Vísbending


Vísbending - 08.09.1995, Blaðsíða 1

Vísbending - 08.09.1995, Blaðsíða 1
V Viku ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 8. september 1995 34. tbl. 13. árg. Eru frí upp- spretta auðs? Innanlands sem utan setja hræringar í fjölmiðlaheiminum mikinn svip á viðskiptalífið um þessar mundir. Erlendis hafa stórfyrirtæki í skemmtanaiðnaði annað hvort sameinast eða skipt um eigendur og hér á landi sést svipuð þróun. íslendingar hai'a gaman af að segja frá því þegar aðkomumaður kom í þorp eitt úti á landi og spurði heimamann á hverju menn lifðu þar. Svarið varð fleygt: „O þetta lifir allt hvað á öðru“ og þótti með eindæmum heimskulegt, því það vissi hvert mannsbarn að fslendingar lifðu á fiskveiðum og landbúnaði, sjálfum undir- stöðuatvinnugreinunum. Sá hlær best sem síðast hlær, landbúnaður og sjávar- útvegur hafa lengi þurft ýmiss konar fy rir- greiðslu frá ríkinu, meðan menn verða ríkir á að selja fyrirtæki sem eiga að hafa ofan af fyrir landsmönnum dægrin löng. Það er staðreynd að með batnandi lífs- kjörum, styttri vinnutíma og breyttum lífsvenjum þá gera menn sífellt meiri kröfur til afþrey ingar af ýmsu tagi. Árlega verja íslendingar rúmlega 20 milljörðum króna til tómstunda og hver einasta fjölskylda ver til þeirra meira en 250 þúsund krónum. Skemmtanakakan stækkar í sífellu en það er íhugunarefni að á sama tíma virðist hún vera að færast á færri hendur. Meiri skemmtun Á mynd 1 sést hvernig tómstundir, skemmtanir og menning verða sífellt Mynd 2: Tómstundaútgjöld Líkamsrækt og Bækur og tómstundir 13% blöð 22% Happdr. 16% Utv. og sjónv. 16% Tæki 24% Leikhús, ópera, kappleikir 5% Heimild: Hagstofa ísiands Mynd 1: Hlutfali tómstundaeyðslu af einkaneyslu 1960-2000. stærri hluti af einkaneyslunni. Fram yfir 1970 eyddu Islendingar bara fimm krónum af hverjum hundrað til tómstunda en síðan hefur skennntanagleðin aukist með aukinni kaupgetu, og nú fara um tíu krónur af hverjunt hundrað í afþreyingu. Sama þróun sést þegar við lítum á út- gjöld erlendis. Þó svo að í opinberum tölum um tómstundaútgjöld sé talað um menningu þar á meðal, þá telja margir lítinn menningarauka að viðbótinni á skemmtanasviðinu. Bóka- og blaðaút- gáfa hefur dregist saman, þeim Is- lendingum til sárra leiðinda sem telja að þar með glati þjóðin sérstöðu og menningararfleifð. Áðrir benda á að með nýrri tækni komist menningin jafnvel hraðartil skilaenáður. Það er hins vegar ekki sjálfgefið að meiri skemmtun fylgi betri skemmtun. í hvað fara peningarnir? Mynd 2 sýnir hvernig skiptingin er milli helstu afþréyingarliða. Tækja- búnaður af ýmsu tagi er um ijórðungur útgjaldanna og kemur víst fáum á óvart að svo tækjaglöð þjóð sem við ís- lendingar erum eyðum drjúgum hluta af eyðslueyri okkar í græjur. Til þessa liðar teljast m.a. sjónvörp, tölvur, hjóm- flutningstæki og önnur „leikföng", sem og tónlistardiskar. Leiksýningar, kappleikir og fleira taka til sín rúmlega 5% tómstundafjárins og kvikmyndir4%. Happdrætti, lottó o.þ.h. taka 16% og útvarp og sjónvarpjafnstóran hlut. Þetta er sá liður sem að undanfömu hefur verið hvað líflegust barátta um. Ekki nóg með að erlendir aðilar hafi keypt hlut í Stöð 2 (og reyndar Bylgjunni og DV líka) heldur stendur hópur fyrirtækja og einstaklinga á sarna tíma fyrir stofnun annars fyrir- tækis sem að sögn mun senda frá sér þrjár til fjórar rásir af efni, fyrst og fremst erlendu. Loks eru blöð og bækur með rúmlega 20% af þessum afþreyingar- geira. Þeirra hlutur hefur minnkað, en því veldur ugglaust bæði minnkandi sala og það að samkeppni hefur harðnað innan þessa sviðs, „heimaútgáfur" einstaklinga og félaga hafa tekið til sín markað sem hefðbundin útgáfa átti áður. Jafnframt hefur samþjöppun orðið á þessu sviði og stórum fyrirtækjum hefur fækkað. Fjölmiðlun - margmiðlun Það einkennir öðm fremur hina hörðu baráttu sem menn heyja víða um heim um frítíma og peninga einstaklinga að þættir sem áður voru aðskildir að mestu leyti eru nú nátengdir, ekki síst með tölvu- tækni. I tölvum er hægt að spila geisla- diska með tónlist af öllu tagi, ráfa um ganga helstu listasafna heirns, lesa sí- gild bókmenntaverk og jafnvel horfa á kvikmyndir. Yfirburðir tölva koma ekki hvað síst fram í uppflettigetu, sem tekur langt fram öllu sem áður var mögulegt. Jafnframt hafa samskipti um intemetið fært menningu (og ómenningu sjálfsagt líka) inn á hvert það heimili sem hefur fjárfest í mótaldi og tengibúnaði. Þessir eiginleikar tölva em sjálfsagt ofmetnir eins og oft vill verða um nýja tækni, því auðvitað jafnast mynd á flötum skjá ekki á við það að fara á listasafn, eða flat- neskjulegir tónar á við bestu hljóm- flutningstæki. Tæknin á hins vegar eftir að verða fullkomnari og úti í heimi hafa • Tómstundir • Samkeppnisráð og ESSO • Flotkvíar og fjárfestingar

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.