Vísbending


Vísbending - 04.11.1994, Blaðsíða 3

Vísbending - 04.11.1994, Blaðsíða 3
ásíðastliðnum lOárum. Engineinskýring er á þessu, en nefna má þó að sífellt meira tillit er tekið til félagslegra þátta eða svo- kallaðrarfélagslegrarörorku. Þáereinnig líklegt að slæmt atvinnuástand hafi ýtt undir þessaþróun en víða um heim þekkist fyrirbæri sem nefnt hefur verið „equity drift“ á enskri tungu. I því felst að sökum þess hvað reglur um örorkumat eru oft óljósar hafa jaðartilfellin verið tekin með, þ.e. þau einstaklingsbundnu tilvik sem reglurnar tóku ekki afdráttarlausa afstöðu til. Túlkun á fyrirliggjandi reglum hefur m.ö.o. orðið æ rýmri þannig að nýir hópar hafa getað rúmast innan bótakerfisins. Til þess að treysta félagslega kerfið og vinna á móti útþenslu þess er ljóst að skoða þarf möguleika til að snúa þessari þróun við. I stóru og miðstýrðu kerfi eins og hér ríkir, og reyndar víða annars staðar, gerist það því miðuroft aðeinstaklingar flengjast í kerfinu og fá enga hvatningu til að leita sér þekkingar eða þjáll'unar til að takast á við atvinnu. Hugsanlegt er að ef sveitar- félög tækju örorkukerfið yfir myndu líkurnar á því að reynt yrði að hjálpa einstaklingum til sjálfshjálpar aukast vegna meiri nálægðar. Þess má geta að á milli áranna 1982 og 1993 fjölgaði örorkulífeyrisþegum hjá aðildarsjóðum SAL um 2.100 manns en þeir voru um 2.700 á síðasta ári. Án efa má rekj a þessa fjölgun bótaþega til versn- andi atvinnuástands sem lendir ofl harðast á fólki með skerta starfsorku. Að taka á vandamálinu Eins og áður sagði erum við Islendingar enn sem komið er betur settir en nágranna- þjóðir okkar hvað varðar ofangreindar tölur. Meginniðurstaðan er þó sú að við stefnum hraðbyri í sömu átt. Við eigum nú einungis um tvo kosti að velja, þ.e. að taka með róttækum hætti á vandamálinu núna áður en það verður okkur ofviða eða að fresta því og eiga á hættu að þurfa að grípa til neyðarúrræða á næstu árum sem gætu komið illa niður á þeim sem síst skyldi. Það erþví augljóslega til nokkurs að vinna að bregðast skjótt við. Tvennt þarf að gera, annars vegar að hjálpa því fólki sem er í félagslega kerfinu til sjálfs- hjálpar eins og áður var minnst á og hins vegar að draga úr ríkisumsvifum. Alls staðar á Norðurlöndunum hafa stjórnmálamenn, bæði á hægri og vinstri væng stjórnmálanna, settfram tillögurum þaðhvernig dragamegi úrrfldsútgjöldum og minnka velferðarkerfið þannig að það séfyrstogfremstsniðiðfyrirþásemminnst mega sín. Ríkissjóður er ekki óþrjótandi uppspretlafjármagnsogþvíþurfaíslenskir stjórnmálamenn að skoða þessi mál og hugmyndir til úrbóta yfirvegað og for- dómalaust með sama hætti og frændur þeirra á Norðurlöndum. Höfundur er hagfræðingur Að tala fjár- magnsmark- aði upp eða niður Sverrir Sverrisson Þeir sem fylgjast grannt með um- fjöllun fjölmiðla um fjármála- og gjaldeyrismarkaði hafa án efa tekið eftir því hversu iðnir menn hafa verið undan- farið við að tala fjármagnsmarkaði upp og niður. Sigurður B. Stefánsson og fleiri góðir menn töluðu t.a.m. vexti upp hér- lendis á sama tíma og Bentsen fjármála- ráðherra Bandaríkjanna og Tietmeyer bankastjóri þýska Seðlabankanshjálpuð- ust við að tala dollarann niður. Á umræð- unni hefur mátl ráða að fáum útvöldum sé gefið það vald að geta ráðið þróuninni á peninga- og gjaldeyrisntörkuðum, ein- göngu með því að tjá sig í fjölmiðlum. Því er ekki að neita að ákveðið sann- leikskorn felst í slíkri staðhæfingu og hægt er að nefna mörg dæmi þessu til sönnunar, t.d. áhrif manna á borð við George Soros og Fred Bergstens undan- farið. Hér