Vísbending


Vísbending - 27.10.1994, Blaðsíða 2

Vísbending - 27.10.1994, Blaðsíða 2
Breyttar leikreglur á fjár- magnsmarkaði vegnaEES: Gjaldeyris- reglur og fjárfesting erlendra aðila Finnur Sveinbjörnsson Með aðildinni að Evrópska efna- hagssvæðinu (EES) skuldbundu íslendingar og aðrar EFTA-þjóðir sig til að Iaga reglur á gjaldeyris- og fjármagns- markaði að því sem gildir innan Evrópu- sambandsins (ESB). I sumum tilvikum var þó samið um varanlegar undanþágur eðaaðlögunarfrest. Jafnframtvarákveð- ið að þeirri meginreglu skyldi fylgt að breytingar á regl um um ofangreind atriði innan ESB skyldunátil allraaðildarríkja Evrópska efnahagssvæðisins. Aðild íslands að EES hefurþegar haft margvísleg áhrif á gjaldeyrisreglur hér á landi, lög og reglur um starfsemi banka, sparisjóða og annarra lánastofnana og lög og reglur um verðbréfaviðskipli, verðbréfasjóði og Verðbréfaþing Islands. Þeim breytingum öllum verða ekki gerð skil hér. Þess í stað verður fjallað um þær sem þegar hefur verið ákveðið að taki gildi hér á landi og kynntar nýjar EES- reglur sem hrinda verður í framkvæmd á næstu misserum. I þessari grein verður fjallað um gjald- eyrisreglur og reglur um fjárfestingu er- lendra aðila hér á landi. I tveimur öðrum greinum verður svo fjallað um nýjar reglur um bankamál og verðbréfa- markað. Gjaldeyrisreglur í samræmi við ákvæði EES-samn ings- ins voru síðustu takmarkanir á langtíma- hreyfingum fjármagns felldar úi gildi í árslok 1993. Samkvæmt samningnum hefur ísland frest til I. janúar 1995 til að létta síðustu hömlum af gjaldeyrisvið- skiptum. Þarer um að ræða takmarkanir á skammtímahreyfingum fjármagns og skilaskyldu gjaldeyris (sjá töflu 1). Þótt áfangaskipt afnám gjaldeyrishafta hér á landi hafi hafist áður en EES-samning- ISBENDING Tafla 1: Breytingar á gjaldeyrisreglum l.janúarl99S Síðustu gjaldeyrishöftin afnumin (t.d. skammtímalán án tilefnis, notkunbankareikninga erlendis, viðskipti með skammtímaverðbréf, framvirkviðskipd með krónur, valkvæð viðskipti með krónur og yfirfærslur án tilefnis). Afram gildir... Þótt gjaldeyrisviðskipd verði frjáls gildir áfram upplýsingaskylda vegnahagskýrslugerðar. Kaup erlendra aðila á hlutabréfum í fslenskum fyrirtækjum verða áframháð þeim takmörkunum sem fram koma í lögum um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri. urinn var gerður, bindurhann hendur stjórnvalda þannig að ekki er unnt að hverfa frá markaðri braut og fresta af- námihafta. Þáverð- ur stjórnvöldum ekki heldur heimilt að grípa að nýju til gjaldeyristakmark- ana nema um sé að ræða tímabundna neyðarráðstöfun á tímum mikils óró- leika á gjaldeyris- og fjármagnsmark- aði. Breytingamar á gjaldeyrisreglunum eru flestum lesendum Vísbendingar vel kunnar og verður því ekki fjallað frekar um þær hér. Fjárfesting erlendra aðila Reglum um fjárfestingu erlendra aðila f atvinnurekstri hér á landi var breytt verulegaárið 1991 þegarfyrstu almennu lögin á þessu sviði tóku gildi. I lögunum eru ýmsar takmarkanir á fjárfestingu erlendra aðila