Vísbending


Vísbending - 21.10.1993, Blaðsíða 2

Vísbending - 21.10.1993, Blaðsíða 2
verulegs átaks er þörf í þessum efnum burtséð frá allri umræðu um vexti. Burt með ósýnilega markaðinn Aðrar tillögur beinast að ýmsum formbreytingum á peninga- og verðbréfamarkaði sem ætlað er að gera vaxtamyndunarkerfið skilvirkara en nú er. Þær fela meðal annars í sér að opi nberir aðilar og lífeyrissjóðir hætti að semja sín á milli um kaup á skuldabréfum og að framboð og eftirspurn á húsbréfamarkaði komi að fullu fram opinberlega, en borið hefur á því að viðskipti með húsbréf komi ekki greinilega fram á Verðbréfaþingi fslands. Telja verður óvíst hvernig vextir þróast ef lífeyrissjóðir koma inn á verðbréfamarkaðinn af fullum þunga en sú ráðstöfun mun þó án efa styrkja markaðinn til lengri tíma litið. Við blasir að margir lífeyrissjóðanna geta að líkindum ekki að fullu tryggt þau lífeyriskjör sem í boði eru og þess vegna hlýtur að teljast óeðlilegt að þeir séu ,,þvingaðir“ til að standa undir fjármögnun húsnæðiskerfisins að stórum hluta. Sölu húsnæðisbréfa sem hafin var í fyrra er þó ætlað að leysa af hólmi samningsbundin skuldabréfakaup lífeyrissjóða af Húsnæðisstofnun en líkur eru á að það markmið geti tekist strax á næsta ári. Virkari Seðlabanka og fjárfestingarlánin til bankanna Seðlabankinn hefur visst svigrúm til að knýja fram lækkun á vöxtum þótt aðgerðum í þá átt hafi ekki verið beitt í ríkum mæli fram til þessa. I mörgum nágrannalandanna eru seðlabankar virkir aðilar á Ijármagnsmarkaði í kaupum og sölu verðbréfa og hafa þannig bein og óbein áhrif á vaxtastig. Hér hefur Seðlabankinn einkum beitt sér á markaðnum sem viðskiptavaki spariskírteina. Hann hefur þó verið að þróa aðferðir í þessa átt, meðal annars með kaupum á rfkisvíxlum og með því að bjóða upp á endurkaupasamninga við banka og sparisjóði á grundvelli ríkisverðbréfa og húsbréfa. Æskilegt hlýtur að teljast að þessi starfsemi verði aukin frekar og að bankanum verði gefin rýmri heimild til ákvörðunarbindiskyldu og lausafjárhlutfalls. f skýrslunni er lagt til að „dregið verði markvisst úr sérhæfingu fjárfestingar- lánasjóða“ eins og það er orðað þar. Þetta verður vart skilið á annan veg en þann að mælst sé til þess að fjárfestingar- lánin verði að einhverju leyti flutt yfir til bankakerfisins, enda margir á þeirri skoðun að löngu sé orðið tímabært að draga saman á pólitíska lánamarkaðnum. Þá telur starfshópurinn brýnt að samkeppnisskilyrði fjármálafyrirtækja í eigu ríkisins annars vegar og einkaaðila hins vegar verði jöfnuð og að gerð verði krafa um arð af því eigin fé sem ríkissjóður leggur þessum fyrirtækjum til. Á að afnema verð- tryggingu? Verðtrygging fjárskuldbindinga hefur sætt vaxandi gagnrýni í kjölfar aukins verðlagsstöðugleika á undanförnum árum. Margirhafalýstþeirri skoðunað ekki sé þörf fyrir verðtryggingu við þær aðstæður sem nú rrkja. Ymislegt bendir þó til þess að íslenskt efnahagslíf hafi ekki náð þeim stöðugleika sem æskilegur er svo að ráðlegt sé að afnema lánskjaravísitöluna að l'ullu. Gengis- fellingarnar í nóvember 1992 og júní síðastliðnum sýna þetta að nokkru leyti en nokkur hækkun verðbólgu varð í kjölfar seinni gengisfellingarinnar. Þá má telja líklegt að afnám lánskjara- vísitölunnar myndi veikja vitund almennings um raunvaxtastigið á hverjum tíma og draga úr því aðhaldi sem vísitalan hefur veitt bankakerfínu. Það er enn fremur umhugsunarefni að raunvextir á óverðtryggðum útlánum bankakerfisins hafa yfirleitt verið hærri en vextir verðtryggðra lána undanl'arin ár en þessu er öfugt farið hvað varðar innlánin. Það skal þó haft í huga að líklegt er að munurinn felist að einh verju leyti í mismunandi lánstíma verð- tryggðra og óverðtryggðra lána. Háir vextir í kreppu Samanburður á vöxtum á íslandi og annars staðar á Norðurlöndunum, þar sem efnahagsþróun hel'ur verið svipuð og hér á landi undanfarin ár, gefur til kynna að vextir hér séu nokkru hærri en þar tíðkast. Það sem vekur athygli hér á landi er að vextir hafa lítið lækkað þrátt fyrir öflugan efnahagssamdrátt frá árinu 1988. Þetta bendir eindregið til þess að virkni vaxtamyndunarkerfisins hér sé ekki nægilega mikil. Megin- tillögur starfshópsins ganga einmitt í þá átt að greiða fyrir breytingu á því. | ÍSBENDING Er menntastefnan í takt við þarfir atvinnulífsins? Ólafur Gunnarsson Lítill hagvöxtur á Islandi undanfarin ár er eitt alvarlegasta vandamálið í íslensku efnahagslífi. í ljósi þess vakna spurningar um hvort eitthvað í hagstjórn eða nýtingu opinberra fjármuna mætti betur fara til að snúa þessari þróun við. Allir vita hvernig fór þegar bjarga átti málum í einni svipan með fjárfestingum í nýjum atvinnugreinum sem nær engin reynsla eða þekking var til staðar á hér á landi. Opinberir aðilar stýrðu þessari þróun að töluverðu leyti, bæði með veitingu fjármagns til fyrirtækja og með ráðgjöf. Líklegt má telja að hefði raunhæf stefnumörkun og langtíma áætlanagerð legið að baki bæði opinberum stuðningi og ráðstöfun einkaaðila á fjármunum til þessara atvinnugreina hefði mátt komast hjá milljarðaútgjöldum. Ofuráhersla á bóklega menntun Svo virðist sem mest áhersla hafi verið lögð á bóklega menntun til að styrkja íslenskt efnahagslíf. Þó ávinningur af menntun sé vitanlega margskonar og komi ekki allur fram í hagtölum er óhætt að halda því fram að markmið menntunar á sviði viðskipta, hagfræði og tækni sé öðru fremur að stuðla að því að ná hagrænum markmiðum, svo sem að örva nýsköpun í atvinnulífi. Meðfylgjandi myndir sýna annars vegar þróun nemendafjölda í nokkrum greinum og hins vegar hlut nokkurra atvinnugreina í landsframleiðslu. Eins og sést á myndunum hefur menntun stóraukist á sama tíma og hlutur iðnframleiðslu hefur minnkað. Mikil aukning hefur á hinn bóginn átt sér stað í þjónustugreinum, svo sem banka- og tryggingastarfsemi og hjá hinu opinbera. Ef lilið er til verðmætis útflutningstekna þá erum við Nemendur í reglubundu viðskipta- og tækninámi Viðskipta- og hagl'ræði Verkfr. og tæknigr. Heimild: Hagstofa Islands. Tölur fyrir árið 1973 eru byggðar á áætlun 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.