Vísbending


Vísbending - 17.11.1994, Blaðsíða 1

Vísbending - 17.11.1994, Blaðsíða 1
V Viku ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 17. nóvember 1994 45. tbl. 12. árg. Breytingar iðnframleiðslu, verðbólga og vaxtaviðmið seðlabanka í Bandaríkjunum, okt. '93 - nóv. '94 (%)' 1 Vaxtaviðmið eða „target rate“ á millibankavöxtum (federal funds rate). Heimild: Datastream / Ráðgjöf og efnahagsspár hf. Bandaríski seðlabankinn hækkar vexti í sjötta sinn á árinu Bandaríski seðlabankinn hækkaði lykilstj órnvexti sína á skammtíma- markaði um 75 punkta seinnipartinn á þriðjudaginnsl. (15.nóvember). Ákvörð- unin var tekin eftir fund bankaráðsins þar sem nýlegar tölur um þróun ýmissa hagstærða þar í landi hafa líklega verið efst á baugi . Bankinn hefur þar með hækkað skammtímavexti sex sinnum á þessu ári. Dollarinn tók strax kipp upp á við gagnvart helstu gjaldmiðlum. Gengi hans gagnvart marki fór t.a.m. úr 1,5430 í 1,5580 örskömmu eftir að ljóst varð að vextirnir yrðu hækkaðir og gagnvart jeni úr 98,25 í 98,75. Afkastanýting í hámarki Talið er að það sem hafi m.a. ráðið ákvörðun bankans um vaxtahækkun nú séu tölur um afkastagetu í iðnaði, sem sýna að bandarískt efnahagslíf er enn í mikilli uppsveiflu. Afkastanýliug reyndist 84,6% í septembermánuði og 84,9% í október, en það er hæsta hlutfall sem mælst hefur. Enn fremur varð ljóst á þriðjudaginn að smásöluvelta hafði vaxið um 1,1% í október, eða 0,4 prósentustigum meira en búist hafði verið við, og iðnframleiðsla um 0,7% samanborið við lítilsháttar samdrátt hennar í september. Mesta vaxtahækkun í 13 ár Bandaríski seðlabankinn hóf að hækka skammtímavexti í febrúarmánuði á þessu ári eftiraðtölurhöfðu birstum ríflega7% vöxt landsframleiðslunnar þar í landi á fjórða ársfjórðungi, umreiknað til árs. Megintilgangurinn var að koma í veg fyrir aukna verðbólgu og að slá á verðbólgu- væntingarámarkaðinum. Bankinnhækk- aði millibankavexti á skammtímamarkaði (federal funds rate) um 25 punkta, úr 3% í 3,25%, þann 4. febrúar, en síðan fýlgdu frekari hækk- anir í mars, apríl, maí, ágúst og nú síðast í nóvember. Vaxtaviðmið seðla- bankans eða „target rate“ á millibanka- vöxtunum er nú 5,5% en var 3% í byrjun ársins og hefur það því hækk- að um 250 punkta það sem af er ári. A þessu tímabili hefur bankinn einnig hækkað forvexti sína á skammtímalánum til banka (discount rate) þrisvar. Fyrsta hækkunin á þeim var framkvæmd í maí, síðan kom hækkun í ágúst og nú síðast á þriðjudaginn sl. Forvextirnirhafa farið úr 3% í 4,75%, eða upp um 175 punkta. V axtabrey tingamar á þriðj udaginn em þær mestu sem bandaríski seðlabankinn hefur framkvæmt frá því á árinu 1981. Reynt að slá á vöxt peninga Eins og áður sagði er megintilgangur seðlabankans með aðgerðum sínum að draga úr verðbólgu og verðbólgu- væntingum. Með vaxtahækkunum er bankinn að slá á vöxt peningamagns, eða m.ö.o. að þrengja peningamálastefnuna. Bankar uppfylla kröfur um laust fé að miklu leyti með skammtímalánum í seðla- banka eða á millibankamarkaði og með því að hækka vexlina á þeint stuðlar bankinn að minni útlánum bankanna og hærri útlánsvöxtum. Það leiðir svo aftur til minni eftirspurnar fyrirtækja og einstaklinga eftír lánsfé. Það sem af er þessu ári hefur peninga- rnagn í víðum skilningi ekki aukist í Bandaríkjunum. ReyndarhefurM2 farið lítillega lækkandi síðastliðnar vikur. Af þessum sökum hafa margir talið litla ástæðu fyrir seðlabankann að hækka skammtímavextina nú. Bankinn er hins vegar framsýnn og horfir á þá staðreynd að almenn útlán bandaríska bankakerfis- ins jukust um 14% í septembermánuði. Hann lítur því þannig á að þróunin í peningamagnsstærðunum sé að snúast við. Bæði neyslulán og lán til fram- kvæmda eru íörum vexti og hafa bankamir m.a.byrjað að seljahl uta af verðbréfaeign sinni á fjármagnsmarkaðinum til að afla aukins lausafjár. Meðal annars vegna þessa er erfitt að slá því föstu að seðla- bankinn grípi ekki til frekari vaxtahækk- ana á þessu ári. Markmið um 2,5% hagvöxt Bandaríski seðlabankinn hefur sett það sem markmið að hagvöxtur fari ekki yfir 2,5-2,8% á ársgrundvelli. Ef vöxtur landsframleiðslunnar verður meiri telur bankinn að skortur á þjálfuðu vinnuafli fari að segja til sín og að alkastageta fyrirtækja til skamms tíma þverri. Um- frameftirspurn eftir þjálfuðu vinnuafli leiðir lil launaþenslu og minnkandi afkastageta til vöruskorts og þess að fyrirtækin þurfa að leggja í mikinn aukakostnað til að auka við afkastagetuna. I kjölfarið fari verðlag úrböndunum. Það er einkurn vegnaþessa sem seðlabankinn hefur lagt mikla áherslu á tölur um atvinnu og nýtingu afkastagelu í iðnaði þegar teknar hafa verið ákvarðanir um vaxta- hækkanir. Reyndar er talið að seðla- bankinn beiti einfaldri aðferð til að ákvarða áðurnefnd viðmiðunannörk á vexti landsframleiðslunnar skv. dagblaðinu The Wall Street Joumal. Hún felst í því að leggja áætlaðan ársvöxt vinnuaflsins, eða um 1,5% á þessu ári, við framleiðni- aukningu þess sem er áætluð um 1%. Þess má að lokum til gamans geta að miðað við aðferðafræði bandaríska seðlabankans mætti vöxtur landsfram- leiðslunnar hér á landi verða s vipaður og í Bandai íkjunum, eða um 2,5%, án þess að umtalsverð verðbólguhætta skapaðist. • Vaxtamál • Lagabreytingar vegna EES • Framvirkir samningar

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.