserum. Nýjar leiðir í mat- vöruverslun og gífurleg samkeppni á því sviði hafa stuðlað að lækkun mat- vöru verðs og fyrirtæki í ýmsum greinum hafa brugðist við tekjusamdrælli með sameiningu og hagræðingu. Verðbréfa- fyrirtæki hafa nteð auknum þroska náð að efla sparnaðarvilund fólks og þau hafa gert eignaskipti auðveldari en áður var, sem eykur líkur á því að fjármunir nýtist beturen ella. Fjölmiðlareru orðnir óbundnari af flokkahagsmunum og opinskárri fyrir vikið og upplýsinga- streymi er nú greiðara en áður var. Við Frelsi og ábyrgð fjölmiðla Á sama tíma er ekki síður þörf fyrir áreiðanlegar upplýsingar og ftarlega greiningu á þeim málefnum sem efst eru á baugi hverju sinni. Vandaðar og vel ígrundaðar umræður í ræðu eða riti um viðskipti stuðla auk þess að bættu við- skiptasiðferði og auðvelda markvissa og árangursríka ákvarðanatöku. Þær myndu gera sitt lil að snúa vörn í sókn lil bættra lífskjara. Umfjöllun fjölmiðla um fyrirtæki og viðskipti má gjarnan vera uppörvandi og jákvæð; ekki veitir af þegar svartsýni ríkir um horfur í efnahagsmálum. En hún má ekki vera gagnrýnislaus auglýsing fyrir viðkomandi fyrirtæki eins og allt of oft vill brenna við. Það hjálpar engum þegar upp er staðið og getur gert illt verra ef í ljós kemur að sú mynd sem upp var dregin er ekki sannleikanum samkvæm. Umfjöllun af þessu tagi skaðarekki aðeins viðkomandi fyrirtæki sem tapar trú verðugleika heldur einnig viðkomandi fjölmiðil fyrir að utan að geta valdið 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.