Vísbending


Vísbending - 16.03.1995, Blaðsíða 3

Vísbending - 16.03.1995, Blaðsíða 3
V ISBENDING Hlutdeild Bandaríkjanna í vöruinn- og -útflutningi íslendinga og raungengi bandaríkjadals I % af innflutningi b af útflutningi ' Raungengi 1980 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 1994 Bandaríkjadalur og íslenska þjóðarbúið Már Guðmundsson Bandaríkjadalur hefur fallið um 6,2% gagnvart íslensku krónunni frá áramótum til 9. mars sl. Astæðan er aðallega lækkun dalsins á alþjóðlegum gjaldeyrismörkuðum, þar sem hækkun krónunnar miðað við opinbera gengis- skráningarvog nam aðeins um 0,3% á sama tíma Hér áður þegar Bandankin voru mikilvægasti útflutningsmarkaður landsmannahefði slflct gengishrap dalsins getað haft umtalsverð áhrif á þjóðar- búskapinn. En hver eru áhrifin í dag? I þessari grein er leitað svara við þeirri spurningu. Einnig verður mikilvægi bandaríkjadals sett í sögulegt samhengi, en fyrst verður þó fjallað um gengis- þróunina að undanförnu. Gengisþróunin Þær gengisbreytingar sem orðið hafa frá áramótum mælast nokkuð mismun- andi eftir því við hvaða gengisvísitölu er miðað. Eftirfarandi tafla sýnir breytingar frá áramótum til 9. mars sl. á nokkrum af jreim gengisvísitölum erlendra gjaldmiðla sem Seðlabanki íslands reiknar út reglulega ásamt hlutdeild bandaríkjadals í þeim. Gengisvísitala sú sem byggist á s.k. gengisskráningarvog er samsett af bandaríkjadal með 18% vægi, evrópsku mynteiningunni ECU með 76% vægi og japönskujeni nteð 6% vægi. Þessi gengis- vísilala hefur verið grundvöllur opinberrar gengisskráningar frá ársbyrjun 1992. I vöruskiptavog hljóta gjaldmiðlar vægi í samræmi við hlutdeild viðskiptalanda í vöruúl-og innflutningi á árinu 1993, en einnig er tekið tillit til mikilvægis sam- keppnislanda á útflutningsmörkuðum sjávarafurða. Þannig er t.d. vægi kanada- dals og norsku krónnunar meiraen nemur beinum vöruviðskiptum vegna samkeppni okkar við þessar þjóðir y tra. V iðskiptavog er vöruviðskiptavog að viðbættri áætlaðri hlutdeild landa í þjónustuviðskiptum án vaxta á árinu 1993. Vægi bandaríkjadals er umtalsvert meira í þessari gengis vog en í vöruviðskiptavoginni þar sem hann hefur mikið vægi í þjónustuviðskiptum, eða rúmlega 50% á útilutningshlið og 40% á innflulningshlið. Eins og sést á töflunni hafa allar vísi- tölurnar lækkað frá áramótum, sem þýðir að gengikrónunnarhefurhækkað, þar sem jxer telja veið erlendra gjaldmiðla í krónum. Gengis- hækkun krónunnar mælist þó mismikil eftir því við hvaða vísitölu er miðað. Samkvæmt við- skiptavog mælist gengishækkun krón- unnar 1,2%, þ.e. um 0,9% meiri en miðað við opinbera gengis- skráningarvog sem stafar m.a. af því að vægidals ermismun- andi í þessum tveim vísitölum. Gengishækkunin á útflutnings- hlið er mun meiri en á innflutningshlið, eða fl/2% á móti 1%. Mismunurinn, um ‘/2%, ermælikvarði áviðskiptakjararýmun þjóðarbúsins vegna gengishræringa frá áramótum. Þjóðhagsleg áhrif Til að meta þjóðhagsleg áhrif af þeim gengishræringum sem átt hafa sér stað frá áramótum er byggt á eftirfarandi for- sendum auk þess sem fram hefur komið um gengisþróun: 1. Bandaríkjadalur vegur 27,9% í útllutningi vöru og þjónustu skv. nú- gildandi viðskiptavog. 