Vísbending


Vísbending - 06.10.1994, Blaðsíða 1

Vísbending - 06.10.1994, Blaðsíða 1
V Viku ISBENDING rit um viðskipti o g efnahagsmál 6. október 1994 39. tbl. 12. árg. Þjóðhagsáætlun fyrir árið 1995: Aukin þjóðar- útgjöld bera uppi efna- hagsbatann Þjóðhagsstofnun gerir ráð fyrir að landsframleiðsla muni aukast um 1,9% á þessu ári og 1,4% á árinu 1995 í þjóðhagsáætlun sem lögð var fram með frumvarpi til fjárlaga á Alþingi um síðastliðna helgi. Til samanburðar varð um 0,9% hagvöxtur á árinu 1993 sam- kvæmtbráðabirgðatölum. Efnahagslífhér á landi virðist því vera að rétta úr kútnum á ný eftir sex ára tímabil stöðnunar. Þótt hylli undir efnahagsbata eru þó engar stökkbreytingarí sjónmáli og eráætlaður hagvöxtur hérnokkru minni en í iðnríkj- unum þar sem gert er ráð fyrir 2,7% hag- vexti að meðaltalií árog á næsla ári sam- kvæmt spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Óvæntur vöxtur út- flutningsframleiðslu Aðbaki bjartari efnahagshorf- um á þessu ári liggur áætlun, bæði um aukningu þjóðarúl- gjalda, eða innlendrar eftirspurn- ar, og ekki síst útflutningstekna. Þjóðarútgjöld eru talin munu aukast um 1,2% á árinu sem má einkunr rekja til nreiri neyslu og fjárfestingar heimila ásamt auk- inni bjartsýni hjá fyrirtækjum. Einkaneysla dróst nokkuð sam- an bæði árin 1992 og 1993 en í ár er áætlað að sú þróun snúist við og hún aukist um 2%. Að baki þessu Iiggur spá um lítils háttar kaupmáttaraukningu, lægri vexti og meiri tiltrú fólks á efnahagslífið. Fjárfestinghefur eins og einkaneyslan dregist saman síðastliðin tvö ár en þó mun meira, eða um 10-11% á ári. Samdráttur hennar skýrist aðallega af minni íbúðarbygg- ingum og fjárfestingu atvinnu- veganna. Hið opinbera hefur hins vegar aukið sinn hlut í fjár- munamynduninni. Fjárfesting er talin rnunu hætta að minnka á þessu ári en eftir það verði leiðin upp á við. Um 2% aukning verður í íbúðarbyggingum og í fjárfestingu atvinnuveganna en á móti vegur að hið opinbera dregur saman seglin. Hér hefur vaxtalækkunin síðastliðið haust, lægri skattar á fyrirtæki og verðstöðugleiki líklega mest áhrif. Útflutningur vöru og þjónustu mun samkvæmt spánni vaxa urn 4,9% í ár sem er miklum mun meiri aukning en búist var við í upphafi ársins. Innflutningur eykst hinsvegarum3,l%. Gerterráðfyrir2% aukningu í útflutningi sjávarafurðaeninni í því eru 30-40.000 tonn af þorski og unr 1.500 tonn af rækju frá svæðum utan fiskveiðilögsögunnar. Afli mun að vísu dragast saman um 1,2% á föstu verði en kaup og vinnsla á þorski úr erlendum fiski- skipum og áætlanir um frystingu Ioðnu og loðnuhrogna mun vega upp samdráttinn og rúmlega það. Verðþróun á áli og kísil- járni hefur verið hagstæð að undanförnu vegna bætts efnahagsástands í iðnríkj- ununr. Útflutningsverðmæti áls mun að líkindum aukast unr 3,6% á árinu en fram- leiðsla kísiljáms nrun hins vegar dragast sanran, þrátt fyrir