Vísbending


Vísbending - 16.02.1995, Blaðsíða 3

Vísbending - 16.02.1995, Blaðsíða 3
V ISBENDING Verðþróun á verðtryggðum og eku-tengdum spariskírteinum ríkissjóðs frá 25/10*94 - 13/2'95 (kauptilboð SBÍ) stafar það líklega af því að fjárfestar verða bjartsýnni um að verðbólga muni ekki aukast þegar hægir á efnahagslífinu. Horfur á árinu 1995 Fjárfestar munu fylgjast grannt með þróun hagvaxtar, verðbólgu og skamm- tímavaxta í Bandaríkjunum á þessu ári. Ef tölur sem birtar verða á næstu mánuðum benda til þess að hagvöxtur þar í landi verði meiri en 3% að meðaltali yfir árið mun seðlabankinn grípa til frekari hækk- ana á skammtímavöxtum. Ekki er þó talið líklegt að vextir á langtímabréfum muni hækka verulegafrá því sem nú er heldur er búist við að ávöxt- unarkúrfan verði flatari ef skammtíma- vextirnir hækki. Engin teikn hafa verið á lofti að undanförnu um að verðbólga sé að færast í aukana í Bandaríkjunum. Af þessum sökum hafa margir stjórnmálamenn og aðilar í viðskiptalífinu gagnrýnt banda- ríska seðlabankann fyrir að grípa til of harkalegra aðgerða. Ljóst er að meðan bankinn berst við að halda verðbólgu niðri ríkir mikil óvissa á alþjóðlegum fjár- magnsmörkuðum og munu þessir mark- aðir því verða í greipum bandarískra peningamálayfirvaldaenn um sinneðaþar til að óvissunni lýkur. Að mati erlendra sérfræðinga má búast við að hægja fari á vexti bandarísks efnahagslífs á seinni hluta þessa árs vegna áhrifa af vaxtahækkunum seðlabankans. Það mun væntanlega draga úr þeirri spennu sem fylgt hefur hækkun skamm- tímavaxtanna að undanförnu. I kjölfar þessa má búast við að fjárfestar fari aftur að beina sjónum sínum að þeim jákvæðu fréttum sem felast í góðri arðsemi fyrir- tækja almennt um þessar mundir. Höfundur er hagfrœðingur hjá Fjár- festingarfélaginu Skandia hf Verðþróun á hlutabréfum í nokkrum löndum 1994 Breytingí Breyting eiginmynt m.v. $ Svíþjóð 7,9 21,2 Japan 3,7 16,9 Ítalía 8,7 16,9 Frakkland -21,6 11,5 Danmörk -7,0 5,8 Bandaríkin 2,9 2,9 Þýskaland -11,0 2,2 Bretland 13,1 -6,4 Malasía -34,1 30,7 Suður-Kórea 5,8 8,4 Singapúr -20,9 -12,7 Taíland -29,1 -28,0 Hong-Kong -40,9 -41,0 Kína -33,4 -54,1 Mexíkó -19,5 -56,6 Heimild: The Economist. Eku-tengd eða verðtryggð spariskírteini ríkissjóðs? Ottar Guðjónsson Síðastliðið haust setti Ríkissjóður íslands ámarkað spariskírteini sem tengd eru evrópsku mynteiningunni eku. Avöxtunarkrafa þessara skuldabréfa þróast í takt við sambærileg skuldabréf í Evrópu sem tengd eru eku, en einnig í samræmi við verðgildi mynteiningar- innar (gengi). Seðlabanki Islands er viðskiptavaki með þessi bréf og birtir daglega kaup- og sölutilboð í þau á Verðbréfaþingi Islands. Miklu meiri verðsveiflur á eku-bréfum Eku-spariskírteinin hafa svipaðan meðalbinditíma og spariskírteini ríkis- sjóðs í flokki 94/1D5. Ahugavert er að bera saman verðþróun á þessum tveimur flokkum verðbréfa frá því útgáfa eku- spariskírteinanna hófst seinnipartinn í október 1994. Eins og sést á ofangreindri mynd er ljóst að sveiflur í verði eku- bréfanna eru miklu meiri en á verð- tryggðum spariskírteinum. Skýringin á þessu feist í því að verð þeirra er háð tveimur veigamiklum óvissuþáttum, þ.e. gengi eku-mynteiningarinnar og ávöxt- unarkröfu erlendra viðmiðunarflokka. Þessir þættir hafa sveiflast að undan- förnu, einkum ávöxtunarkrafa erlendis. Verðtryggð spariskírteini hafa sveiflast lítið í verði því ávöxtunarkrafa í kaup- tilboðum Seðlabankans hefur haldist óbreytt að undanförnu þar til á föstu- daginn sl. (10. febrúar), en þá hækkaði hún úr 5,05% í 5,30%. Við það lækkaði verðbréfannaumtæplega 1%. Verterþó að hafa í huga að ekki eru allir sammála því að ávöxtunarkrafa Seðlabankans hafi verið í fullu samræmi við aðstæður á verðbréfamarkaðinum. Líta verður til þróunar raungengis Ef aðeins er litið til verðsveiflna ættu fjárfestar, sem sjá fram á að geta þurft að selja spariskírteini sín áður en að innlausn þeirra kemur, að hugsa sig vel um áður en þeir taka skuldabréf með gengis- viðmiðun fram yfir sambærileg, verð- tryggð skuldabréf. Valið er þó ekki eins einfalt og það lítur út fyrir að vera. Grundvallaratriði varðandi verðþróun á eku-tengdum spariskírteinum m.v. verð- tryggðspariskírteinierþróunraungengis ekunnar. Um þessar mundir er vísitala meðalgengis krónunnar um 0,5% frá miðgengi því sem gengisstefnan tekur mið af. Af því gefnu að almennur trúverðugleiki ríki um fastgengisstefnuna segja kenningar að verð erlendra gjald- miðla ætti að lækka um 0,5% einhvern tíma á næstunni. Ef slík lækkun gengur eftirmábúast við samsvarandi verðlækk- un á eku-bréfum. Einstaklingarvelji verð- tryggð spariskírteini Frá sjónarhóli einstaklinga sem eru með skuldir sínar bundnar lánskjara- vísitölu er skynsamlegra að festa fé í skuldabréfum með sömu viðmiðun. Þannig sveiflast eignir og skuldir á samsvarandi hátt. Reyndin virðist hafa verið sú frá því innlausn hófst á stórum flokki spariskírteina föstudaginn 10. febrúar að einstaklingar hafa frekar valið að endurfjáifesta í verðtryggðum spari- skírteinum en eku-tengdum bréfum. Höfundur er hagfrœðingur hjá Landsbréfum hf. 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.