Vísbending


Vísbending - 28.10.1993, Blaðsíða 1

Vísbending - 28.10.1993, Blaðsíða 1
V Viku ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 28. október 1993 42. tbl. ll.árg. Allir vinna að lausn á vanda lífeyrissjóðanna nema ríkið Áætlað er að heildareignir lífeyris- sjóða hafi numið 40% af peninga- sparnaði í lok síðasta árs að því er fram kemur í ársskýrslu Seðlabanka Islands. Eignir eru taldar 181 milljarður króna um síðustu áramót og höfðu vaxið um rösklega 10% að raungildi frá fyrra ári. Mikilvægi lífeyrissjóðanna á fjár- magnsmarkaði fer stöðugt vaxandi. Þannig jókst hlutdeild þeirra í peningalegum sparnaði þjóðarbúsins úr tæpum 30% á árinu 1985 í 40% í fyrra eins og áður sagði. Á sama tíma hafa framlög sjóðsfélaga til árlegs ráð- stöfunarfjár farið stöðugt minnkandi. Skýringin á þessu felst í því að eignir sjóðanna eru að skila arði á meðan laun standa í stað eða jafnvel lækka. Þessar aðstæður hefðu verið óhugsandi fyrir fáeinum árum. Verðtrygging fjár- skuldbindinga og háir raunvextir á síðustu árum hafa valdið stökkbreytingu árekstrarumhverfi lífeyrissjóða. Þannig njóta þeir ekki einungis góðrar ávöxtunar í dag heldur eru að auki orðnir „tryggðir” gegn sveiflum í efnahags- og atvinnu- þróun að nokkru leyti vegna síminnkandi vægis iðgjaldaframlaga. En betur má ef duga skal. Vandi margra lífeyrissjóða er ennþá mikill eins og vikið verður að hér á eftir. Annars vegar eiga sjóðirnir við svokallaðan fortíðarvanda að etja sem felst í því að þeir brunnu upp í verðbólgunni eins og annað sparifé. Áhinnbóginnerusumir sjóðanna að lofa upp í ermina á sér varðandi lífeyrisréttindi í framtíðinni. Þó eru ýmsar hræringar í gangi um þessar ntundir sem líklegar eru til að treysta stöðu sumra sjóðannaþegarfram í sækir. Ávöxtun hefur því lækkað nokkuð. S amanlagður rekstrarkostnaður nam um hálfum milljarði króna sem er ámóta upphæð og árið á undan. Skýring á lakari ávöxtun felst að líkindum í því að vegin meðalávöxtun spariskírteina og húsbréfa á Verðbréfaþingi lækkaði nokkuðáárinu 1992eðaum0,8%. Um áramótin síðustu var alls um helmingur af heildareignum sjóðanna bundinn í skuldabréfum Húsnæðisstofnunar og spariskírteinum ríkissjóðs og hafa því sveiflur f ávöxtun þessara verðbréfa mjög mótandi áhril'á alkomu sjóðanna. Samningsbundnu kaupin að leggjast af Frá árinu 1986 hafa árlega farið fram viðræður rnilli lífeyrissjóða og stjórnvalda um skuldabréfakaup sjóðanna af Húsnæðisstofnun ríkisins. I þessum viðræðum hafa lífeyrissjóðimir skuldbundið sig lil að kaupa bréf Húsnæðisstofnunar fyrir 55% ráðstöfunarfjár sem er verulegur hluti nýsparnaðar á ári hverju. Síðastliðið vor var sú breyting gerð á að Húsnæðisstofnun hóf útboð á svokölluðum húsnæðisbréfum en þeim er ætlað að ley sa þessi samningsbundnu kaup af hólmi um næstu áramót. Þetta er liður í stefnu stjórnvalda og lífeyrissjóða að færa fjármögnun húsnæðiskerfisins alfarið út á frjálsan markað og jafnframt að afnema hina óæskilegu sundurgreiningu