Vísbending


Vísbending - 28.07.1995, Blaðsíða 3

Vísbending - 28.07.1995, Blaðsíða 3
ISBENDING Skattalegt hagræði af hlutabréfakaupum 1984-1994 (tafla 3) Ar Fjöldi Meðalkaup Magn í Breyt. m. ára kaupenda í hlutabr. mkr.* magn Fjöldi 1984 1.707 57.022 97 1985 1.652 67.657 112 15% -3% 1986 2.332 67.599 158 41% 41% 1987 438 74.592 33 -79% -81% 1988 1.316 86.601 114 249% 201% 1989 5.131 102.689 527 362% 290% 1990 16.350 119.550 1.955 271% 219% 1991 10.677 83.343 890 -55% -35% 1992 10.476 76.743 804 -10% -2% 1993 11.136 76.099 847 5% 6% 1994** 12.174 105.964 1.032 22% 9% *Fært á meðalverðlag 1994 eftir framfœrsluvísitölu. **Lögum breytt þannig að aðeins 80% kaupverðs kemur til lækkunar tekjuskattsstofns, áður 100%. , Heimild: Ríkisskattsstjóri 4. Þetta gerist einnig í ár þó að velta á Verðbréfaþingi íslands hafi dregist verulega saman í ýmsum öðrum tegundum verðbréfa. Skýringin á því af hverju viðskiptiá Opnatilboðsmarkað- inurn minnkuðu á milli ára er að mörg félög skráðu sig á Verðbréfaþingi síðari hlutaársins ífyrra. Þarmát.d.nefna Harald Böðvarsson hf., Síldar- /■— vinnsluna hf., Olíufélagið hf. og Skeljung hf. Nú er tíðni viðskipta með hlula- bréf sem svarar til 6 til 7 kaupum eða sölum á hverjum virkum degi og að h ver viðskipti séu að meðaltali 1.265þúsund. Almennthafa því viðskipti sem skráð eru opinberlega þrefaldast á tveimur árum á efti rmarkaði. A töflu 2 má í raun sj á dýpt markaðarins á fyrri hluta þessa árs. Mikilvægt er að hafa upplýsingar um fjölda hluthafa, ljölda viðskipta, magn og umfang félagsins, ekki síður en eignatölur og arðsemisupplýsingar. Af útboðunum 1994 eru um 725 milljónir útboð hlutabréfasjóða, en gera má ráð fyrir að a.m.k. helmingur þess fjár renni aftur til hluta- bréfakaupa. Þá hafa útgerð- arfyrirtækin Haraldur Böðvarsson (100 mkr.), Utgerðarfélag Akureyringa (150 mkr.) og Grandi (100 mkr.) heimild til útboðs hlutabréfa. Skattaívilnanir Fjöldi þeirraeinstaklinga sem nýttu sér heimild til hlutafjárkaupa á árinu 1994 jókst um 9% frá árinu á undan og frádráttur þessara 12.174 einstaklinga vegna skatttekna 1994 nam 825 mkr. eða að meðaltali 85 þkr. á rnann. Það samsvarar því að skattar hjá þessum aði lum hafi lækkað um 335 mkr. eða um 35 þkr. á mann. Ljóst er að þessar ívilnanir hafa stutt verulega við bakið á hlutabréfamarkaðnum og hann væri ekki orðinnjafnmikileign almenningsograun ber vitni ef skattalegt hagræði væri ekki til staðar. Hlutabréf í sókn Hlutabréf hafa hækkað um rúmlega 35% á síðustu þremur misserum sem er ævintýralega mikil hækkun. A sama tíma hefur velta á bréfum þrefaldast og mikill viðsnúningur orðið hvað varðar þekkingu og innsæi aðila á markaðnum inn í rekstur einstakra fyrirtækja. Að öllu samanlögðu má því búast við að hlutabréfaverð haldi áfram að hækka en mesta hækkunin sé þegar gengin yfir. Höfundur starfar á verðbréfamarkaði. Velta á hlutabréfamarkaði (tafla 4) jan-jún 