Vísbending


Vísbending - 14.04.1994, Blaðsíða 3

Vísbending - 14.04.1994, Blaðsíða 3
ISBENDING Færeyska efnahags- kreppan Ernst Hemmingsen íslendingar hafa í mörg ár fylgst með velgengni Færeyinga og afrekum þeirra á ýmsunr sviðum, svo sem í samgöngu- málum, fiskveiðum og fleiru. Síðasta árið hefur þó kveðið við annan tón því eins og kunnugt er hafa slæmar fréttir borist frá Færeyjum. En hvað fór úrskeiðis? Hér á eftir verður reynt að varpa örlitlu ljósi á það. Þróunin fram til þessa í meðfylgjandi töflu kemur fram hvernig fiskveiðar Færeyinga brey ttust á milli áranna 1989 og 1993. Árið 1993 veiddust aðeins urn 5 þúsund tonn af þorski í færeyskri lögsögu, en til samanburðar var veiðin um 23 þúsund tonnáárinu 1989. Sömusögueraðsegja um ýsuaflann, sent hrapaði úr 15.000 tonnum niður í 5.000 tonn á sama tíma. Ljóst er af þessu að gríðarlegur afla- samdráttur hefur orðið áfáum árum. Ofan á þetta bætist að verð á nokkrum af mikil- vægustu fisktegundunum lækkaði, líkt og hér á landi, um 20-30% í fyrra. Þessi samdráttur í verði og magni hafði í för með sér að nokkur skip fóru á nauðungar- uppboð. Með minnkandi fiskveiðum við Fær- eyjarkomstreksturinn íþrothjámörgum frystihúsum. Færeyingar hafa reynt að kaupa fisk frá erlendum skipum til vinnslu en tæknileg vandamál (vegna tvífry stingar) og reglur Evrópusambands- ins (ESB) hafa gert þennan kost óálit- legan. Þar sem þessi l'iskur kemur frá „þriðja landi“ er hann tollaður við inn- flutning til ESB, sem er langstærsti mark- aður fyrir færeyskan fisk. Kaup á fiski annars staðar frá hafa þess vegna ekki getað komið í staðinn fyrir fiskveiðar á heimaslóðum. Færeysk útgerð og fiskvinnsla hafa fengið styrk frá færeyska landssjóðnum í mörg ár. Mestur var stuðningurinn 1989 eða sem svarar til um 4,9 milljarða ís- lenskra króna á núgildandi gengi dönsku krónunnar.1 Á árinu 1993 var styrkurinn aðeins um 1,8 milljarðar króna en þar af voru 972 milljónir vegnatekjutryggingar sjómanna (tekjutrygging er greidd af landssjóði). Þessi tekjutrygging hefurhaft það í för með sér að rnargir útgerðarmenn hafa gert út, þrátt fyrir að fyrir fram væri vitað að það væri ekki hagkvæmt. Danska ríkisstjórninhefurþess vegnakrafistþess að tekjutryggingin verði lækkuð. Rekstrar- stuðningur við fiskvinnslu og útgerð hefur aðallega verið veittur vegna veiða og vinnslu á karfa og ufsa. Þetta hefur haft það í för með sér að haldið er uppi starfsemi sem ekki er þjóðhagslega hagkvæm. Því hefurþað verið talið mjög mikilvægt að styrkir til sjávarútvegsins væru afnumdir. Eftir mikla grósku í fiskeldi á níunda áratugnum hefur framleiðslan minnkað og margar minni fiskeldisstöðvar hafa þurft að hætta starfsemi. Mest var flutt út af eldisfiski á árinu 1991 eða 18.100 tonn. 1 framtíðinni er gert ráð fyrir að útflutningurverði um 12.000 tonnaflaxi á ári. Þegar mest var, voru fiskeldis- stöðvar í Færeyjunt fjörutíu talsins, en tuttugu stöðvar eru starfræktar þar í dag. Þrátt fyrir samdrátt í fiskeldi hefur greinin enn mikla þýðingu fyrir þjóðarbúskap Færeyinga. Eftirgóðæriðum miðjan síðastaáratug hefur hallinn á landssjóði numið að jafnaði urn 5,4 milljörðum króna á ári (500 milljónum danskra króna), en það jafngildir um 20% af tekjum landssjóðs. Hallinn hefur að mestu leyti verið fjárntagnaður með erlendum lánum. Um síðustu áramót skuldaði landssjóður um 43 milljarða króna, en það eru næstum tvöfaldar árstekjur hans. Flest lánin eru til skamms tíma og danska ríkið hefur þess vegna neyðst til að hjálpa lands- sjóðnum á þann hátt að skuldbreyta og ganga í ábyrgðirfyrirhann. 