sem verið hefur á innlendum fjármagnsmarkaði frarn til þessa. Þrátt fyrir að vaxtakjör í þessum útboðum væru mun betri en í hinum beinu kaupum sjóðanna voru húsnæðisbréf einungis keypt fyrir um 1,2 milljarða króna á árinu. Dærnið hefur þó snúist við á þessu ári en fram til loka septembermánaðar höfðu húsnæðisbréf í útboðum selst fyrir 4,1 milljarð króna en bein kaup námu einungis 2,3 milljörðum. Aukin sókn á hluta- bréfamarkaði kaupum lífeyrissjóða á árinu 1992 og er þá miðað við nafnvirði bréfanna. Sé miðað við markaðsvirði var aukningin einungis um 8% vegna verðlækkunar á gengi hiutabréfa á síðasta ári. Fyrir nokkru voru reglur sjóða í Sambandi almennra lífeyrissjóða (S AL) um hlutabréfakaup rýmkaðar. Sam- kvæmt þeirn er sjóðunum nú heimilt að kaupa hlutabréf fyrir allt að 10% af ráðstöfunarfé hvers árs og enn frernur að festa kaup á erlendum hlutabréfum. Þetta nær tvöfaldar heimildir sjóðanna frá því sem áður var. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins og lleslir aðrir lögbundnir sjóðir heimila þó enn ekki hlutabréfakaup. Heildarvirði hlutabréfa á innlendum markaði nam í fyrra ríflega 35 milljörðum króna þannig að Ijóst er að lífeyrissjóðir geta haft mjög veruleg áhrif á hlutabréfamarkaðinn ef þeir koma inn á hann af þunga. Samkvæmt nýlegri spá Þjóðhagsstofnunar er búist við að botni hagsveillunnar verði náð á næsta ári og að hagvöxtur glæðist á ný á árinu 1995 og mætti því ætla að hagkvæmt væri fyrir sjóðina að kaupa hlulabréf nú meðan gengi þeirra erlágt. Þá er víst að vextir á verðbréfum muni lækka á kontandi misserum í ljósi þess hve lítilli arðsemi alvinnulífið hér á landi er fært um að skila. 1 ríkjum þar sem efnahags- stöðugleiki ernteiri en hérálandi, til að mynda Bandaríkjunum, hefur reynslan verið sú að hlutabréf skila til lengri tíma litið mun betri ávöxtun að meðaltali en markaðsverðbréf, en áhættan er að vísu meiri. Yextir lækka með auknu fjármagnsfrelsi Opnun fjármagnsmarkaðarins mun einnig hafa í för með sér vaxtalækkun hérá landi. Við gildistöku samningsins um Evrópskt efnahagssvæði, en þó ekki síðar en urn næstu áramót, falla brott síðustu hömlur á möguleikum innlendra aðilatil kaupaáerlendum langtímaverð- bréfum, en skammtímaverðbréf verða þó enn bundin fjárhæðatakmörkunum. I árslok 1994 verða engar hömlur á Lakari ávöxtun en árið á undan Meðaltalsávöxtun lífeyrissjóðanna var u m 6,1 % á síðas ta ári eftir að rekstrar- kostnaður hefur verið dreginn frá (sjá töflu á blaðsíðu 2). Til samanburðar nam ávöxtunin 6,5% á árinu 1991. Vinnuveitendasambandið gerði fyrir skömmu könnun á hlutabréfaeign lífeyrissjóða. I henni kemur fram að innan við helmingur sjóðanna hefur fjárfest með beinum hætti í atvinnulífinu. Á árinu 1988 voru einungis um 0,3% af eignum bundnar í hlutabréfum en unt síðustu áramót varhlutfalliðorðið 1,7%. Um 44% aukning varð á hlutabréfa- Efni: • Rekstur lífeyrissjóða 1992 • Lífeyrisréttindi

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.