Vísbending


Vísbending - 27.01.1994, Blaðsíða 3

Vísbending - 27.01.1994, Blaðsíða 3
Y ISBENDING / Arangur altækrar gæða- stjórnunar Magnús B. Jóhannesson Aðilar í viðskiptaheiminum hafa sagt að eitt mesta sóknarfæri fyrirtækja í dag sé að auka gæði framleiðsluferla en þeim markmiðum má ná með hjálp altækrar gæðastjórnunar (AGS). Því hefur einnig verið haldið fram að með AGS snúi stjórnendur fyrirtækja sér að því að bæta fyrirtækin inn á við, þ.e. að auka gæði framleiðsluferlanna og minnka þannig kostnað. Altæk gæðastjórnun er þýðing á enska hugtakinu „Total Quality Management“ eða „Company Wide Quality Control“. Orðið „altæk“ er tilraun til að ná merk- ingu upphafsorðanna í ensku hugtök- unumsem vísatilþess að gæðastjórnunin nær til alls fyrirtækisins en er ekki einungis bundin við lok framleiðslu- ferilsins. s s Arangur Utgerðarfélags Akureyringa Utgerðarfélag Akureyringa (U.A.) hefur nýtt sérþessar aðferðir. Fyrirtækið er eitt stærsta fiskvinnslufyrirtæki á Islandi í dag. Með altækri gæðastjórnun hefur þeim tekist að ná árangri í að minnka kostnað við úrvinnslu fisks. Eftirfarandi tvö dæmi eru úr rekstri fyrirtækisins. Fyrst skal nefna verkefni sem kallaðist „Is-verkefnið“ og kom til framkvæmda á árinu 1991. Við úrtakskönnun úr afla togara eftir innvigtun kom í ljós að ís var hluti þess sem vigtað var. Um 765 grömm af honum þvældisl með fiskinum í hverjum fisk- kassa að meðaltali þannig að ísinn var metinn sem alli þegar hann var seldur útgerðinni. Utgerðin var því að greiða togurum fyrir ís að hluta í stað l'isks. Miðað við það að 275.000 kassar fóru í gegnum vinnslu Ú.A. árið 1991 varút- gerðin að greiða togurum fyrir 190 tonn af ís sem skráður var sem fiskur úr sjó. Þetta þýddi aukakostnað við kvótakaup. Aðferðum altækrar gæðastjórnunar var beitt við úrlausn vandamálsins og hefur hlutfall íss stórminnkað eða í um 18 grömm á hvern fiskkassa að meðallali. Kostnaður við breytingarnar, þ.e. funda- höld, vinna iðnaðármanna og ný tæki var 617.600krónur. Samantekið líturdærnið út eins og fram kemur í meðfylgjandi töflu. Síðara dæmið er um verkefni sem kallað er „Yfirvigt" hjá Útgerðarfélagi Akureyringa. Iljóskomaðmeðalyfirvigt á blokk var um 200 grömm á hverja öskju en askjan er um 7'/2kílógramm að þyngd. Aðferðum altækrar gæðastjórnunar var beitt við úrlausn vandamálsins og hefur y firvigtin lækkað um 120 grömm á hverja öskju, í um 80 grömm að meðaltali. Ef rniðað er við ársframleiðslu Ú.A. 1992 sem var 210.325 öskjur af blokk þá gera þessi 120 grömm 25,2 tonn. A verðlagi ársins 1993 er þessi aukaframleiðsla metin á 5,1 milljón króna á ári. Verk- efninu er ekki lokið og enn er hægt að minnka yfirvigt frosinna fiskpakkninga. Fyrir utan þann beina kostnað. sem fyrirtækið hafði af yfirvigtinni má nefna hugsanlegan kostnað kaupenda vegna vandræða, t.d. ef blokkin passaði ekki í vélar hans. Lokaorð Ofangreind dæmi sýna glöggt að með aðferðum altækrar gæðastjórnunar er hægt að ná miklum árangri við að auka gæði framleiðsluferla og minnka til- kostnað. Aukin gæði og minni tilkostn- aður leiðir til þess að fyrirtæki, t.d. í sjávarútvegi, verða betur í stakk búin lil að takast á við verðlækkanir, sem algeng- ar eru í þeirri grein. Aðferðirnar eiga jafnt við um atvinnugreinar í framleiðslu eða þjónustu. Evrópumarkaður hefur opnast með EES-samningnum og því er nauðsynlegt fyrir stjórnendur íslenskra fy rirtækj a að kanna hvað felstí aðferðum altækrar gæðastjórnunar. Höfundur er rekstrar- og stjórn- unaifrœðingur og frkvstj. Islenskrar gœðastjórnunar sf. -------«----♦----«------- Skiptir í tvö hom í tölvu- heiminum Fregnir af afkornu nokkurra tölvu- og hugbúnaðarfyrirtækja sýna að þeim hefur vegnað mjög misjafnlega að undanförnu. Tölvuframleiðendureins og IBM, Apple og Digital hafa lapað miklum peningum en hugbúnaðarfyrirtæki eins og Microsoft og örgjörvaframleiðandinn Intel, græða á tá og fi ngri. Vanda töl vufram- leiðendanna rekja menn meðal annars til harðrar samkeppni frá ódýrum tölvum, sem framleiddar eru í Asíulöndum. Auk þess er það mál manna að fyrirtækin hafi ekki fylgst nægilega vel með tímanum á níunda áratugnum, þegar einkatölvur urðu sífellt vinsælli á meðan vegur stórtölvanna minnkaði. Ný tækni leiddi til þcss að stóru tölvufyrirtækin sátu uppi með fjölda starfsmanna sem þeir höfðu ekki not fyrir. Fyrirtækin voru sein að taka við sér og lengi fór það orð af IBM að þar væru starfsmenn æviráðnir. Undanfarin ár hafa fyrirtækin loks sagt upp starfsmönnum í stórum stíl. Microsoft og Intel hafa nánast haft einokunarstöðu hvort á sínu sviði, en nú eru að koma á markaðinn örgjörvar frá IBM og Digital sem gætu náð markaðs- hlutdeild af Intel. IBM réttir úr kútnum eftir langvarandi tap IBM tilkynnti nú í vikunni að á fjórða ársfjórðungi 1993 hefði orðið hagnaður á fyrirtækinu, en þrátt fyrir það yrði tap ársins 1993 um 560 milljarðar króna. Stærstan hluta þess taps segja ráðamenn fyrirtækisins þó að rekja megi til kostn- aðar við skipulagsbreylingar. Sérfræð- ingar hjá erlendum verðbréfafyrir- tækjum segja að þótt sparnaður á öilum sviðum rekstrar hafi vissulega haft jákvæð áhrif á afkomuna þá sé enn of snemmtaðfullyrðaaðrekstrarerfiðleikar fyrirtækisins séu að baki. Þeir benda á að 30% af árlegri sölu lendi yfirleitt á fjórða ársfjórðungi. Forráðamenn IBM binda þó miklar vonir við nýja tegund af einkatölvum, sem nefnd er PowerPC, en hún byggir á mjög öflugum örgjörva. frh. N Afrakstur ís-verkefnisins hjá Ú.A. (Altæk gæðastjórnun) M.kr.á verðlagi 1993 Töpuð framlegð af 1901. af fiski 3,7 Aukakvóti 5,7 Aflahlutur sjóm. fyrir 1901. af ís 2,4 Samtals 11,8 Kostnaður vegna gæðaátaks (0,6) Sparnaðuralls 11,2 \ 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.