1 ármun verða mikill halli á sjóðnum ogþeirri spurningu hvernig hann eigi að fjármagna hefur ekki verið svarað. Á tímabilinu 1988-1993 féllu tæpir 12 milljarðar króna á sjóðinn vegna ábyrgða fyrir sjávarútveginn, auk annama ábyrgðaeinsogt.d. SlOmilljóna vegna Atlantik Airways. I Færeyjum eru alls 50 sveitarfélög. Fjárhagsstaða þeirra er rnjög mismun- andi. Sum sveitarfélögin eru skuldlaus en önnureru svo skuldug að mesturhluti skatttekna fer í vaxtagreiðslur. Árið 1992 nántu vaxtagreiðslur hjá sveitarfélögunum að meðaltali 32% af skatt- tekjum og afborganir 16%. Þessi staða hefur versnað 1993 vegna minnkandi skatttekna. Samdráttur í fiskveið- um og lækkun fiskverðs 1992 olli rniklu tapi hjá bönkunum. Einkum var rnikið tap áfry stihúsunum og samtals afskrifuðu bankarnir 16,7 milljarða króna á árinu 1992, en það jafngild um 20% af útlánum. Tapið í fyrra var svipað. Á árununt 1988- 1992 nam tap bankanna og landssjóðs samtals rúmlega 54 milljörðum króna, en það jafngildir um eins árs lands- framleiðslu. Varla hefur nokkurt þjóð- félag tapaðjafn miklu ájafn stuttum tíma. Skuld Færeyinga við útlönd nam 84 milljörðum króna í árslok 1992, eða unt 1,8 milljónum á íbúa, en það er helmingi meira en hér á landi. Skuldastaðan batnaði ekki í fyrra. Hjálparaðgerðir Til að koma í veg fyrir gjaldþrot bankanna og þjóðfélagsins hafa ýmsar ráðstafanir verið gerðar. Sjóvinnubank- inn var styrktur um 5,1 milljarð króna á árinu 1992 og árið eftir um 3,8 milljarða til að korna í veg fyrir gjaldþrot hans. Peningarnir voru lagðir fram af lands- sjóði, sem fékk þá að láni hjá danska ríkinu. Færeyjabanki þurfti einnig á utanaðkomandi fjármagni að halda. Nú hefur verið ákveðið að sameina þessa banka. 1 Færeyjum voru frystihúsin 21 talsins þegar best lét og fyrir um tíu árum, þegar fiskveiðar voru um tvöfalt meiri en núna, var umframframleiðslugeta í fiskiðnað- inum. Nú verða frystihúsin sameinuð í eitt fyrirtæki og mikill hluti skuldanna afskrifaður. Stjórn hins nýja fyrirtækis hefur lokað þeim húsum sem enginn rekstrargrundvöllur er fyrir lengur og vinnslan fer nú aðeins fram í 10 húsum. 1 útgerð er alkastagetan of mikil eins og í fiskvinnslunni. Hins vegar hafa menn ekki viljað ákveða það með beinum hætti hvaða skip eigi að fá að veiða áfram. Þess vegna hefur danska ríkisstjórnin krafist þess að kvótakerfi með framseljanlegum kvóta verði komið á eins og á Islandi. Þettahefur vakið litlahrifningu færeyskra útvegsmanna. Enn frernur hefur danska stjórnin krafist þess að tekjutrygging sjómanna verði afnumin til þess að koma í veg fyrir óhagkvæma fiskveiði. Skilyrðifyrirlánum til landssjóðs 1992 voru meðal annars þau að hann yrði rekinn hallalaus í framtíðinni, og að umfangsmikið sjóðakerfi yrði afnumið. Það síðarnefnda hefur verið gert. Hins vegar hefur hallinn á landssjóði áfram verið rnikill vegna minni skatttekna og aukinna útgj alda vegna atvinnuley sisbóta og ábyrgða sem hafa fallið á hann. Framtíð færeysks efnahags- lífs Þrátt fyrir að núverandi aðgerðir séu mjög sársaukafullar er enginn vafi á því Fiskveiðar færeyskra skipa (þús. tonna) Afli alls Þ.a. landað íFæreyjum 1993 1989 93/89 1993 1989 93/89 Þorskur 27 44 -39% 5 23 -78% Ýsa 5 16 -69% 4 13 -69% Ufsi 36 47 -23% 30 42 -29% Karfi 14 13 8% 10 13 -23% 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.