93 jan-jún 94 Breyt. jan-jún 95 Breyt. Fjöldi VÞÍMeðalviðsk. Verðbréfaþing íslands 1995 1995 215231 377.903 76% 950.850 152% 748 1.271 Opni tilboðsmarkaðurinn 122634 240.410 96% 114.402 -52% 94 1.217 Samtals V 337.865 618.313 83% 1.065.252 72% 842 Ábyrgð stjómarmanna í hluta- félögum Jónas Fr. Jónsson Nýlega hafa gengið dómar í málum er snúist hafa um bótaábyrgð stjórnarmanna í hlutafélögum gagnvart birgjum. Tekist var á um skyldu þeirra til að upplýsa birgja um slæma rekstrar- stöðu, en fyrirtækin, sem í hlut áttu, urðu gjaldþrota. Hér verður fjallað um bóta- ábyrgð stjórnarmanna í hlutafélögum, einkum gagnvart lánardrottnum. Sky ldur hlutafélagaforms í hlutafélagi bera félagsmenn, hluthafarnir, takmarkaða ábyrgð á skuldbindingum félagsins. í staðinn þarf félagið að hlfta ýmsum skilyrðum varðandi stofnun, skipulag og starf- rækslu, s.s. varðandi greiðslu hlutafjár, skráningu, upplýsingagjöf, reiknings- hald og eftirlitsskyldu stjórnar. Það er gert til að gæta hagsmuna lánardrottna, stjórnvalda, hluthafa og annarra. Stjórnarsetu fylgir ábyrgð Með því að taka sæti í stjóm hlutafélags taka menn á sig ákveðnar skyldur sem þeim ber að þekkja og vera sjálfir ábyrgir, standi þeir ekki undir þeim, t.d. vegna vanþekkingar eða tímaskorts. Ábyrgð stjórnarmanna er einstaklingsbundin, en ef stjómarmaðurhefurekki uppi mótmæli við meintum brotum við stjórnun hlulafélags, hvort heldur brotin stafa af athöfn eða athafnaleysi, þá verður hann samábyrgur. Ekki ernægjanlegtaðbóka einungis mótmæli heldur verður að gera þeim viðvart sem hagsmuna hafa að gæta. Telja verður þó að það fari nokkuð eftir eðli ákvörðunar. Sömu sjónarmið eiga við um framkvæmdastjóra, enda fara hann og félagsstjórn saman með stjórnun félags (stjórnendur). Hvorugur aðila á að geta skotið sér undan ábyrgð með því að vísa til ábyrgðar hins. Eftirlitsskylda Ein mikilvægasta skylda stjórnar- manna er eftirlitsskyldan. Þeim ber að gæta þess að skipulag og starfsemi félagsins sé í réttu og góðu horfi, fjallað sé um og teknar ákvarðanir um öll meiriháttar atriði og mikilvæg mál sem snerta félagið, eftirlit sé með reiknings- haldi og að meðferð eigna félagsins sé með tryggilegum hætti. Til að sinna þessari skyldu þurfa stjómendur að kynna sér málefni félagsins reglulega og nægi- lega vel til að geta tekið rekstrar- ákvarðanir. Gera verðurþákröfu til þeirra að reglulega sé kannað hvort starfsemi félagins sé í lögmæltu formi, hvernig fjárhagsstaðan sé og hverjir rekstrar- möguleikarséu í náinni og lengri framtíð. Stjórnarmenn geta orðið skaðabóta- skyldir ef fjárhagstjón, t.d. lánardrottins, má rekja til þess að þeir hafi ekki sinnt eftirlitsskyldu sinni á fullnægjandi hátt. Ábyrgð þeirraereinstaklingsbundin sem þýðir að sýna þarf fram á sök hjá hverjum og einum og sakarmatið getur verið breytilegt eftir mönnum, t.d. eftir lengd 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.