er þó um að ræða verulega einföldun á flóknu samspili margra þátta sem getur gefið lesendum ranga mynd af hinum eiginlegu orsökum fyrir vaxta- breytingum á fjármagnsmarkaði og verð- sveiflum á gjaldeyrismarkaði. Væntingarráðaferðinni Verðmyndun á peninga- og gjald- eyrismörkuðum ræðst af væntingum urn þróun í framtíðinni. Ef væntingar myndast t.d. um veikingu bandaríkja- dollars þá leiðir það af sér aukið framboð af dollurum og minnkandi eftirspurn eftir þeim og þar með lækkandi gengi. Sama má segja um vexti. Auknar væntingar um vaxtahækkanir í náinni framtíð leiða af sér aukið framboð af skuldabréfum og þar með lækkandi verð á þeim. Það eru því einkum væntingar sem valda verð- breytingum. Fyrir aðila á fjármagns- markaðinum erkjarni málsins sá að gera sér grein fyrir h vaða þættir ráða myndun væntinga á markaðinum. Á gjaldeyrismarkaði má segja að vænt- ingar byggi á þremur meginþáttum, þ.e. hagfræðigreiningu, tæknigreiningu og sálfræði. Fyrstu tveirþættirnireru nokk- uð kerfisbundnir og auðskiljanlegir. Erfilt er hins vegar oft á tíðum að henda reiður á „sálfræði markaðarins“ sem oft ÍSBENDING getur verið mjög órökrétt eins og dæmin sanna. Hagfræðigreining Hagfræðigreining (e. fundamental analysis) miðar að því að skýra gengis- sveifiur út frá efnahagsþróun. Slfk grein- ing hentar illa til að skýra skammtíma- sveiflur en tekst betur með langtíma- sveiflur. Helstu hagstærðirsem áhrif hal'a á gengisþróun eru framleiðsla, verðbólga, vextir, viðskiptajöfnuður og erlendar skuldir. Samkvæmt hagfræðigreiningu ælti dollarinn að hafa styrkst gagnvart flestum gjaldmiðlum á yfirstandandi ári, þvert á hina raunverulegu þróun. Tæknigreining Tæknigreining felst í kerfisbundinni greiningu á reglubundnum verðsveiflum og er mjög mikið notuð af gjaldeyris- kaupmönnum til að spá fyrir um þróun gengis og ákvarða hentugar tímasetn- ingar til að kaupa eða selj a ákveðna gj ald- miðla. Við tæknigreiningu errýntí línurit yfir krossgengi tveggja gjaldmiðla. Reiknuð eru vegin meðaltöl, teiknaðar línur sem sýna viðnám og stuðning, staðalfrávik eru mæld og ýmsar aðrar athuganir af svipuðu tagi l'ramkvæmdar. Hagfræðingum þykir flestum lítið til tæknigreiningar koma en viðhorfin hafa þó verið að breytast. Aðferðin er almennt notuð af þeim sem stunda dagleg viðskipti á gjaldeyrismarkaði en einnig á verðbréfa- og hrávörumarkaði. Aðferðin hefur því tvímælalaust áhrif á gengis- myndun. Þegar lítið er um breytingar á efnahagslegum eða pólitískum forsend- um getur gengisþróunin orðið mjög „tæknileg" vegna þess að meirihluti við- skipta grundvallast á niðurstöðum undan- genginnar tæknigreiningar. Hörðustu aðdáendur aðferðarinnar nota hana ein- göngu við ákvarðanatöku og taka lítið markáfréttum úrefnahagslífinu. Flestir byggja þó bæði á hagfræðigreiningu og tæknigreiningu við ákvarðanatökur í viðskiptum. Á myndinni á næstu síðu, sem sýnir þróun dollars gagnvart marki árin 1987- 1994, eru teiknaðar einfaldar línur út frá aðferðum tæknigreiningar. Línan sem hallar niður á við er teiknuð út frá „toppa- myndurí1 og myndar því viðnám. Þetta viðnámrofnaðiámiðjuári 1993og hefur þróunin breyst úr fallandi leitni yfir í vaxandi leitni sem markast af tveimur samfallandi línum. Efri línan myndar viðnám viðfrekari hækkun en neðri línan myndar stuðning við frekari lækkun. Þessi stuðningur brast á miðju þessu ári og nú reynir á stuðning við niðurhallandi línuna sem áður myndaði viðnám við hækkundollars. Samkvæmttæknigrein- ingu má álykta sem svo að rjúfi dollarinn 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.