2. Hlutfall langtíma lána af útflutn- ingstekjum er 157,9% 1994. 3. Hlutdeild dals í langtíma lánum var um 43% á árinu 1994. 4. Vaxtabyrði erlendralangtímalána var 1994 um 9,9%. 5. Meðallánstími erlendra lána er talinn um 10 ár. 6. Frá áramótum hefur viðskipta- vegið útflutningsgengi lækkað um 0,54% umfram innflulningsgengi. Að óbreyttu rýmaþví viðskiptakjörin að samahlutfalli. Ut frá ofangreindum forsendum má reikna eftirfarandi: 1. Rýrnun viðskiptakjara nemur um 870 m.kr. á ári miðað við útflutning ársins 1995, eða um 0,2% af landsframleiðslu. 2. Skuldahlutfall lækkar í 156,1%, eða um 1,8 prósentustig af útflutningi, semsamsvarar2,9ma.kr. m.v. útflutning 1995. Þessa upphæð er ekki hægt að bera saman við áhrif breytinga á viðskipta- kjörum hér að ofan, því annars vegar er um að ræða strauma og hins vegar stofn. 3. Vaxtabyrði lækkar í 9,79% af útflutningi eða um 0,11%, sem samvarar um 177 m.kr. á verðlagi 1995. 4. Afborgunarbyrði fer úr 15,79% í 15,61%, þ.e. lækkar um 0,18%, eða um 290 m.kr. á verðlagi ársins 1995. 5. Jákvæð áhrif vegna lækkunar skulda nema því um 467 m.kr. á ári. 6. Heildaráhrif eru því neikvæð sem nemur 400 m.kr. eða um 0,1 % af lands- framleiðslu á ári. Þetta geta ekki talist það stórvægileg áhrif að lilefni sé til þess að ætla að þau grafi undan krónunni.* 1 2 3 4 5 6 Gera verður þá fyrirvara við ofan- greinda útreikninga að þeir byggja á því að gengisafstæðumar eins og þær voru 9. mars sl. haldist óbreyttar um alla framtíð auk þess sem þær taka ekki tillit til magnaðlögunar að brey ttum verðskil- yrðum.Efbandaríkjadalurlækkarvaran- lega ætti það að valda minni útflutningi til B andaríkj anna og auknum innflutningi þaðan . Sögulegþróun Meðfylgjandi mynd sýnir annars vegar hlutdeild Bandaríkjanna í vöruút- og innflulningi Islands á ámnum 1980-1994, og hins vegar þróun raungengis bandaríkjadals á sarna tíma. Á myndinni kemur glöggt fram hvernig hlutdeild Bandaríkjanna í útflutningi nærhámarki áámnum 1983-1985 í kringum 27-28%, en raungengibandaríkjadals náði einmitt hámarki á árinu 1985. Þá minnkar hlutdeild í úlllutningi með fallandi raungengi á sama tíma oghlutdeild í innflutningi eykst þar tilhún verður meiri en í útflutningi á árinu 1990. Síðan hefur hlutdeild dals í útflutningi heldur aukist, en minnkað íinnflutningi. Þettagerist þrátt lyrir að raungengibandaríkja- dals sé fallandi og skýrist m.a. af hagstæðri verðþróun, enda hófst uppsveiflafyrríBandaríkjunumen í Evrópueftirefnahagslægð íbyrjun þessa áratugai-. Til að ljúka þessu má geta þess að hlutdeild banda- ^ Gengishækkun krónu frá áramótum ' eftir ýmsum mælikvörðum' Gengisvísitala Breyting (%) Hlutdeild USD Gengisskráningarvog -0,3 18,0 Vöruviðskiptavog -0,6 16,5 V öruútflutningsvog -0,9 17,7 Vöruinnflutningsvog -0,3 15,3 Viðskiptavog -1,2 25,8 Viðskiptavog - útflutningur -1,5 27,9 Viðskiptavog - innflutningur -1,0 23,6 'Þettaer verð á erlendum gjaldmiðlum í krónum sem hlýtur að lœkka ef gengi krómmnar hœkkar V ________________________________________________/ 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.