eins og fram kemur í töflu 2. Vegnagildistöku EES-samningsins í ársbyrjun 1994 var lögunum breytt lítillega í desember 1993. Jafnframt var fellt niður ákvæði laganna sem kvað á um að heimild erlends aðila til fjárfest- ingar í atvinnurekstri hér á landi væri almennt háð því skilyrði að Islendingar nytu sama réttar í heimaríki hans (gagn- kvæmnisskilyrði). Það er alkunna að eitt af mestu ágrein- ingsefnunum í EES-viðræðunum var skilyrðislaus krafa íslenskra stjórnvalda um að ekki yrði hvikað frá algeru banni við fjárfestingu erlendra aðila í fisk- veiðum og frumvinnslu sjávarafurða. A þessa kröfu var fallist. Jafnframt var Islandi veittur frestur til l.janúar 1996 til að afnemahömlur áfjárfestingum aðila innan EES-svæðisins í öðrum atvinnu- greinum en fiskveiðum og frumvinnslu sjávarafurða. Eins og fram kemur í töflu 2 verða fiskveiðar og frumvinnsla sjávarafurða einu greinar íslensks at- vinnulífs sem verða lokaðar fjárfestum innanEES-svæðisins eftir 1. janúar 1996. í öllum öðrum atvinnugreinum verða þessir aðilar að hafa sama rétt til fjárfestinga og Islendingar sjálfir. Það er þó rétt að benda á að ákvæði af þessu tagi kemur ekki í veg fyrir að ákveðnar atvinnu- greinar, t.d. orkuvinnsla, verði lokaðar almennum fjárfestum, svo framarlega sem slíkt bann nái með sama hætti til fjárfesta hér á landi. Islensk stjórnvöld eru í raun ekki skuldbundin til að létta gildandi takmörk- unum af fjárfestingu í atvinnurekstri gagnvart aðilum utan EES-svæðisins. Ýmis dæmi eru um það innan ESB að rýmri reglur um fjárfestingu í atvinnu- rekstri hafi gilt gagnvart aðilum innan ESB en utan. Við afnám gjaldeyrishafta hér á landi hefur hins vegar í langflestum tilfellum verið fylgt þeirri reglu að láta breytingar gilda jafnt gagnvart öllum erlendum aðilum. Það er vandséð að það þjóni hagsmunum íslensks atvinnulífs að viðhalda takmörkunum á fjárfestingu aðila utan EES-svæðisins. I frumvarpi til laga um breytingu á lögunum um fjárfestinguerlendraaðilaíatvinnurekstri sem viðskiptaráðherra lagði fram á Al- þingi í fyrra var gert ráð fyrir að fjár- festingarhömlumar á öðrum sviðum en orkusviðinu yrðu afnumdar með sama hætti gagnvart öllum erlendum aðilum. Höfundur er hagfrœðingur og skrif- stofustjóri í viðskiptaráðuneytinu C N Tafla 2: Breytingar á reglum um fjárfestingu erlendra aðila Hámark á Breytingar gagnvart: Hömlur: erl. hlut Aðilum innan EES Aðilum utan EES 1. Gagnkvæmnisskilyrði Fellt brott des. 1993 Fellt brottdes. 1993 2. Fiskveiðar 0% Má haldast Máhaldast 3. Frumvinnslasjávarafurða 0% Máhaldast Má haldast 4. Orkuvinnslaog-dreifing 0% Falli brott jan. 1996 Máhaldast 5. Bankastarfsemi 25% Falli brott jan. 1996 Má haldast 6. Flugrekstur 49% Falli brott jan. 1996 Má haldast Leyfi viðskiptaráðherra þarf: 1. Effjárfestingerlendsaðila fer yfir 250 m.kr. á ári Falli brott jan. 1996 Má haldast 2. Eferlendfjárfestingferyfir25% af heildarfjárfestingu í tilteknum greinum Falli brott jan. 1996 Má haldast y 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.