Vísbending


Vísbending - 12.10.1995, Blaðsíða 1

Vísbending - 12.10.1995, Blaðsíða 1
V Viku ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 12. október 1995 39.tbl.l3.árg. Alvarleg staða hjá sveitarfélögum Fjárhagur kaupstaða árið 1994, fjárhæðir í þúsundum króna Rekstrar- Pen. Pen.st. Ábyrgðir Pen. Breyt. Fjölgun tekjur staða samstæðu v. þriðja staða/ skulda íbúar ’93-’94 á íbúa á íbúa á íbúa aðila/íbúa rekstrart. ’93-’94 Akranes 5.148 -2% 97 -47 -104 11 -48% 21% Akureyri 14.914 1% 102 -30 -395 36 -29% -26% Blönduósbær 1.032 -2% 111 -102 -335 10 -92% 0% Bolungarvík 1.139 -3% 111 -190 -417 47 -170% 0% Borgarbyggð 2.138 -2% 103 -38 -164 32 -37% 28% Dalvík 1.509 -2% 102 -66 -265 32 -64% 72% Egilsstaðabær 1.600 2% 102 -3 -97 3 -3% -9% Eskifjörður 1.064 1% 106 -30 V 0 -28% 8% Garðabær 7.688 3% 98 -87 V 35 -89% 34% Grindavík 2.144 -1% 109 -22 -182 10 -20% 62% Hafnarfjörður 17.238 3% 102 -172 V 37 -169% 61% Hornafjörður 2.162 0% 108 -64 -169 4 -59% -10% Hveragerði 1.698 4% 99 -72 -180 22 -73% 28% Húsavík 2.507 0% 110 -14 -193 50 -13% 15% Isafjörður 3.524 0% 116 -54 -259 7 -46% -4% Kópavogur 17.431 1% 90 -161 V 12 -179% 38% Mosfellsbær 4.793 2% 96 -65 -135 0 -68% 17% Neskaupstaður 1.653 -3% 116 -21 -251 0 -18% 12% Ólafsfjörður 1.189 0% 110 -176 -292 0 -160% 76% Reykjanesbær 10.347 1% 98 -94 -234 23 -95% 29% Reykjavík 103.036 1% 97 -85 -133 8 -88% 29% Sandgerði 1.358 3% 116 -56 -245 34 -48% 49% Sauðárkrókur 2.727 1% 107 -122 -197 41 -114% 17% Selfoss 4.136 2% 102 -58 -145 35 -57% 4% Seltjarnarnes 4.502 1% 101 -61 -106 1 -60% 8% Seyðisfjörður 862 -2% 124 -66 -269 81 -53% -2% Siglufjörður 1.734 -3% 108 -62 -115 26 -57% 0% Snæfellsbær 1.847 -3% 134 -77 -218 44 -58% 10% Stykkishólmur 1.265 0% 106 -53 -214 42 -50% -10% Vestmannaeyjar 4.888 0% 98 -79 -351 20 -81% 28% Alls 227.273 1% 99 -89 V 17 -89% 26% Heimild: Ársreikningar kaupstaða, v = upplýsingar vantar. Kosningaárin eru dýr og árið 1994 var engin undantekning. Eins og svo oft áður hittist þannig á að opna þurfti fjölda leikskóla og aðrar þjónustumiðstöðvar sveitarfé- laga fy rri hluta ársins, einmitt sama vorið og valið var til sveitarstjórna. Að þessu sinni var það ekki bara greiðsla kosningavíxla sem olli „óvæntum" út- gjöldum hjá sveitarfélögunum heldur hefur atvinnuástand víða verið verra en íslendingar hafa átt að venjast og bæjar- félöghafareyntaðhaldauppi vinnu með því að efna ti I ýmiss konar framkvæmda. Þessi aðferð, að skuldsetja bæjarfélag tímabundið meðan á móti blæs í von um að seinna gefi meðbyr, getur í besta falli flokkastundirfjárhættuspil. Markmiðið er að íbúarnir njóti afrakstursins en það eru líka þeir sem tapa þegar stóri vinningurinn lætur bíða eftir sér eins og nú hefur gerst. Þá er ekki um annað að ræða en að leggja skatta á íbúana til þess að greiða skuldirnar á sama tíma og draga verður úr vinnuskapandi verk- efnum og atvinnuleysi eykst á ný. Skuldir sveitarfélaga hækka vexti Undanfarin árhafafleststærri sveitar- félög sótt inn á útboðsmarkað með skuldabréf til þess að fjármagna fram- kvæmdir. Með þessu móti hafa þau náð hagstæðari vaxtakjörum en bankar hafa viljað veita þeim. Að vísu getur það í stöku til vikum haft áhrif að áhætta banka verður að vera dreifð en það er engu að síður umhugsunarefni að útlánastarf- semi bankanna sé dýrari en hægt er að veita með almennu skuldabréfaútboði. Með aukinni eftirspurn sveitarfélaga eftir fjármagni hækka vextir hins vegar almennt og því hækkar fjármagns- kostnaður fyrirtækja. Geta þeirra til launagreiðslna minnkar þá og af- leiðingin er lægri laun eða meira atvinnu- leysi. Þannig getur vel meint atvinnu- átak sveitarstjórna aftur haft þveröfug áhrif. Ábyrgðir sveitarfélaganna Mörg sveitarfélög eru örlát á ábyrgðir til fyrirtækja og íþróttafélaga. Að vísu hafa ábyrgðir sveitarfélaganna í heild til þriðja aðila ekki aukist rnjög mikið á undanförnum árum. En það kentur ekki til af góðu. Abyrgðirnar hafa nefnilega fallið unnvörpum á sveitarfélögin og hafa orðið til þess að auka skuldirnar. Slök peningastaða er því að hluta til af þessum rótum runnin, óábyrgum ábyrgða- veitingum fyrri ára. Enn á ný er megin- ástæðan sú að sveitarstjómarmenn vildu halda uppi fullri atvinnu. Þess vegna var fyrirtækjum og einstaklingum veitt fyrir- greiðsla lil þess að hefja atvinnurekstur af ýmsu tagi. Sveitarfélögin aðstoða oft á þrennan hátt: Með ábyrgðum; lán- veilingum og hlutafjárframlögum. I öllum tilvikum er það augljóst að stjórnendur sveitarfélaganna fara gáleysislegar með fjármuni almennings en sína eigin. Það er fréttnæmt ef sveitarfélag eða ríki veitir þriðja aðila ábyrgð sem ekki fellur. Þetta segir sitt um fjármálasiðferðið, en jafnframt gefur það hugmynd um hversu miklu auðveldara það er að fá stjórnmála- menn til þess að samþykkj a ábyrgð heldur en beina styrki, jafnvel þótt í raun sé oftast um sömu útgjöld fyrir hið opinbera að ræða. Nýleg dæmi frá Hafnarfirði og Akureyri sýnahve auðveltþað virðist vera að fá bæjarábyrgðir, jafnvel þótt hin mikla áhætta sé augljós. Batnandi hagur? Samband íslenskra sveitarfélaga tók saman yfirlit sem sýnir að samkvæmt fjár- hagsáætlunum er útlit fyrir mun ábyrgari fjármálastjórn árið 1995 en árið á undan. • Sveitarfélög 1994 • Mat á fjárhag sveitarfélaga

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.