Vísbending


Vísbending - 06.09.1993, Blaðsíða 2

Vísbending - 06.09.1993, Blaðsíða 2
ISBENDING Marel var rekinn með átta milljóna króna hagnaði á fyrri helmingi ársins 1993. Tekjur voru 231 milljón, en þaðer 12% aukning frá árinu á undan. Styrkir til vöruþróunar eru um 13 milljónir króna, og er það svipað og á fyrri helmingi ársins 1992. Fyrirtækið stendur nú á nokkrum tímamótum, þar sem sala á hefðbundnum mörkuðum þess hel'ur dregist mikið saman, en nú er verið að þreifa fyrir sér með nýja framleiðslu. Nýlega seldi fyrirtækið til dæmis fyrsta tækið sem flokkar kalkúna. Marel eign- færir 35 milljónir króna sem langtíma- kostnað og vöruþróun. Þá má geta þess að fyrstu fjóra mánuði ársins var íslandsbanki rekinn með tæp- lega 200 milljóna króna tapi, en þó gerðu forsvarsmenn hans ráð fyrir hagnaði á árinu í heild. Hafa kvótaskerðing og lækkun fiskverðs engin áhrif á gengi sjávarútvegs- fyrirtækja? Tallan sýnir gengi þeirra hlutabréfa sem eitthvað hefur verið verslað með á Verðbréfaþingi og Opna tilboðs- markaðinum síðan um miðjan júlí. í töflunni eru tvö af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins Grandi og Utgerðarfélag Akureyringa. Þegar höfð er í huga kvótaskerðing og lækkandi fiskverð vekur athygli hve gengi hlutabréfa í þessum fyrirtækjum helst hátt. Kvótaskerðing fyrirtækjanna á fiskveiðitímabilinu, sem nú er að hefjast, nemur sennilega um 9%, eftir að kvóta Hagræðingarsjóðs hefur verið deilt út. Gengisfellingin í júní bætti afkomuna. Að mati Þjóðhagsstofnunarfórhún nærri því að vega upp áhrif kvóta- skerðingarinnar á hag sjávarútvegsins í heild. Auk aflaskerðingar hafa sjávarút- vegsfyrirtæki þurft að þola verðlækkun á afurðum. Samkvæmt Hagvísum Þjóðhagsstofnunar hefur verðlag sjávarafurða mælt í SDR farið lækkandi allt þetta ár. Lækkunin er 17% frá meðaltali ársins 1992 til ný- liðins ágústmánaðar og 20% frá 1991 (en þá var fiskverð í hámarki). Verð- breytingin er misjöfn eftir fisk- tegundum. Frá janúar til ágúst 1993 hefur verð á frystum þorski lækkað um 11% í bandaríkjadölum. Verð á land- frystum karfa lækkaði á sama tíma um 6%. Verð á sjófrystum karfa hækkaði aftur á móti um 23% frá janúar til ágúst í dollurum talið. Tæpur helmingur af kvótaverðmæti Granda hefur verið karfi og fyrirtækið hefur aukið sjó- frystingu sína að undanförnu. Til langframa ræðst ávöxtun hluta- bréfa af hagnaði. Miðað við að markaðurinn geri almennt 15% ávöxtunarkröfu til hlutabréfa (sjá 27. tölublað) gerir hann sér vonir um nálægt 19% arðsemi eiginfjár í Granda og um 16% arðsemi Útgerðarfélagsins. Þetta jafngildir því að hagnaður beggja fyrirtækjanna sé á þriðja hundrað milljóna króna á ári aðjafnaði. Eitthvað af þessu hlýtur að eiga við: *Hagnaður Granda og Útgerðar- félagsins á eftir að aukast mikið frá því sem verið hefur. *Ávöxtunarkrafa við kaup á hluta- bréfum í félögunum er minni en 15% (en það þýðir að ekki er búist við jafn- miklum hagnaði og sagt var hér að framan). Fjárfestar gætu talið afkomu þessara fyrirtækja traustari en gengur og gerist, en há ávöxtunarkrafa er upp- bót á þá áhættu sem tekin er þegar hlutabréf eru keypt. *Verðið ræðst af skattaafslætti við hlutabréfakaup fremur en von um góðan hagnað fyrirtækjanna. *Verð bréfanna er of hátt. _ Hlutabréfamarkaðurinn 30. ágúst 1993 Hagnaður Arðsemi „Væntanl" Raunávöxtun Gengi milljónir króna eiginfjár arðsemi hlutabréfa hlutabréfa 1992 1993 1992 eiginfjár 3 mán. ár Eimskip 3,92 -41 -12* -1% 17% 8% -7% Flugleiðir 1,09 -134 -380t -3% 8% 28% -33% Grandi 1,90 -156 52* -11% 19% 48% -26% Hampiðjan 1,20 40 37* 7% 9% 28% 5% Hraðfrhús Eskifj. 1,00 2 2% 14% íslandsbanki 0,88 -177 -195§ -3% 10% 33% íslenska útvarpsf. 2,70 171 435% 45% 97% Jarðboranir 1,87 21 4% 12% 5% Marel 2,60 22 8* 21% 29% -1% 13% Olís 1,85 61 4% 11% 1% -5% Olíufélagið 4,80 197 5% 13% 17% 14% Sameinaðir verkt. 6,60 12% 9% Skeljungur 4,14 91 4% 13% 4% 9% Sæplast 2,70 11 5% 14% -2% -19% Tollvörugeymslan 1,20 7 4% 13% 7% -12% Útgf. Akureyringa 3,26 10 1% 16% 4% -2% Skýringar á gengi o.fl.: Sjá 27. tbl. * alkoma fystu sex mán., §afkoma fyrstu 4 mán. fáætlun um afkomu á öllu árinu. Heimildir: Verðbréfaþing, Peningamarkaðssíða Morgunblaðsins, íslenskt atvinnulíf o.fl. Er kreppan heima- tilbúin? s Dr. Ragnar Arnason Efnahagskreppan, sem hófst 1988 er nú þegar orðin sú lengsta á öldinni. Jafnframt stefnir í það, gangi spár Þjóða- hagsstofnunar um hagvöxt á árinu 1994 eftir, að hún verði hin þriðja dýpsta á öldinni. Atvinnuleysi er mikið og ler vaxandi. Flest bendir til þess, að nauðsy n- legt sé að fara aftur til fjórða áratugar aldarinnar til að finna jafn mikið og varan- legt atvinnuleysi og nú er. Það er því ljóst að yfirstandandi efnahagskreppa er einhver sú erfiðasta, sem þjóðin hefur átt við að glíma á þessari öld. Ferli hag- vaxtar og atvinnuleysis í yfirstandandi kreppu er nánar lýst á mynd 1. Mynd 1 's Hagvöxtur á mann og atvinnu- leysi, % (1993: spá) | Atvinnul. ■ Hagvöxtur V______ J Orsakir kreppunnar Dýpt og lengd kreppunnar vekja ýmsar spurningar, ekki síst um orsakir hennar. Stafar kreppan af y tri aðstæðum, sem við fáum ekki við ráðið, eða má rekja hana til okkar eigin mistaka, t.a.m. rangra efna- hagsákvarðana eða óviðeigandi hag- stjórnar? Ylri skilyrði þjóðarbúsins eiga vissu- lega þátt í kreppunni. Þau virðast hins vegarekki geta skýrt dýpt og lengd hennar. Þar vegur þyngst, að lengst af kreppu- tímabilinu, þ.e a-s- a árunum 1988-91, voru ytri skilyrði tiltölulega hagstæð. Aflabrögð voru góð, útflutningsverðlag 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.