Vísbending


Vísbending - 30.09.1993, Blaðsíða 4

Vísbending - 30.09.1993, Blaðsíða 4
ISBENDING Hagtölur “, t Fjármagnsniarkaður hækkun frá fvrra tbl. 9,4% 28.09 Verðlryggð bankalán Overðtr. bankalán 17,9% 28.09 Lausafjárhlutfall b&s 13,8% 01.07 Húsbréfkaup, verðbrm. 7,4% 28.09 Spariskírt., kaup VÞI 6,7-7,25% 28.09 Peningamagn (M3)-ár 5% 30.06 Hlutabréf (VÍB) 595 28.09 Fyrir viku 587 Raunáv. 3 mán. -7% ár -13% Lánskjaravísitala 3.330 09.93 spá m.v. fast gengi 3.341 10.93 og ekkert launaskrið 3.345 11.93 3.348 12.93 3.349 01.94 3.346 02.94 3.345 03.94 Verðlag og vinnumarkaður Framfærsluvísitala 169,8 09.93 Verðbólga- 3 mán 9% 09.93 ár 5% 09.93 Framfvís.-spá 170,7 10.93 (m.v. fast gengi, 170,9 11.93 ekkerl launaskrið) 171,0 12.93 170,5 01.94 169,6 02.94 168,9 03.94 Launavísitala 131,3 09.93 Arshækkun- 3 mán 0% 09.93 ár 1% 09.93 Launaskr-ár 1% 09.93 Kaupmáttur 3 mán -1% 07.93 -ár -3% 07.93 Skortur á vinnuafli -0,9% 04.93 fyrir ári -0.6% Atvinnuleysi 3,2% 08.93 fyrir ári 2,7% Gengi (sala ) Bandaríkjadalur 69,7 28.09. fyrir viku 68,8 Slerlingspund 104,9 28.09. fyrir viku 105,9 Þýskt mark 42,7 28.09. fyrir viku 42,9 Japanskt jen 0,660 28.09. fyrir viku Erlendar hagtölur Bandaríkin 0,652 Verðbólga-ár 3% 08.93 Atvinnuleysi 6,7% 08.93 fyrir ári 7,6% Hlutabréf (DJ) 3.568 28.09. fyrir viku 3.613 breyting á ári 10% Liborvext. 3 mán Bretland 3,1% 21.09. Verðbólga-ár 2% 08.93 Atvinnuleysi 10,4% 08.93 fyrir ári 10.0% Hlutabréf (FT) 3026 27.09. fyrir viku 3002 breyting á ári 16% Liborvext. 3 mán V-Þýskaland 5,9% 27.09. Verðbólga-ár 4% 08.93 Atvinnuleysi 8,4% 08.93 fyrir ári 6,7% Hlutabréf (Com) 2100 27.09. fyrir viku 2094 breyting á ári 25% Evróvextir 3 mán Japun 6,6% 27.09. Verðbólga-ár 2% 07.93 Atvinnuleysi 2,5% 07.93 fyrir ári 2,2% Hlutabréf-ár 12% 21.09. Norðursjávarolía 16,4 17.09. fyrir viku 16,1 Er framfærsluvísitala góður mælikvarði á arðsemi? í ársritinu íslensku atvinnulífi, sem Vísbending gefurút, erarðsemi fyrirtækja og aðrar kennitölur reiknaðar miðað við breytingar á vísitölu framfærslu- kostnaðar. Nokkrir forráðamenn fyrirtækja hafa fundið að þessu og talið réttara að miða við aðrar vísitölur. Hjá fjármálastofnunum ætti að nota lánskjaravísitölu, hjá Flugleiðum ætti að rniða við gengi dollars, því verðgildi flugvéla breytist miðað við þann gjaldmiðil og byggingarvísitölu hjá olíufélögum, því hún er notuð við endurmat llestra eigna þeirra. Ekkert fyrirtæki notar hins vegar framfærslu- vísitölu í ársreikningum sínum. Hér gætir nokkurs misskilnings. Ofangreindar vísitölur eru notaðar t' ársreikningum jtil þess að meta eignabreytingar. Útreikningur á arðsemi fyrirtækis er hins vegar gerður ti I þess að meta hvernig það ávaxtar sitt pund. Framfærsluvísitala er alþjóðlega viðurkenndur mælikvarði, en lánskjara- vísitalan er það hins vegar ekki. Islendingur semá peninga geturannað hvort notað þá í neyslu strax eða sparað, til dæmis með því að kaupa hlutabréf eða dollara, með það í huga að nota söluvirðið síðartil neyslu. Hann verður því að fy lgjast með því hvemig fjárfesting hansávaxtast miðað viðalmennt verðlag hérlendis, en ekki miðað við dollar, sem hefur lítil áhrif á kaupmátt hans. Það sem skiptir máli er hve lengi hann getur framfleytt sér á söluvirðinu þegar þar að kemur. Frá sjónarhóli þessa einstaklings verður að meta