Vísbending


Vísbending - 14.04.1994, Blaðsíða 1

Vísbending - 14.04.1994, Blaðsíða 1
0ISBENDING um viðskipti og efnahagsmál 14. apríl 1994 14. tbl. 12. árg. mjög takmarkaður. Samkvæmt honum getur þjóðin stór- aukið við erlendan skuldahöfuðstói sinn með sanrsvar- andi aukningu fjár- magnskostnaðar í framtíðinni, án þess að það mælist sem aukin raunskuld þar sem allar slíkarhreyf- ingar endurspeglast í gjaldeyrisstöðunni. Mælikvarðinn segir því ekkert ti 1 um raun- vemlega skuldabyrði þjóðarbúsins og getu þess til að greiða niðurlánin. Afþess- um sökum er að mörgu leyti eðlilegra að miða við skuldir, eðagreiðslu-ogvaxta- byrði þeirra, í hlutfalli við útflutningstekjur þegar rætt er um er- lend lán. A þann hátt hefur verið tekið tillit til greiðslugetunnar og þess kostnaðar sem hlýst af lántök- unni. Hreinar erlendar skuldir þjóðarbúsins á föstu 220 200 180 160 140 120 '80 '81 '82 '83 '84 '85 '86 '87 '88 '89 '90 '91 . '92 '93 '94 Heimild: Seðlabanki íslands. Hreinar erlendar skuldir og greiðslu- og vaxtabyrði af lánum í hlutfalli við útflutningstekjur 160% 140% 120% 100% 80% 60% 40% 20% Eru erlendar skuldir að minnka? A ð undanfömu hefurþví verið haldið xxfram af nokkrum helstu ráðamönn- um þjóðarinnar að erlendar skuldir þjóðar- búsins hafi lækkað að raungildi á síðasta ári. Ekkierlaustviðaðmörgumhafikomið þessi tíðindi á óvart, sérstaklega í ljósi þess að lánsfjáreftirspum var rnikil á árinu 1993 eins og árið á undan og erlendar lántökur vemlegar. En getur þetta staðist? B ættur viðskiptaj öfnuður þýðirlægri skuldir S varið er háð því hvernig á málið er litið. Ofangreind fullyrðing byggir á þeirri staðreynd að mikill bati varð í viðskiptum við útlönd á síðasta ári. Á árinu 1992 var viðskiptajöfnuðurinn neikvæður um 12 milljarða króna en á síðasta ári var hann hins vegar jákvæður um rúmar 300 milljónir. Ef miðað er við hreinar (nettó) erlendar skuldir þjóðarbúsins við útlönd, þ.e. skuldir að frádregnum peningalegum kröfum á útlendinga og gjaldeyrisforða í Seðlabanka, hlýtur jákvæður viðskipta- jöfnuður að leiða til lækkandi skulda í erlendri mynt þar sem aukning þeirra er samkvæmt skilgreiningu fjármögnun viðskiptahall an s. Fj ármagnshreyfingar til og frá landinu skipta ekki máli í þessu sambandi þar sem t.a.m. aukin erlend lántaka leiðir til samsvarandi aukningar á gjaldeyrisforðanum og því verður hrein skuld hin sama. Reyndar má viðskipta- jöfnuður vera neikvæður um Wi-7.% af landsframleiðslu (um 7-8 milljarða króna) miðað við 3% erlenda verðbólgu án þess að skuldir hækki, þar sem vaxtagreiðslur af erlendum lánunr eru ofmetnar í uppgjöri hans (nafnvextir eru færðir en ekki raun- vextir). Þegar því er m.ö.o. haldið frarn að erlendar skuldir þjóðarbúsins fari lækkandi að raungildi er miðað við að um hreina skuld við útlönd sé að ræða (þ.e. skuldir að frádregnum eignum) og að viðskiptahalli sé ekki meiri en 7-8 milljarðar á ári. Takmarkaður mælikvarði Ofangreindur mælikvarði er hins vegar langt frá því að vera einhlítur og er reyndar Skuldabyrðin eykst þótt raunskuldirlækki Á meðfylgjandi myndum er þróun erlendra skulda sýnd frá árinu 1980 miðað við þá mælikvarða sem hér hafa verið ræddir. Efri myndin sýnirhreinaraunskuld jojóðarbúsins viðúllönd ímilljörðumkróna. Skuldin minnkaði Iítillega rnilli áranna 1992 og 1993 eða um 0,4% og nam um 217 milljörðumkrónaámeðalgengi ársins. Miðað við spár unt viðskiptajöfnuð og erlenda verðbólgu á þessu ári má gera ráð fyrir að skuldastaðan batni enn frekar á þessu ári eða unt 1%. Ef litið er á skuldabyrði þjóðarbúsins eins og fram kemur á neðri myndinni kemur hins vegar önnurþróuníljós. Hreinarskuldiríhlutfalli við útflutningstekjur hækkuðu unt tæp 8 prósentustig á rnilli áranna 1992 og 1993 og gert er ráð fyrir um ‘/2% hækkun á þessu ári. Þjóðarbúið þyrfti að verja sem svarar öllum útflutningstekjunum í tæp tvö ár til að greiða niður skuldirnar. Sömu sögu er að segja um greiðslubyrði af langtíma- lánum, þ.e. greiðslur vaxta og afborgana, sem þyngdist um 1 Viprósentustig í fyrra en í ái' er gert ráð fyrir 6 prósentustiga aukningu þar. Samkvæmt því munum við greiða útlendingum lil baka þriðju hveija krónu af okkar útflutningstekjum. Þessi mælikvarði er þó að mörgu leyti gallaður þar sem hlutfallið getur breyst verulega ef lánstími er aukinn. Að lokum er svo birt yfirlit um þróun hreinna vaxtagreiðslna einsogþærbirtastívaxtajöfnuði.Lítillega hefur dregið úr vaxtabyrði á síðustu þrem- ur árumen það á rætur að rekja till ækkandi vaxla í úllöndum og hagstæðra lána. Ástæðulaus bjartsýni Eins og hér hefur verið bent á er engin ástæða til að fyllast bjartsýni þótt hreinar skuldir þjóðarinnar í útlöndum fari lækkandi. Eftir sem áður stendur að getan til að greiða skuldirnar fer minnkandi. Það er fyrst og fremst sú staðreynd sem skiptir máli í hagstjórnarlegu tilliti því aukin skuldasöfnun takmarkar svigrúmið tilað nýtahagkvæmfjárfestingartækifæri og dregur úr lánstrausti okkar í útlöndum. Al'þessum sökum er mikilvægt að fjallað sé unt erlendar skuldir í réttu samhengi. • Erlendar skuldir • Lausafé og arðsemi • Efnahagsvandi Fœreyja

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.