hagstæða verðþróun, vegna óhapps í járnblendiverksnriðjunni á Grundartanga. Aætlað er að þjónustu- tekjur vaxi um tæp 5% í ár sem fyrst og frenrst nrá rekja til aukinna tekna af ferðamönnum. Aukin þjóðarútgjöld bera uppi hagvöxt á næsta ári Á næsta ári verða það einkunr aukin þjóðarútgjöld sem munu bera uppi 1,4% vöxt landsframleiðslunnar eins og Þjóð- hagsstofnun áætlar að hann verði. Vöxtur einkaneyslu verður unr 2% eins og í ár og samneysla lítið eitt meiri en nú eða 1,6%. Fjárfesting mun hins vegar taka nokkum kipp og er gert ráð fyrir 2% aukningu hennar vegna meiri íbúðarbygginga og fjárfestingarhjáatvinnuvegunum,einkum í samgöngum og iðnaði. Að öllu saman- lögðu er gert ráð fyrir að þjóðarútgjöld á næsta ári aukist um 2% eða nokkra meira en á þessu ári. Útflutningur vöru og þjónustu vex einungis unr 1,1 % áárinu 1995 samkvæmt spá Þjóðhagsstofnunar en innflutningur hins vegar um tæp 3%. Sjávarafurða- framleiðsla dregst saman um 1 % og hefur þar skerðing aflaheimilda í þorski mest áhrif. Samdrátturíheildarþorskaílaverður um 20% og er þá ekki gert ráð fyrir að afli utan fiskveiðilögsögunnar aukist frá því semnúer. Hinsvegarergertráðfyrir 15% aukningu í loðnuveiði og nokkurri al- mennri verðhækkun á sjávarafurðum á erlendum mörkuðum sem búist er við að muni vega áhrif þorskskerðingarinnar að einhverju leyti upp. Álframleiðslaertalin aukast um 1,5% vegna lítils háttar fram- leiðsluaukningarog áframhaldandi hækk- unar álverðs og áformað er að auka kísil- járnsframleiðslu um 10% á næsta ári. Auknar gjaldeyristekjur af erlendum ferðamönnunr munu valda ámóta vexti þjónustutekna á næsta ári og í ár eða um 5%. Viðskiptajöfnuður verður hagstæður um tvo milljarða króna á næsta ári sem er um einum milljarði króna lakari jöfnuður en í ár. Skýrist það af aukinni eftirspurn og meiri vaxtaútgjöldum. Sökumjákvæðs viðskiptajafnaðar bæði á þessu ári og því næsta rnunu hreinar erlendar skuldir fara lækkandi. Atvinnuleysi eykst þrátt fyrir efnahagsbata S amkvæmt spá Þj óðhagsstofnunar mun • Þjóðhagsspá • Fjárlagafrumvarp 1995 • Raungengi og kostnaðarþol Helstu niðurstöður þjóðhagsáætlunar Framleiðsla:' 1993 1994 1995 Einkaneysla -4,5 2,0 2,0 Samneysla 2,0 1,1 1,6 Fjárfesting -10,4 0,0 2,2 Þjóðarútgjöld -4,0 1,2 2,0 Útflutn. vöru og þjónustu 6,4 4,9 1,1 Innflutn. vöru og þjónustu -8,5 3,1 2,9 Verg landsframleiðsla 0,9 1,9 1,4 Viðskiptajöfnuður(m.kr.) 153 3.059 2.024 Útflutningur:1 Sjávarafurðir 6,0 2,0 -1,0 A1 1,5 3,6 1,5 Kísiljám 27,5 -4,4 10,0 Annað -1,4 9,5 9,6 Verðlag, gengi og kaupmáttur: Ráðstöfunartekjur á mann -0,3 1,7 2,5 Kaupmátturráðstöfunartekna -4,2 0,2 0,5 Verðbólga(framf.vísitala) 4,1 1,5 2,0 Meðalgengi 8,3 5,0 0,0 Raungengi (verð) -6,2 -5,4 -0,3 Raungengi (laun) -9,5 -6,5 -0,1 Atvinna: Atvinnuleysi 4,3 4,8 4,8 1 Magnbreytingaráföstu verðlagi ársins 1990.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.