Vísbending


Vísbending - 19.12.1995, Blaðsíða 13

Vísbending - 19.12.1995, Blaðsíða 13
/ \r / Vísbendingu Á árinu 1995 hélt Vísbending áfram því hlutverki sínu að fjalla á hlutlægan hátt um viðskipti og efnahagsmál. Hér á eftir fara tilvitnanir í blaðið á liðnu ári. Sumt verður ritjað upp af því sem athygli og umræður vakti, stundum ýfðust jafnvel upp deilur um einstök ummæli. Þegar mikið er skrifað þá er spekin mismikil. Nokkuð hefur gengið fram, annað staðist lakar. Oft vakti blaðið athygli á málum sem mikið voru rædd á eftir. Bak við flestar tilvitnanirnar eru sögur, en þær verða fæstar raktar hér. En látum nú greinarnar tala: 5. janúar Verðbólguhorfur á árinu 1995 Helgi Tómasson Ef kjarasamningar gefa 4% almenna hækkun í upphafi árs og 2% á miðju ári ... verður verðbólga ársins 5%. Svo er nú það. 19. janúar Fjárhagsstaða heimila Kristjón Kolbeins Fjárhagsstaða heimila í heild verður að teljast vel viðunandi. Heildareignir þeirra, að með- töldum innstæðum í lífeyrissjóðum, eru metn- ar á hátt í þúsund milljarða króna en til frá- dráttar eru skuldir við lánakerfið sem eru áætl- aðar um 290 milljarðar króna. Full ástæða er til að líta á eignastöðu ekki síður en skulda- stöðu þótt skuldir séu yfirleitt meira áhyggju- efni. Eigið fé heimila er um 667 milljarðar króna og eiginfjárhlutfallið um 70%. Ofangreind grein var mikið pöntuð í kosn- ingabaráttunni síðastliðið vor. 26. janúar Framleiðni og svigrúmið til kjarabóta Út frá framleiðnisjónarmiði er því ljóst að íslenskt atvinnulíf er talsvert verr undir það búið en atvinnulíf í helstu samkeppnislöndun- um að veita launþegum kjarabætur. 16.febrúar Velferðarríki á villigötum? El' miðað er við útivinnandi hjón með tvö börn kemur í ljós að þau þyrftu að hafa um 235 þúsund krónur í samanlögð mánaðarlaun lil að vera jafnsett hvað hreinar ráðstöfunartekjur varðar og sambærileg fjölskylda á bótum frá Félagsmálastofnun. Ráðstöfunartekjur væru í hvoru tilfellinu um 135 þúsund krónur og hefur þá verið tekið tillit til skatta, barnabóta og ýmiss kostnaðar sem ekki er tekið tillit til í meðfylgjandi töflu, s.s. dagvistunarkostnaðar, húsaleigubóta, stéttarfélags- og lífeyrisið- gjalda og beins kostnaðar vegna ferða til og frá vinnu. Ofangreind grein varð mörgum umhugsun- arefni og vakti talsverða umrœðu um velferð- arkerfið. 23.febrúar Ámóta launahækkanir og í Evrópulöndum OECD Af reynslu fyrri ára verða kauphækkanir lík- lega heldur meiri en yfirlýsingar aðila vinnu- markaðarins gefa tilefni til að ætla. Það mun þýða meiri launabreytingar hér á landi en í helstu samkeppnislöndunum á næstu miss- erum og hærra verðlag. 2. mars Ný lánskjaravísitala tekur gildi Breytingin kemur einkum skuldugum heim- ilum og fyrirtækjum til góða. Sem dæmi má nefna að greiðslubyrði meðalfjölskyldunnar, sem skuldaði um 3,l milljón króna í árslok 1993, hefði verið tæpum 4.000 krónum meiri á ári ef lánskjaravísitölunni hefði ekki verið breytt. Úr síðustu grein sem Sverrir Geirmunds- son skrifaði sem ritstjóri. 69. mars Atvinnuleysi á íslandi, stigvaxandi vandi í 15 ár En þegar litið er á tölur um þróun atvinnu- leysis samfara hinni öru fólksfjölgun á Islandi verður ljóst að þjóðin hefur ekki mikinn tíma til að bregðast við aðsteðjandi vanda. At- vinnulausum fjölgar ár frá ári, atvinnulífið virðist enga burði hafa til þess að taka á móti nýju vinnuafli og vandræðin hrannast upp. Mjög líklegt er að atvinnuleysi muni ná tveggja stafa tölu áður en langt um líður, jafn- vel um aldamót, og fátt sem gefur til kynna hvar sú óheillaþróun muni enda. Þetta er úr einni fyrstu grein nýs ritstjóra, Asgeirs Jónssonar. 16. mars Aðrir sálmar - Veldur þekkingar- skortur kennaraverkfalli? Sagt er að forystumenn kennara séu óvanir kjaradeilum, en lilgangur náms er að geta brugðist við aðstæðum að óreyndu. Það er slæmt að kennarastéttin láti skort á undir- búningi og þekkingu verða sér fjötur um fót. Aðrir sálmar - nýr dálkur á baksíðu hóf göngu sína í mars. Sábnarnir þóttu miskristi- legir. 6. apríl Aðrir sálmar - Þess vegna verður varla annað sagt um höfund Annarra sálma en að hann sé annað tveggja að ófrægja forystu kennara, samtök þeirra og baráttu eða að hann viti einfaldlega ekki betur. Niðurstaða samninga kennarafé- laga ber þess vitni. Svar frá Birgi Birni Sigurjónssyni við sálmifrá 16. mars. 23. mars Kvótakerfið, sómi eða svívirða? Hver bær á sína sögu, sigurljóð og raunabögu. Markntið byggðastefnu er að að tryggja örugga atvinnu á landsbyggðinni og þá vænt- anlega með öflugum og hagkvæmum fyrir- tækjum. Byggðastefna sem byggir á höftum, miðstýringu og óhagkvæmni er bjamargreiði við landslýð sem allir tapa á. Það er dauði og djöfuls nauð að dyggðasnauðir fantar, safna auð með augun rauð, en aðra brauðið vantar. (Sigurður Breiðfjörð) Margar greinar nýja ritstjórans þóttu lýriskari en lesendur höfðu átt að venjast. VÍSBENDING 13

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.