Vísbending


Vísbending - 26.01.1995, Blaðsíða 1

Vísbending - 26.01.1995, Blaðsíða 1
ISBENDING 26. janúar 1995 4. tbl. 13. árg. Viku rit um viðskipti og efnahagsmál Þróun vinnuaflsframleiðni á íslandi og í Evrópu- löndum OECD 1986-1996' 1 Vísitala sett á 1986=100. Spá fyrir árin 1995-96. Framleiðni er hér skilgreind sem brey ting vergrar landsframleiðslu á hvern vinnandi mann. Heimild: OECD Economic Outlook, des. 1994 og Þjóðhagsstofnun. Framleiðni og svig- rúmið til kjarabóta Sem eðlilegt er í aðdraganda kjara- samninga hefur nokkuð verið rætt og ritað að undanförnu um það hversu mikið laun mega hækka hér á landi án þess að markmiðum um slöðugleika í þjóðarbúskapnum verði ógnað. Öllum er ljóst að kjarabætur umfram það sem atvinnulífið getur borið munu kalla á aukna verðbólgu og skerta samkeppnis- stöðu fyrirtækja, og þar með versnandi hag, bæði fyrir atvinnurekendur og launþega á komandi árum. Af þeim kröfugerðum sem launþegasamtökhafa kynnt að undanförnu virðist ljóst að forystumenn þeirra telja svigrúmið til kauphækkana allmikið, eða allt að tugum prósenta. Aðrir eru varkárari og hafa talið að launabreytingar í iðnríkj- unum, þar sem gert er ráð fyrir 3'/2-4% kauphækkunum að meðallali á ári bæði árin 1995 og 1996, eins og fram hefur komið að undanförnu, eigi að ákvarða mörkin í þessum efnum. En er það endilega gefið að kjarabætur geti orðið hér jafn miklar og í helstu viðskipta- löndunum, þótt efnahagslífið hafi um margt þróast svipað og þar að undan- förnu? Framleiðnin ákvarðar svig- rúmið í þessu sambandi ber að hafa í huga að verulegu máli skiptir hvers vegna framleiðsla er að aukast í hagkerfinu. Ef ástæðan er sú að það vinnuafl sem er til staðar er að skila auknurn afköstum hefur augljóslega skapast svigrúm fyrir atvinnulífið til að veita launþegum kjarabætur vegna þeirrar hagræðingar sem átt hefur sér stað. Við slíkar aðstæð- ur geta laun hækkað án þess að fyrirtækj- um reynist nauðsynlegt að mæta auknum tilkostnaði með hækkandi afurðaverði. Ef ástæðan er hins vegar sú aðfólki viðframleiðslunaséaðfjölga er svigrúmið til kauphækkana fyrir hvem og einn starfsmann eðli- legaminnaenella ogísumumtilfell- um kann að reyn- ast nauðsynlegl að lækka laun eða segja upp starfs- fólki þegar svo háttar til. Það skiptir því m.ö.o. höfuðmáli hvern- igframleiðni erað þróast þegar rætt er um möguleik- ana til bættra kj ara. í þessu felst m.a. að atvinnurekstur í ríkjum sem búa við svipaðan hagvöxt getur verið ntjög misjafnlega undir það búinn að taka á sig kauphækkanir án þess að velta þeim út í verðlagið. Mun óhagstæðari fram- leiðniþróun en í OECD I ljósi þessa er fróðlegt að bera saman vöxt vinnuaflsframleiðni hér á landi og í öðrum Evrópulöndum innan OECD þar sem hagvöxtur hefur víðast hvar verið svipaður og hér að undanförnu. Eins og sést á meðfylgjandi mynd hefur talsvert ólík þróun átt sér stað. Innan OECD-Evrópu hefur vinnuaflsfram- leiðni farið stöðugt vaxandi á undan- förnum árurn og miðað við áætlanir urn hagvöxt og vinnuaflsnotkun á árunum 1995 og 1996 má gera ráð fyrir áfram- haldandi þróun í þessa átt. A tíu ára tímabili jókst vinnuaflsframleiðni í þessum ríkjum um tæp 23% að meðal- tali, eða um 2,2% að jafnaði á ári. Hér á landi varð framleiðniþróunin nokkuð hagstæðari en í hinum Evrópuríkjunum fram til ársins 1991, en eftir það hefur dæmið snúist við eins og sjá má. Ef áætlanir ganga eftir um árin 1995 og 1996 hefur vinnuaflsframleiðnin hér á landi aukist um tæp 15% á tíu árum, eða um 1,3% að jafnaði á ári. Sé eingöngu miðað við þróunina síðustu þrjú ár er árlegur vöxtur framleiðninnar um 2,5% í Evrópulöndum OECD, en á hinn bóginn einungis um 1% hér á landi. Svigrúmið til kjarabóta Út frá framleiðnisjónarmiði er því ljóst að íslenskt atvinnulíf er talsvert verr undir það búið en atvinnulíf í helstu samkeppnislöndunum að veita launþeg- um kjarabætur. Óhagstæðari fram- leiðniþróun hér á landi en annars staðar gæti falið í sér þá staðreynd að hér hefur stefnan í atvinnumálum einkum miðast við það að halda uppi fullri atvinnu án tillits lilefnahagsaðstæðnahverjusinni, en atvinnuleysi hér á landi hefur verið miklu minna en að meðaltali í nágranna- löndunum á undanförnum árum. Þessi stefna endurspeglast vel í rekstri hins opinbera, en þar hefur vinnuaflsnotkun aukist gríðarlega. Sökum þeirrar þróunar sem átt hefur sér stað hér á landi er sýnt að svigrúmið til bættra kjara fyrir launafólk er talsvert minna en í löndunum í kringum okkur. Sambærilegar launahækkanir og þar er gert ráð fyrir á næstu misserum geta því raskað þeim stöðugleika sem nú ríkir í þjóðarbúskapnum og er m.a. grundvöll- ur að bættum hag, bæði fyrirtækja og launþega. Enn fremur er ljóst að framleiðni hefur verið að þróast með mjög mismunandi hætti innan einstakra atvinnugreina að undanförnu og er því svigrúm þeirra lil að taka á sig kaup- hækkanir mjög mismunandi. Þannig hefur framleiðnin einkum aukist í út- flutningsgreinum, en í sumum greinum iðnaðar og þjónustu hefur hún jafnvel farið minnkandi. • Laiin og framleiðni § Aðstœður á vinnumarkaði • Vextir banka og sparisjóða # Verðlag landbúnaðarvara

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.