Vísbending


Vísbending - 25.05.1994, Blaðsíða 1

Vísbending - 25.05.1994, Blaðsíða 1
s 25. V Viku ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál maí 1994 20. tbl. 12. árg. Hagkvæmasta þorskaflamark á ári 1994-2004 m.v. tvær efnahagslegar forsendur (þús. tonna) 400 350 300 250 200 150 100 50 0 ------ Afli m.v. að hámarka núvirði hagnaðar af veiðum og vinnslu á þorski, loðnu og rækju. ------Afli m.v. aðlögun að hámarki hagnaðar á 11 árum og mesta mögulegavelferð. Heimild: Skýrsla vinnuhóps um nýtingu fiskistofna. Friðun þorsk- stofnsins skilar mestri arðsemi / Inýlegri skýrslu vinnuhóps um hagkvæmustu nýtingu fiskistofna hér við land, sem Hafrannsóknastofnun skipaði fyrir nokkru síðan að beiðni sjávarútvegs- ráðherra, kemur fram að þorskstofninn sé um þessar mundir langt undir þeirri stærð sem gefur af sér hámarksarðsemi og hægt sé að auka útflutningsverðmæti þorsk- afurða um 19 milljarða árlega ef veiðar verða takmarkaðar þannig að náist að byggjaþorskstofninnupp. Jafnframtkemur frarn að ef veilt verður úr þorskstofninum eitthvað í líkingu við það sem verið hefur á undanförnum tveimur árum, þ.e. vel ríflega 200 þúsund tonn á ári, eru verulegar líkur á að hann hrynji. Að matí starfs- hópsins er hagkvæmast að skerða þorsk- veiðar á næstu árum sem mest í því skyni að efla stofninn. Hámörkun hagnaðar eða velferðar? Á meðfylgjandi mynd má sjáhagkvæm- ustu „veiðiferla" fyrir þorsk fram til ársins 2004 en þeir fást úr svokölluðum hermi- líkönum sent hópurinn, sem skipaður var sérfræðingum frá Þjóðhagsstofnun og Hafrannsóknastofnun ásamt fulltrúa frá útgerð, studdist við. Heila línan sýnir ráðlagða veiði á hverju ári m.v. að riúvirtur hagnaður af þeim sé hámarkaður. I þessunt löl um hefur verið gert ráð fyrir náttúrulegu samspili á milli þorsks, loðnu og rækju en viðgangur þessara stofna er að nokkru tengdur innbyrðis. Eins og fram kemur á myndinni væri samkvæmt þessum for- sendum hagkvæmast að stöðva þorskveiðar að fullu í tvö ár, þ.e. friða stofninn, hefja veiðar á þriðja ári og auka þær í áföngum. Veiðarnar væru komnar upp í tæp 180 þúsund tonn á árinu 1997 og færu hratt vaxandi eftir það. Skömmu eftir næstu aldamótværióhætlaðveiðaylir300þúsund tonn af þorski og um 350 þúsund tonn á árinu 2004 þegar stofninn væri kominn í kjörstærð sem er áætluð um 750 þúsund tonna hrygningarstofn og 1.550 þúsund tonna veiðistofn. Til samanburðar er hrygningar- stofninn umþess- armundirum213 þúsund tonn og veiðistofninn um 530þúsundtonn. Á brotnu lín- unni hefur mark- miðinu um há- marks núvirði hagnaðar verið hnikað örlítið til. Þar er tekið tillit til þess að at- vinnuleysi er ó- æskilegt, jafnvel þótt hagur fólks aukist í fram- tíðinni,ogaðfólk tekur samfellda og jafna neyslu fram yfir sveiflukennda. Hér er því um nokkurs konar velferðarhámörkun að ræða og er gert ráð fyrir 11 ára aðlögun að markmiðinu um hámörkun hagnaðar. Miðað við þessar forsendur væri æskilegt að veiða ríflega 60 þúsund tonn af þorski í ár og 120 á því næsta. Veiðin færi stigvaxandi eftir það en þó mun hægar heldur en ef um hreina hagnaðarhámörkun væri að ræða. Um aldamótin væri veiðin komin upp í tæp 240 þúsund tonn og í 350 þúsund tonn um árið 2004. Verðmætaaukning upp á 59milljarða Til glöggvunar á því hvaða verðmæta- aukning hlytist af því að byggja stofninn upp eins og þessar tvær tillögur gera ráð fyrir þá er áætlað að núvirði hagnaðar af veiðumog vinnslu áþorski, loðnu og rækju aukist um 59 milljarða króna. Áætlað er að núvirðið hafi numið um 171 milljarði króna í upphafi þessa árs, sem er rn.ö.o. verðmæti þessara fiskistofna okkar í dag, en þegar þorskstofninn verður kominn í kjörstærð, þ.c. nokkru eftir aldamót, má gera ráð fyrir að verðmætið verði komið upp í 230 milljarða. Ef róttækar ákvarðanir verða teknar um uppbyggingu þorskstofnsins áætlar starfshópurinn að það gæti skilað um 19 milljörðum króna á ári í viðbótarútflutn- ingstekjum nokkru eftir aldamót. Til samanburðar nam útflutningsverðmæti allsiðnvamingsum 17milljörðum ífyrra. Lj óst er því að uppbygging þorskstofnsins hefur í för með sér gríðarlegan efnahags- legan ávinning til lengri tíma litið. Er þorskstofninn að hruni kominn? Starfshópurinn gerði einnig útreikninga að teknu tilliti til ýmissa óvissuþátta. Samkvæmt þeim eru um 53% líkur á hmni þorskstofnsins innan örfárra áratuga ef ákvarðað aflamark verður225 þúsund tonn á ári. Þetta magn er t.a.m. heldur minna en veiddist af þorski á síðasta ári. Miðað við 175 þúsund tonna veiði snarminnka líkumareðaíum7% oghverfandi líkureru á hmni ef afli verður ákveðinn 125 þúsund tonn. Jafnframteruyfirgnæfandi líkuráað þorskstofninn komi st upp í300þúsund tonn á fyrstu áratugunum eftir aldamót þegar rniðað er við seinni tvö tilvikin en innan við helmingslíkurefmiðaðerviðfyrstatilvikið. Það em ótvíræðar niðurstöður starfs- hópsins að teflt sé á tæpasta vað með því að veiða úr stofninum umfram 175 þúsund tonn á ári við nú verandi aðstæður. Þorskafli sem bundinn er kvóta á yfirstandandi fiskveiðiári var ákvarðaður 155 þúsund tonn en áætlað er að heildarþorskafli áþessu ári muni nema um 190 þúsund tonnum, m.a. vegna veiða krókabáta, kvótayfir- færslna milli ára o.s.frv. Þrátt fyrir mikla kvótaskerðingu sem orðið hefur á undanfömumtveimurámmliggurþvífyrir að enn verði að herða tökin. • Nýting fiskistofnanna • Kröfustjórnun ífyrirtœkjum • Erlendi r fjármagnsmarkaðir

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.