Vísbending


Vísbending - 09.08.1993, Blaðsíða 3

Vísbending - 09.08.1993, Blaðsíða 3
viðskiptavinum þess tjóni. Vísbending var á sínum tíma stofnuð til að bæta úr alvarlegum skorti á upp- lýsingum og margvíslegum fróðleik sem snerti viðskipti og efnahagsmál, einkum gengismál og erlend viðskipti og er jafn- gamalt umbótatímabilinu sem áður var getið. Ritið varð síðar meir jafnframt vettvangur skoðanaskipta um efnahags- mál og hefur áunnið sér nafn sem mikil- væg heimild, enda oft í hana vitnað. Þörfin fyrir slíkan miðil er ekki síðri núna en hún var fyrir tíu árum. Ritið getur vissulegalagtdrjúgtafmörkum til aðýta undir framfarasókn íslenskra fyrirtækja og hefur margt það til að bera til að vera fyrirmyndannarrafjölmiðlaumumfjöllun um viðskipti og efnahagsmál. Eins prósents munur á vaxta- stigi skiptir máli íáli Asgeir Valdimarsson Síðastliðið haust gáfu forstjórar Al- umax og hinna tveggja fyrirtækjanna er hyggjast byggja álverksmiðju á Keilis- nesi þá skýringu á frestun ál vers að vextir á lánum sem þeim byðust væru einu prósenti of háir. Svo virðist sem arðsemi verksmiðjunnar hafi horfið þegar vextir hækkuðu um eitl prósent. Hér á landi þykir sumum þetta ef til vill léttvæg skýring en hún vegur þyngra en marga grunar. Þetta sést þegar reiknaðir eru vextir af 60 milljarða króna fjárfestingu og í ljós kemur að 1% ársvextir eru 600 milijónir króna. Fimm prósenta vextir gera þriggja milljarða greiðslu í vexti á ári. Fyrir álver sem hefur innan við tíu milljarða í árstekjur til að greiða raforku, laun og vexti er þessi upphæð 30-40% af rekstrartekjum. Þá er gert ráð fyrir að álverið slarfi sem verktaki sem tekur að sér að breyta súráli í ál gegn umsömdu gjaldi. Raunvextir erlendis Erfitt er að gefa ákveðna mynd af vaxtastigi erlendis vegna þess hve vextir geta verið fjölbreytilegir. Þeir eru í eðli sínu breytilegir og endurspegla síbreyti- leika efnahagslífs hins vestræna heims þar sem vextir eru látnir ráðast á markaði. Þeir geta verið breytilegir eftir stað og slund, áhættumati og væntingum lánveitanda og lánstrausti skuldarans. Hér er miðað við erlenda skammtíma- vexti og gert ráð fyrir að skammtíma- og langtímavextir breytist í samhengi. Samkvæmt mínum heimildum virðast raunvextir langtímalánanna sem fyrir- tæki á borð við Landsvirkjun ná með útboði á lánum (og ríkisábyrgð gegnum eignarhald) á fjármálamörkuðum erlendis hafa verið lægri áratuginn 1970-1980 en tímabilið 1980-1990. Áratuginn 1970-1980 var meðaltal raunvaxta skammtímalána frá 0-3% í flestum vestrænum löndum nema í Þýskalandi (5%). Ætlamáaðraunvextir langtímalána séu að jafnaði 1-2% lægri en vextir skammtímalána. Þeir sveifl- uðust niður í 0% um 1980, þegar verð- bólguáhrifa seinni olíukreppunnar gætti á Vesturlöndum. Þá jókst verðbólga í flestuin löndum Vestur-Evrópu og í Bandaríkjunum en vextir á langtíma- lánum hækkuðu ekki fyrr en einu eða tveimur árum síðar. Raunvextirnir héldust áfram háir eða 4-6% milli 1983 og 1988 en hafa síðan lækkað töluvert í Bandaríkjunum en minna í Evrópu. En lækkun vaxta í Bandaríkjunum þýðir lægri vaxtagreiðslur okkar að meðaltali, því að meirihluti erlendra skulda þjóðarinnarerídollurum. Lækkun vaxta hefur gerl það léttbærara en ella fyrir okkur íslendinga að skulda um tvö hundruð milljarða íslenskra króna í útlöndum. Á árunum milli 1980-1984 hækkaði dollarinn rnjög í verði á alþjóðagjaldeyrismörkuðum og á sama tíma urðu raunvextir mjög háir eða nálægt 6% á langtímalánum. Þannig