Vísbending


Vísbending - 25.07.1994, Blaðsíða 1

Vísbending - 25.07.1994, Blaðsíða 1
ISBENDING 25. júlí 1994 Viku rit um viðskipti og efnahagsmál 28. tbl. 12. árg. Fremur líflegur hlutabréfa- markaður í vor Viðskipti með hlutabréf á Verðbréfaþingi og Opna tilboðs- markaðinum jukust um 80% á fyrri helmingi árs frá sama tíma í fyrra. Mikil viðskipti með bréf í Islenska útvarpsfélaginu (Stöð 2) og sala á hlutabréfum ríkisins í Þormóði ramma samsvara aukningunni nokkurn veginn. Heildarviðskipti á þessum tveimur mörkuðum voru þó aðeins rúmar 600 milljónirkrónaáfyrri helmingi árs 1994. Ekki fara öll hlutabréfaviðskipti fram á Verðbréfaþingi og Tilboðsmarkaðinum og auk þess verður að athuga að yfirleitt færist mikið líf í hlutabréfamarkaðinn fyrir áramót. Þótt skattaafsláttur vegna hlutabréfakaupahafi minnkað, varmeira en helmingur hlutabréfaviðskipta liðins árs í nóvemberog desember. Samt bendir allt til þess að viðskiptin verði mun minni 1994 en 1991. Sigurður B. Stefánsson forstöðumaður Verðbréfamarkaðs Islandsbanka spáði því í apríl að alls yrði verslað með hlutabréf fyrir 3-4 milljarða króna á árinu, en árið 1991 urðu við- skiptin yfir 6 milljarðar. Nokkrarástæðurerufyrirþvíað áhugi á hlutabréfum er minni en fyrir þremur árum, en þessar koma fyrst í hugann: Hlutabréfhækkuðuhrattíverðifram á seinni hluta árs 1991 og margir töldu að gengið myndi halda áfram að hækka. Sú hefurekki orðið raunin. Samdráttur í efnahagslífi kemur fram í slakri afkomu margra fyrirtækja, þannig að þau virðast síður arðvænleg en áður. Þá hefur ráðstöfunarfé almennings minnkað og minna er afgangs til hlutabréfakaupa. Nú er verið að draga úr skattaafslætti vegna hlutabréfakaupa í áföngum, þannig að kaupa þarl' meira til þess að njótasamaafsláttarogáður. Kaupendur þurfa auk þess að eiga bréfin í 3 ár til þess að njóta afsláttarins. Mikil sala ríkisfyrirtækja á almennum markaði myndi efla hlutabréfaviðskipti, en minna hefur orðið úr sölunni en rætl var um þegar núverandi ríkisstjórn tók við völdum. Hugsanlegt er að byrjað verði að selja hlutabréf í Lyfjaverslun ríkisins fyrir áramót. Hlutabréfa- verð þokast upp á við Hlutabréfaverð lækkaði heldur framan af ári, en tók svo nokkurn kipp upp á við í maí, í kjölfar aðalfunda. Frá áramótum til miðs júlímánaðar hækkaði þingvísitala hlutabréfa um rúm 5%, en á sama tíma hækkaði framfærslu- vísitala aðeins um hálft prósent. Frá miðjumjúlí 1993 til júlí 1994erhækkun hlulabréfaverðs rúmlega 8'/2% að meðaltali, tæplega 7% umfram verðlag. Hlutabréf í Sjóvá-Almennum hafa ávaxtast best á einu ári, yfir 50%. Mjög góður hagnaður varð af Sjóvá- Almennum í fyrra, annað árið í röð. Hlutabréf hafa einnig ávaxtast mjög vel í Hampiðjunni, Olíufélaginu og Olís (sjá töflu efstáblaðsíðu 2). En skráð viðskipti með bréf í þessum félögum eru reyndar fá og óvíst hverl gengi bréfanna hefði orðið ef margir hefðu viljað versla með þau. Mun meira líf er í viðskiptum með hlutabréf í Eimskipafélaginu, en ársávöxtunþeirraerum 17%. Fyrirtækið skilaði þokkalegum hagnaði í fyrra, en tap var á rekstrinum árið á undan. Raunávöxtun hlutabréfa íGrandaáe inu áriereinnig 17%. Önnurbréfhafagefið minna af sér og gengi nokkurra hefur fallið. Frá miðjumjúlí 1993 til júlí 1994 féll gengi bréfa í Skagstrendingi um tæpan helming og gengi bréfa í Armannsfelli og Haraldi Böðvarssyni hefureinnigfalliðmikið. Reksturþessara fyrirtækja hefur verið erfiður undanfarin ár. Öll voru þau rekin meðtapi árið 1992 en nokkur hagnaður varð hjá Armanns- felli í fyrra. Verðlækkun hlutabréfa er enn meiri í hugbúnaðarfyrirtækjunum Tölvusamskiptum og Softis, sem miklar vonir voru bundnar við í fyrra. Af 25 hlutafélögum sem skoðuð eru í töflunni á blaðsíðu 2 var afkoma/3 betri 1993 en 1992, en afkoma 10 fyrirtækja versnaði. Hagur fjögurra útgerðar- fyrirtækja vænkaðist, þrátt fyrir skertan þorskkvóta, en tvö gengu verr en áður. Undanfarin misseri helur ýmislegt orðið til þess að bæta hag fyrirtækja: ;; Fjármagnskostnaður minnkaðiþegar vexlir lækkuðu í vetur. Gengisfelling krónunnar 1992 og 1993 hafði í för með sér fjármagns- kostnað í bókhaldi fyrirtækja, en þegar til langs tímaer litið hagnast þau á bættri samkeppnisstöðu. :;: Aðstöðugjald. sem var veltuskattur, var lagt af í fyrra, en auk þess hefur skattprósenta af hagnaði fyrirtækja lækkað. Tveirfyrrtöldu liðirnirstuðlaaðbættri al'komu á þessu ári frá því sem var 1993. Þá má búast við að aukin hagræðing haldi áfram að hafa góð áhrif á afkomuna. En eins og eðlilegt cr, eru fyrirtækin varkár í áætlunum sfnum um hagnað ársins 1994 (sjá töflu bls. 2). • Hlutabréfamarkaður • Sölugjald cí gjaldeyri • Vextir bctnka og sparisjóða

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.