Vísbending


Vísbending - 21.10.1993, Blaðsíða 3

Vísbending - 21.10.1993, Blaðsíða 3
ISBENDING Hlutdeild atvinnugreina í landsfranileiðslu 1980 1992 1973 Vi Heimild: Þjóðhagsstofnun Annar Pen.stofn. Hið opinbera Iðnaður Trygg. o.Il hlutaafyfírbygginguþjóðfélagsins. Því virðist sem stór hluti af hinu menntaða vinnuafli á undanförnum árum hafi einungis bætt viðþennan hlutaefnahags- starfseminnar. Höfundur er hagfrœðingur Einkavæðing skapar tækifæri jafnvel háðari útflutningi sjávarafurða nú en fyrir 20 árum. Þannig var hlutur sjávarafurða 80% af verðmæti vöruútflutnings árið 1991 en 74% árið 1973. Hlutur iðnaðarvöru (að áli meðtöldu) í vöruútflutningi hefur á sama tímabili lækkað úr 15,7% í 12,5%. Þannig mætti draga þá ályktun að stóraukin bókleg menntun hefði ekki nýst atvinnulífinu sem skyldi í þeim tilgangi að örva þær greinar sem staðið gætu undir tekjuöflun þjóðarbúsins. Uppbygging mennta- kerfisins til þessa Þróun atvinnutengdrar menntunar virðist hafa verið fremur tilviljanakennd og stefna y firvalda hvað varðar þessi mál vandfundin. I umræðu um menntamál eru tvær kennisetningar sem fáir eða engir hafa treyst sér til að andmæla og stundum virðast þessar kennisetningar notaðar til að komast hjá því að taka á málum af fullu raunsæi. Þær eru eftirfarandi: i. Ríkja á fullt frelsi til náms ii. Menntun er undirstaða hagvaxtar Ágrundvelli fyrri kennisetningarinnar er lítið gert til að stýra námsvali nemenda og námsframboð virðist ráðast af frumkvæði einstaklinga og hópa í þjóðfélaginu. Það leiðir ekki endilega til þess að boðið sé upp á það nám sem mest þörf er fyrir eða hagfelldast er fyrir þjóðarbúið hverju sinni. Sem dæmi má nefna að flestir þeir sem um skólamál fjalla virðast sammála um að mest aðkallandi í íslensku skólakerfi sé að byggja upp nám í verklegum greinum. Á sama tíma og þessi umræða fer fram virðist mest af nýju námsframboði vera í formi einhverskonar viðskipta- og rekstrarnáms. Þannig eru ekki sett nægilega skýr, hagræn markmið varðandi fjárfestingu í menntun. Hin kennisetningin um að menntun sé undirstaða hagvaxtar er stundum notuð til þess að verja veitingu fjármuna til nýrra námsleiða án þess að frekar sé skýrt hvernig viðkomandi fjárfesting stuðli að hagrænum markmiðum. Samband menntunar og hagvaxtar Hagvöxtur er afleiðing margra samverkandi þátta, bæði ytri aðstæðna og þátta sem eru á valdi stjómvalda. Til þess að hámarka hagvöxt við þær aðstæður sem ríkja á hverjum tíma þarf að nýta sem best opinbera fjármuni sem tengjast atvinnulífinu og búa atvinnuvegunum þær almennu aðstæður að þeir fái þrifist með sem bestum hætti. Til þess að nýta takmarkað fjármagn sem best þarf að korna til öflug stefnumótun stjómvalda til langs tíma. Byggja þarf á bestu fáanlegu upplýs- ingum og heilsteyptri mynd af því hagkerfi og innra skipulagi þjóðfélagsins sem hagvöxturinn skal grundvallast á. Þeir þættir sern stjórnvöld geta haft áhrif á til að örva hagvöxt eru t.d. rannsóknar- og þróunarstarfsemi,veiting áhættufjár- magns til nýrra atvinnugreina, bókleg menntun og aukin verkþckking. Til þess að nýta takmarkað fjármagn sem best er nauðsynlegt að skipting rnilli þessara þátta sé með sem hagkvæmustum hætti í samræmi við þarfir atvinnulífsins. Hver sem skýringin kann að vera á því að fjárfesting í menntun hafi ekki skilað sér betur en raun ber vitni í aukinni nýsköpun og framleiðslu þá er ljóst að horfa þarf á menntun í víðara samhengi sem eina af mörgum forsendum fyrir aukningu á framleiðsluverðmæti þjóðarbúsins. Hingað til hefur verið treyst á það í blindni að aukin menntun þýddi sjálfkrafaaukinnhagvöxttil lengri tíma litið. Ef skipulag alvinnutengdrar menntunar er ekki í samræmi við heildstæða my nd af atvinnulífmu er hætta á að fjármunun verði sóað. Hin mikla aukning menntunarán þess að nýsköpun hafi aukist merkjanlega bendir til þess að menntunin hafi fremur leitt til þess að sömu störf séu unnin með betur menntuðu fólki en áður. Eins og áður var bent á hefur mestur vöxtur verið í þjónustugreinum og starfsemi hins opinbera sem hvort tveggja má telja til Jónas Guðmundsson Sagt er að einkavæðing opinberra fyrirtækja skapi tækifæri til að tengja almenning atvinnurekstri. Þetta gerist oft með þeim hætti að hlutabréf í einkavæddum fyrirtækjum eru boðin til kaups á almennum markaði. Bréfm eru jafnvel boðin almenningi með sérstökum kjörum, svo til án endurgjalds, en þá að því tilskildu að hver einstaklingur geti aðeins eignast takmarkað magn hlutabréfa. Gallinn við þessa aðferð er sá, að innan ákveðins tíma hefur eign í viðkomandi fyrirtækjum oft þjappast saman því almenningur lítur á sérkjörin sem hrein hlunnindi. Almenningur kaupir ekki vegna áhuga á atvinnu- rekstrinum heldur til að ná skjótfenginn gróða. Með þannig einkavæðingu tekst því skiljanlega ekki að dreifa efnahagslegu valdi í þjóðfélaginu. Starfsmannaleiðin Önnur leið til að auka þátttöku almennings í atvinnurekstri er að fara svokallaða starfsmannaleið, þ.e. að selja starfsmönnum fyrirtækin. Starfsmenn hafa sterkari tengsl við fyrirtækin heldur en aðrir hópar í þjóðfélaginu og eru líklegri til að stuðla að velgengni þeirra fyrirtækja sem þeir vinna hjá. Nokkur hérlend, opinber fyrirtæki hafa verið seld starfsmönnum, þar á meðal Landsmiðjan og Ferðaskrifstofa íslands. Þá var starfsmönnum Jarðborana ríkisins boðið að kaupa hlutabréf á sérkjörunt að ákveðinni upphæð. Opinber stefna í þessum efnum hefur ekki verið nægjanlega skýr. Þannig hefur fjármálaráðherra lýst því yfir að tryggja ætti starfsmönnum Búnaðar- bankans ákveðinn hlut í bankanum, kæmi til sölu á honum. Samt eru dæmi um að einkavæðing hafi skert áhrif starfsmanna. Þegarlögum um Sements- verksmiðju ríkisins og Síldai'verksmiðjur ríkisins var breytt lil þess að undirbúa sölu verksmiðjanna misstu starfsmenn og launafólk fulltrúa sem þeir áttu í stjórnum þessara fyrirtækja. Form- 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.