jókst árleg greiðslubyrði nteira en ella hefði gerst meðan höfuðstóll lána í dollurum hækkaði töluvert. Nú er raungengi dollars miðað við íslenska krónu svipað og það var fyrir áralug en raunvextir eru mun lægri en þá eða um 3% á langtímalánum. Þeir eru lágir samanborið við raunvexti hér á landi. Vextir og bygging og rekstur nýs álvers En hverju skiptirþað í rekstri stórfyrir- tækis hvort raunvextir langtímalána eru þrjú, fjögur eða fimm prósent á ári. Miðað við 60 milljarða króna fjár- festingu munu áhrif breytinga á raun- vöxtum skipta 600 milljónum íslenskra króna fyrir hvert prósentustig til lækkunareða hækkunar. Það munar því 1,2 milljörðum króna í útgjöldum á ári hvort þeir eru 4% eða 6%. Þessi upphæð er 14% af heildarrekstrartekjum ál- versins upp á 8,8 milljarða króna á ári (álver rekið sem verktaki). Þetta er hinn beinharði rekstrarveruleiki sem ræður hvort unnt er að reka verksmiðjuna eftir að hún hefur verið byggð. Tekjur verða að nægja fyrir útgjöldum svo að reksturinn skili einhverjum arði til eigenda sinna. Það gildir einu hvort ÍSBENDING eigendur hlutafjárins eru erlent stór- fyrirtæki, íslenska ríkið eða almenningur á Islandi. Allir vilja þeir og eiga að fá sanngjarna ávöxtun af fjárfestingu sinni. Arðsemi á 30 árum Áður en svona verksmiðja er byggð er reiknuð út væntanleg arðsemi fjár- festingarinnar. Þeir útreikningar byggjast á áætluðum tekjustraumi að frádregnum árlegum rekstrarkostnaði í ákveðinn árafjölda. Mismunur tekna og gjalda hvers árs er afvaxtaður til nú- virðis. Síðan er áætlaður kostnaður við bygginguna dreginn frá þeirri upphæð. Hreinn tekjustraumur er hér talinn ár- legar tekjur - útgjöld og er skilgreindur sem sama stærðin og hagnaður + af- skriftir í okkareinfölduðu mynd af fram- tíðinni. Til að finna núvirði straumsins þurfum við að ákveða hvaða ávöxtunar- kröl'u eigi að miða við og hve mörg ár verksmiðjan endist. Ávöxtunarkrafa getur talist eðlileg á bilinu 3-8% (raun- ávöxtun) í svona stórrekstri. Lands- virkjun hefur oft reiknað með 5,5% reiknivöxtum eða ávöxtunarkröfu og Alumax hefur notað 5% raunvexti í út- reikningum sínum varðandi nýtt álver hér. Ending er yfirleitt talin 20-40 ár. Miðað við lága ávöxtunarkröfu og raunvexti eða 3% á ári og endingartíma 30 ár verður verksmiðjan því aðeins arðsöm að raforkan kosti 10 US mill á kilówattstund ef álverð er 1250 banda- ríkjadalir á tonn með því að nota rekstrarlíki ngu fyrir ál ver. Ef raun vextir/ ávöxtunarkrafa hækka í 4% á ári yrði orkuverðið að lækka niður í 7 US mill/ kWst til að jákvæð arðsemi næðist. Til að eiga von um arðsemi við hið lága álverð sem nú gildir þarf orkuverð helst að vera 5 US mill/kWst og raun- vextir aðeins 3%. Eða vextir 2% og orkuverð 8-10 mill/kWst. Eins og fram kom hér að ofan eru raunvextir langtímalána (ríkisskulda- bréfa) nú um 3% í Bandaríkjunum og urn 4% í Þýskalandi. Þróun vaxtamála síðustu mánuði er hagstæð álvers- framkvæmdum. Hins vegar er óvissan unt framtíðarþróun mála svo mikil að ekki nægir að fjárfestingin sýni örlítinn hagnað. Hagnaðurinn þarf að vera tölu- verður eða a. m. k. talinn verða tölu- verður. Nú um stundir virðast erlendir álversmenn ekki telja hagnaðinn nógu tryggan. Þeir eru ekki einu sinni vissir um að standa á sléttu með svona fjár- lestingu. Álverðið þarf trúlega að komast yfir 1300 bandaríkjadali tonnið til að þeir fari fyrir alvöru að huga að því að byggja nýtt álver hér á landi. 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.