Vísbending


Vísbending - 16.02.1996, Blaðsíða 2

Vísbending - 16.02.1996, Blaðsíða 2
ISBENDING dagsetningu fram í tímann. Verðið er þá ákveðið á samningsdegi. Segjum til dæmis að fjármálastjóri semji við verð- bréfamarkað um að selja 10 milljónir að nafnvirði af hlutabréfum í Eimskipafé- laginu á genginu 6,5 þann 1. nóvember næstkomandi. Ef markaðsgengi á þeim degi er lægra, segj um 6,0, þá græðir fy rir- tækið miðað við ntarkaðsverð. Fjármála- stjórinn gæti hugsanlega farið út á markað, keypt hlutabréfin sama daginn og hann seldi og staðið uppi með 5 milljónahagnað miðað við markaðsverð. Svo gæti virst sem verðbréfafyrirtækið væri að tapa en svo þarf ekki að vera ef hlutirnir eru settir í samhengi við fjár- festingastefnu þess. Vera kann að það sé aðlítatil lengritímaogvilji smámsaman auka eignarhlut sinn í Eimskipafélaginu sem það telur að verði arðbær langtíma- fjárfesting. Það sem virðist vera skamm- tímatap er í raun verðbréfamarkaðinum Afleiður: Er áhættan þess virði? forsíðugrein er það rakið að afleiður eru í raun áhættutaka þótt hér á landi hafi flestir notað þær sem mótvægi við annars konar áhættu. Hins vegar haí'a nokkur stórmál á liðnum árum orðið til þess að koma afleiðum í heimsfréttirnar. Hér á eftir verður sumt af því rakið sem getur orðið mönnunt að falli í afleiðu- viðskiptum. Margir fjármálastjórar hafa notað framvirka samninga með góðum árangri árum saman og telja sig þess vegna vera orðna sérfræðinga í slíkri santningagerð. Smám saman auka þeir urnsvif sín og þegar áfallið loks dynur yfir er miklu meira lagt undir en þegar vel gekk. Menn sem hafa fylgst með þróun markaða í langan tíma telja sig þekkja þá svo vel að áhættan sem þeir taki sé hverfandi. En slysin gera ekki boð á undan sér í fjármálaheiminum fremur en annars staðar. Jarðskjálftinn í Kobe fyrir um ári varð til þess að japanskur verðbréfa- markaður tók ekki við sér eins og ætla mátti og Barings-banki tapaði öllu sínu eiginfé. í flestum tilvikum þar sem mikið tap hefur orðið hafa yfirmenn ekki þekkt viðskiptin og umi'ang þeirra eða ekki skilið út á hvað þau gengu. Verst geta þau tilvikorðiðþarsem fyrirtæki taka fé að láni, beita svonefndri vogun (e: leverage), því þargeturgræðgin hlaupið með menn í gönur. Nokkur stórslys Þau áföll sem tengd eru afleiðum og hafa orðið til þess að menn telja að þær ívil. Þannigeru viðskiptin báðumaðilum hagstæð. Hvað geta menn varið með afleiðum? Héraðframan hefurveriðrakiðhvemig rnenn geta varið sig gegn sveiflum í gengi eða verðbreytingum á hráefni, en afleiður geta nýst í fleira, til dæmis geta menn fest vaxtaprósentu á lánum. Sumir hag- fræðingar telja hins vegar að með af- leiðum séu menn stundum að jafna áhættuna of mikið, það sé einmitt til- gangurinn með rekstri að taka hæfilega áhættu. A móti segja þeir varfærnu að áhættan í rekstri eigi að takmarkast við þá þætti sem snúa beint að rekstrinum sjálfum en ekki því sem menn fá ekki stjórnað, til dæmis gengi eða hráefnis- séu stórhættulegar eru að margra dómi ekki áfelli sdómur yfir afleiðunum heldur þeim sem héldu á spilunum. Arinni kennir illur ræðari. Af þessum málum geta menn þó lært og því fróðlegt að fara yfir nokkrar sorgarsögur. I Vísbendingu hefur áður verið fjallað um tvö mál: Metallgesellschaft (sjá 6. tbl., 13. árg.) og Procter & Gamble (42. tbl., 13.árg.). Barings-bankinn enski var yfir 200 ára gamall þegar hann hrundi eins og spilaborg fyrir réttu ári. Nick Leeson var að dómi yfirmanna bankans stjarna á Austurlandamarkaðinum. Frá Singapúr stundaði hann viðskipti á japanska afleiðumarkaðinum og hafði náð góðum árangri. Bankinn taldi ekki ástæðu til þess að hafa sérstakt eftirlit með umsvifum Leesons og sendi sífellt stærri fjárhæðir til Singapúr til þess að greiða fyrir samn- inga. Frá árinu 1992 hafði Leeson náð mjög góðum árangri á MM<?