Vísbending


Vísbending - 11.11.1993, Blaðsíða 3

Vísbending - 11.11.1993, Blaðsíða 3
1) Framleiðandi á auðveldara með að einangra markhóp sinn. I fleslum til- fellum beinir hann allri kynningu og auglýsingu beint til smásala. Þannig er öllum kynningarkostnaði haidið í lágmarki. 2) Ef samningar nást við verslunarkeðj ur hefur framleiðandinn komið vörunni framhjá flestum hlekkjum venjulegrar dreifingarkeðju sem sparar bæði fé og tíma og dregur úr milliliðakostnaði á leið frá framleiðendum til neytenda. Enn fremur er framleiðandinn í beinu sam- bandi við þann aðila sem mestu ræður um sölu á vörunni, þ.e. smásalann sjálfan. 3) Þar sem smásalinn á vörumerkið eru inun meiri líkur á því en ella að hann einbeiti séraðþvíaðselja vöruna. Einnig sér smásalinn um alla kynningu og auglýsingu vörunnar og ber venjulega allan kostnað við það. Þetta er aðalkostur sérvinnslu fyrir íslensk útflutnings- fyrirtæki því þetta er langstærsti kostnaðarliður markaðsvinnslunnar. Helstu ókostir sérvinnslu m.v. sölu beint til smásala eru eftirfarandi: 1) Með því að snúa sér beint til smásala og sleppa dreifingaraðilum næst mun takmarkaðri dreifing á viðkomandi markaði. Vegna þessa eru dæmi þess að framleiðendur sérvinni vöru fyrir dreifingaraðila fremur en smásala. í slíkum tilfellum er verð þó enn mikil- vægara en ella þar sem álagningin verður meiri og ekki nást bein tengsl við smá- salann. Efummjög sterkadreifingaraðila eraðræðaerþessimöguleikiþóathyglis- verður. 2) Stærsti ókostur sérvinnslu er sá að mikilsverð áhrif færast frá framleið- endum í hendur smásala vegna þess að það er kaupandi vörunnar sem á vöru- merkið. Eigandi vörumerkisins getur skipt um framleiðanda án þess að neyt- endur verði varir við breytingar. Fram- leiðendum vara í áðurnefndum flokki c) stendur þó mun minni hætta af þessu en þeim sem framleiða grunnvörur eða eftirlíkingar af þekktum vörumerkjum. Til að styrkja stöðu sína er mikilvægt fyrir framleiðendur að byggja upp sterkt samband við kaupendur og standa að öflugri vöruþróun. Enn fremur er nauð- synlegt að búa svo um hnútana að enginn einn kaupandi sé of stór þannig að tilvist framleiðandans sé í hans höndum. Þar sem líklegt má telj a að helstu möguleikar íslenskra fyrirtækja séu fólgnir í vörum af flokki c) má þess vegna ætla að þau stæðu traustari fótum en ella í sérvinnslu. Framtíðarkostur fyrir Islendinga Eins og ofangreind umfjöllun ber með sér er hér um athyglisverðan hlut að ræða sem íslensk matvælafyrirtæki sem hyggja á útflutning ættu að skoða. Þó ISBENDING skal á það bent að samkeppni er að sjálf- sögðu mikil á þessum markaði sem og öðrum og hún ferharðnandi. Það virðist oft gleymast hérlendis að undirstaða þess að vörumerki nái vinsældum er að fjár- festa í uppbyggingu þess, en á stórum mörkuðum kostar slikt gríðarlega fjár- muni sem skila sér seint. Sérvinnslan hefur þann meginkost að þessari ,,hindrun“ er að miklu leyti rutt úr vegi og þess vegna er þetta mjög álillegur kosturfyrirhérlendútflutningsfyrirtæki. Höfundur er hagfrœðingur _______________________________! Gjafír, boðs- ferðir og loggjof Jónas Fr. Jónsson Að undanförnu hefur átt sér stað nokkur umræða um fríðindi sent starfsmenn ýmissa stofnana njóta. í þeirri umræðu hefur m.a. komið l'ram að Islandsbanki hefur einn íslenskra lánastofnana sett reglur um gjafir og boðsferðir. I þessu sambandi er rétt að skoða hvort löggjöfin hafi að geyma ákvæði um slíkt. Gjafirtil starfsmanna annarra I samkeppnislögumeraðfinnaákvæði í 26. grein