alla ávöxtunarkosti með sömu vísitölunni og vísitala framfærslu- kostnaðar er besti mælikvarðinn. Náttúruhamfarir í útlöndum hafa áhrif á íslenskar tryggingar Islendingar fylgjast að sjálfsögðu með fréttum af ýmsum hörmungum erlendis. Sú var tíðin að vátryggingafélög hér á landi voru á kafi í tryggingum um víða veröld. Olíuborpallar sem sukku, flugvélar sem urðu sprengjum hryðju- verkamanna að bráð og gervihnettir sem hurfu sporlaust, enduðuöll semtjónhjá íslenskum tryggingafélögum, sem endurtryggðu erlend tryggingafélög. Af þessu varð geysimikið tap fyrir íslensku félögin. Endurtiyggingafélag Samvinnu- trygginga varð gjaldþrota og Sjóvá, Almennar tryggingar og Trygging voru öll illa stödd í byrjun níunda áratugsins. Viðskiptum af þessu tagi hefur verið hætt hérá landieníslensktryggingafélög endurtryggja enn stóran hluta af sínum viðskiptum erlendis. Um allan heim liggur net endurtiyggjenda sem endurtryggja aftur sína áhættu þannig að enginn einn beri of stóranhlut. Ásíðustuárumhefurhins vegarhriktístoðumþessa kerfis. Lloyds í London berst í bökkum og trygginga- félög víða um heim hafa fallið í valinn. Ein ástæðan er sú að á síðustu árum hafa náttúruhamfarir verið hrikalegri og valdið meira tjóni en nokkru sinni fyrr. Nú síðast urðu mikil flóð í Miðvesturríkjum Bandaríkjannaog hefur heildartjón af völdum þeirra verið metið unt 12 milljarðar dollara eða 840 milljarða íslenskra króna. Fellibylurinn Andrés olli óskaplegu tjóni í Flórída haustið 1992 og hefur það verið metið 25 milljarðar dala eða 1.750 milljarðar íslenskra króna. Um tveir þriðju hlutar þessa tjóns voru tryggðir hjá vátryggingafélögum og hafa bætur frá þeim því numið um þrefaldri vergri Íandsframleiðslu íslendinga. Jafnvel þótt íslensku vátrygginga- félögin séu hætt að taka að sér endurtryggingar fyrir erlenda aðila þá hafa þessi tíðindi aukið kostnað Islendinga og gert vátryggingamönnum erfitt fyrir. Viðlagatrygging fslands hefur allt frá árinu 1975 endurtryggt stærstan hluta af áhættu sinni erlendis. Þrátt fyrir að á undanförnum 18 árum hafi ekki komið til neinna meiriháttar tjóna af völdum náttúruhamfara hér á landi þá breyttust iðgjöld vegna endurlrygginga Viðlagatryggingar Islands í ársbyrjun 1993. Erlend tryggingafélög forðast nú mörg slíkar tryggingar og þau sem enn sinna þeim krefjast mun hærri iðgjalda en áður. Hjá Viðlagatryggingu íslands varð niðurstaðan sú að fyrirtækið taldi sig ekki hafa efni á jafnmikilli endur- tryggingavernd og fyrr. Það er því ljóst að ef til stórtjóns kernur af völdunt náttúruhamfara eru íslendingar lakar tryggðir en áður. Það er því líklegt að hækka verði iðgjöld, en þau hafa verið innheimt sem 0,25 prómill af brunatryggingarfjárhæð fasteigna og lausafjár. Líklegt er að endurtryggingar- iðgjöld hækki enn. Eiginfé Viðlaga- tryggingar hrekkur ekki til að tryggja fjárhagslegt öryggi ef jarðskjálfti eða eldgos grandar eignum á stóru landssvæði eða heilu bæjarfélagi. Ritstjóri og ábm.:Sverrir Geirmundsson. Útg.: Talnakönnun hf., Sigtúni 7, 105 Rvík. Sími: 91 -688-644. Myndsendir: 91 -688-648. Málfarsráðgjöf: Málvísindast. Háskólans. Prentun: Steindórsprent Gutenberg. Upplag 500 eintök. Öll réttindi áskilin. Rit þetta má ekki afrita með neinum hætti án leyfis útgefanda. 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.