/-afleiðu- markaðinum og Barings taldi ekki ástæðu til þess að amast við manni sem hafði grætt 30 milljónir dollara fyrstu sjö mánuði ársins 1994, fimmtung af heildarhagnaði fyrirtækisins árið 1993. Sérgrein Leesons voru kaup- og söluvilnanir (sjá yfirlit yfir hugtök). Það sem eftir lifði af árinu 1994 gekk lakar, en þó ekki verr en svo að Leeson var með hagnað í árslok. Snemma árs 1995 versnaði ástandið á Nikkei-markaðinum og hlutabréfaverð hríðféll. Leeson hugðist bæta sér upp tapið með því að græða á vilnunum. Hann lagði sífellt stærri fjárhæðir undir. Þegar j arðskjálftinn í Kobe bættist ofan á annað þáféll hlutabréfaverð enn og loks var allt eiginfé Barings-bankans lagt undir, rúmlega 50 milljarðar króna. Allt fór á versta veg, bankinn varð að hætta viðskiptum og var svo seldur til hollenska fyrirtækisins ÍNG á 100 krónur. Metallgesellschaft (MG) var eitt verði. En auðvitað verða menn að ákveða hvað það er sem þeir ætla að hafaí jafnvægi. Eru það einstakir samn- ingar, t.d. unt lán, eða allur efnahags- reikningurinn? Menn getajafnvel varið sig of mikið. Þeir sem hafa tekjur í sömu gjaldmiðlum og þeir skulda þurfa ekki (eða mun síður) að verja sig með fram- virkum samningum. Hækkandi tekjur haldast í hendur við hækkandi skuldir. Á þetta hefur verið bent í sambandi við gengisfellingar. Þær breyta efnahags- reikningi þeirra sem skulda í erlendri mynt til hins verra í einu vetfangi og mynda óreglulegt tap á rekstrar- reikningi. Hins vegar verða þær til þess að horfur útflutningsfyrirtækja batna og þau eru í raun betur stödd á eftir. Hér á eftir verður farið yfir ýmsar tegundir af afleiðum og sagt frá því hvernig þær hafa valdið miklum áföllum, beint og óbeint. stærsta iðnfyrirtæki heims árið 1993. Það er í Þýskalandi og átti margskonar málm- og efnavinnslur víða urn heim. Eitt dótturfyrirtækja MG í Bandaríkjunum hafði skuldbundið sig til þess að selja olíu á föstu verði í 10 ár. Til þess að verja sig gegn verðsveiflum notaði fyrirtækið flóknar vilnanir til skamms tíma. Rannsóknir höfðu sýnt að yfir undangengið 10 ára tímabil hefðu þessar skammtímavilnanir gefið góða vörn fyrir þennan langtímasamning og jafnvel nokkurn hagnað. En seinni hluta árs 1993 breyttust markaðsaðstæður með þeim hætti að fyrirtækið tapaði á hverri skammtímavilnun. Tilþess að standa við skuldbindingar sínar þuri’ti MG sífellt að binda meira fjármagn í skammtíma- samningunum, sem svo aftur varð að meira tapi meðan olíuverð lækkaði. Veður var milt og óvenjulítil eftirspurn eftir olíu til húshitunar. I desember 1993 gafst stjórn MG upp á viðskiptunum, rak forstjórann og seldi alla samningana. Mánuði seinna komu fimbulkuldar í Bandaríkjunum og olíuverð rauk upp. I ýmsum fræðigreinum, t.d. í Wall Street Journal og Economist, hefur því verið haldið frarn að stjórnendurnirhafi farið á taugunt. Ef þeirhefðu beðiðí mánuð hefði tapið orðið lítið sem ekkert. Þess í stað nam það um 150 milljörðum króna. Þess má geta að forstjórinn, sem rekinn var, Heinz Schimmelbusch, hefur síðan margoft komið til Islands, m.a. til þess að kanna möguleika á sinkverksmiðju hérálandi. Málaferli standanúyfirvegna brottrekstrarins, bæði í Þýskalandi og í Bandaríkjunum. í Kalifomíu var fj ármálastj óri Orange- sýslu hr. Citron (hann heitir það) í miklum metum. Yfirmenn hans viðurkenndu fúslega að þeir skildu ekkert í samningunum sem hann var að gera en hann græddi og það var þeim nóg. Hr. 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.