sem segir, að óheimilt sé að hafa áhrif á starfsmenn annars aðila með gjöfum eða öðrum hlunnindum eða loforðum um slíkt, sé það gert án vitundar vinnuveitandans og í þeim tilgangi að afla gefandanum eða öðrum forréttinda í viðskiptum fram yfir aðra, enda sé lög- gjöl'in fallin til þess. Samkeppnislögin taka á hvers kyns atvinnustarfsemi og gildir þá einu hvort hún er rekin af einkaaðilum eða hinu opinbera. Akvæði 26. greinar er ekki nýtt af nálinni og var að finna í lögum um verðlag, samkeppnishömlur og órétt- mæta viðskiptahætti sem samkeppnislög leystu af hólmi. Samkvæmt lögunum þurfa þrjú skil- yrði að vera fyrir hendi til þess að slíkar gjafir(hlunnindi/loforð)teljistóheimilar: 1) Þœr séu veittar án vitundar vinnuveitanda 2) Tilgangurinn sé að afla forréttinda fyrir einhvem tiltekinn aðila 3) Gjöfin sé til þess fallin að afla gefandamtm forréttinda Skilyrði 2 og 3 eru matskennd og kunna að vera erl'ið viðureignar, þar sem annars vegar þarf að sanna að tilgangur gjafarinnar hafi verið að afla forréttinda og hins vegar þarf gjöfin að vera svo vegleg að hún hafi áhrif á viðtakanda og auki líkur á því að gefandinn öðlist forréttindi vegna hennar. I síðamefnda tilvikinu ntyndi verðmæti gjafarinnar sjálfsagt skipta mestu. Þetta ákvæði samkeppnislaganna á hins vegar einungis við um gjafir sem veittar eru án vitundar vinnuveitanda. Það nær því ekki lil æðstu yfirmanna fyrirtækja og stofnana, þ.e. þeirra sem ekki eiga sér æðri yfirboðara innan fyrirtækisins. Ef um framkvæmdastjóra (bankastjóra) er að ræða, verður að telja eðlilegt að stjórnir fyrirtækja (bankaráð) hafi vitneskju um gjafir sem þeim eru gefnar. Sé gjöf veitt með vitneskju vinnuveitanda stenst slíkt fyllilega 26. grein samkeppnislaga. Mútur Samkvæmt hegningarlögum er refsivert fyrir opinberan starfsmann að þiggja mútur eða að bjóða opinberum starfsmanni mútur. Með mútum er átt við einhvers konar ávinning, sem þarf ekki undir öllum kringumslæðum að vera fjárhagslegur. Verður að túlka orðið ávinningur rúmt í þessu sambandi. Tilboði um ávinninger yfirleitt beint að starfsmanninum sjálfum, en svo þarf þó ekki að vera ef lilboðs- gjafinn veit að boðinu verður komið til starfsmannsins (t.d. talað við eiginkonu hans). Til þess að mútuboð sé refsivert þarf það að rniða að því að fá ríkisstarfs- manninn til þess að brjóta gegn starfsskyldum sínum. Ef ríkisstarfs- mönnum væri greitt fyrireða lofað ávinn- ingi fyrir lögmæta og eðlilega stjómar- athöfn væri slíkt refsilaust fyrir bjóð- andann, en gæti varðað þiggjandann refsingu. Hér ervissulega um matsatriði að ræða, en í ljósi meginreglunnar um jafnræði í stjórnsýslunni verður að gera strangar kröfur hér um. Hafa ber í huga að mútuboð þarf ekki að miða að því að skerða rétt einh verra annarra, heldur getur það eingöngu beinst að því að fá betri eða fljótlegri afgreiðslu. Þannig kynni það að vera refsivert að bjóða opinberum starfsmanni peningagreiðslu gegn því að hann afgreiddi leyfisumsókn í snarhasti, sem ella hefði ekki verið af- greidd fyrr en síðar. Ef opinber starfsmaður þiggur gjafir eða annan ávinning, “sem hann á ekki tilkall til, í sambandi við framkvæmd starfs síns...” þá er það refsivert. Hér falla bein starfsskyldubrot undir, en einnig er hugsanlegt að undir þetta yrðu felld önnur til vik en bein starfsskyldubrot, enda er ekki ætlast til að opinberir starfs- menn þiggi einkagreiðslur fyrir störf sin í þágu ríkisins. I Danmörku féll dómur 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.