Vísbending


Vísbending - 29.02.1996, Blaðsíða 1

Vísbending - 29.02.1996, Blaðsíða 1
ISBENDING 29. febrúar 1996 Viku rit um viðskipti og efnahagsmál 9. tbl. 14. árg. Einkavæðing: Hvað á að ganga langt? s Aundanförnum árum hefur nokkuð verið selt af fyrir- tækjum í eigu ríkisins. Jafnframt hefur ríkið selt aðrar eignir, t.d. jarðir, húseignirog áhöld. Vegnaþess að í nær 60 ár hafði verið einstefna í hina áttina, þ.e. ríkið hafði stöðugt aukið um- svif sín, þá er ekki óeðlilegt að mörgurn þyki mikið að gert nú þegar. Engu að síður á ríkið enn í dag meiri eignir en nokkur annar innlendur aðili. Eignir hins opinbera má reikna í hundruðum milljarða. Af nógu er því að taka ef ríkið vill selja. En vandinn erekki sá að „há- karlar“ gíni yfir öllum eignum ríkissjóðs og vilji gleypa. Þvert á móti kærirenginn sig um margar þeirra. Á ríkið rusl? Ríkið á hundruð jarða. Þar sem bú- skapur hefur ekki reynst mjög arðbær á undanförnum áratugum skyldi maður ætla að ráðamenn væru áfjáðirí að losna við einhverjar spildur. Það er þó öðru nær. Menn, sem vilja kaupa jarðir finna hvern þröskuldinn öðrum hærri. Þá sjaldan ríkinu tekst að losa sig úr eigin hömlum og selja einhverja skika þá keppast menn við að segja að allt of lágt verð hafi fengist fyrir. Mjög margar eignir ríkisins eru í raun verðlausar vegna þess að engir vilja kaupa. A markaði framboðs og eftir- spurnar eru hrjóstrugar eyðijarðir oft lítils virði. Samagildir umfyrirtæki semrekin eru með tapi ár eftir ár. Virði þeirra eigna er stundum ntinna en ekki neitt því ríkið þarf að leggja fram meðlag á hverju ári. Stundum má hækka verðmætið með því að hætta rekstri og selja eignirnar sem að baki standa. Er arður af eignum hins opinbera? Vísbending hefur ekki handbært mat á opinberum eignum, en segjum að þær nerni um 500 milljörðum króna. Arður, sem næmi 5%, gæfi 25 milljarða á ári. Það væri góð búbót fyrir rislftil fjárlög og rekstrarreikninga bæj arfélaga að fá þessa upphæð, en hún er miklu hærri en arð- og vaxtatekjur eru nú. Fjárlagagatið erfjórir milljarðarkróna. Ef ríkið seldi eignir, þó ekki væri nema fyrir um fimm milljarða á ári þá myndi það samt geta haldið áfranr sölu á eignum í áratugi. Þannig er ríkinu í raun ekkert að vanbúnaði að loka fjár- lagagatinu. Vandinn er hins vegar sá að finnakaupandaaðeignunum. Hverhefur bolmagn til þess að kaupa Landsvirkjun, Póst og síma, Búnaðarbankann, Járn- blendið eða Aburðarverksmiðjuna? Enginn einn aðili gæti keypt þessar eignir á einu bretti, en sjálfsagt væri hægt að selja þær í áföngum með skipulegri áætlun. Og það er einmitt mjög brýnt að selja sunr þessi fyrirtæki. Ef stækka á Járnblendiverksmiðjuna þá er miklu eðli- legra að ákvörðun sé tekin um slíkt af einkaaðila sem hefur eingöngu arðsemis- sjónarmið r huga en ríkinu, sem nýlega er sloppið úr björgunarleiðangri vegna verksmiðjunnar. Af ofangreindum fyrirtækjum hefur aðeins Póstur og sími greitt arð reglu- lega til ríkisins á undanförnunr árum, þótt sum þeirra, og kannski öll, hafi greitt skatta. Ríkið á að gera sömu arðsemis- kröfur til sinna fyrirtækja og aðrir fjár- magnseigendur. Þeim mun meira sem eignir ríkisins gefa af sér, þeim mun minna þurfa þegnarnir að greiða í skatta. Sumar eignir eru þess eðlis að arður af þeirn verður ekki mældur á sama hátt og hjá fyrirtæki. Þar má nefna ýmis mann- virki, til dæmisumferðarljóseðaholræsi. Hins vegar má t.d. meta arðsemi vega og hafna með því að mæla umferðarþunga og uppskipun. Þannig ætla ntenn að reka Hvalfjarðargöng með vegartolli vegfar- enda. Um göngin verður rekið sérstakt fyrirtæki, sem kunnugt er. Allt mælir með því að fjárhagslegt mat verði tekið upp á sem flestum sviðum þar sem því verður við komið, því á þann hátt er líklegra að ákvarðanir um fjárfestingar verði skyn- samlegri en ella. Hvers vegna á ríkið að seljaeignir? Spurningin er réttmæt, en við henni eru rnörg góð svör: a) Ríkið hefur beinar tekjur af sölunni og getur notað þær til þess að greiða upp skuldir. b) Ríkið kemur sér frá kostnaði, til dæmis við viðhald eigna eða meðgjöf með rekstri. Frægt dæmi um hið síðar- nefnda er rekstur Alafoss um árabil. c) Reynslan bendir til þess að kostnaður fyrir neytendur við þjónustu sé minni hjá einkaaðilum en ríki. Utboð að ýmsu tagi þar sem áður var ríkisrekstur (t.d. hjá Vegagerð) styðja þetla. d) Hjá ríkinu ber enginn ábyrgð á neinu. Afskril'tir á 60 til 70 milljörðum króna hjá sjóðum og innlánsstofnunum hafa ekki kallað á eina einustu afsögn eða afsökun. e) Kjör starfsmanna hjá einkafyrir- tækjum eru yfirleitt betri en hjá ríkinu. Fyrir nokki'um árum kepptust opinberir starfsmenn við að krefjast sambærilegra kjara og gilda á frjálsum markaði. f) Ríkið á ekki að vasast í málum sem einkaaðilar geta sinnt. Allar þessar ástæður eru gildar, þótt auðvitað megi deila um að hve miklu leyti þær eigi við í h verj u til viki um sig. Einka- aðilar eru j afn misjafnir og þeir eru margir og alls ekki allir jafnhæfir til rekstrar. Meginkosturinn við einkaeign er sá að þar eru menn að sýsla með eigið fé og eru lfklegri til þess að fara vel með það en eigur annarra. Hins vegar getur hver og einn horft í eigin barm (eða bílskúrs- geymslu) til þess að kanna hvort hann hafi alltaf farið vel með peningana. Ríkið á eleki að láta staðar numið við það að selja eignir heldur á það að færa rekstur þein'a stofnana sem það á áfrarn til einkaaðila. Meðal stofnana sem geta haldið áfram að rækj a hlutverk sitt í einka- rekstri og jafnvel betur en nú er eru: Hag- stofan, Byggðastofnun, Þjóðhagsstofnun, Seðlabankinn, Flugmálastjórn, Há- skólinn og Landspítalinn. Ríkiðyrði enn um sinn helsti kaupandi þjónustu al’ þessum aðilum. Verkefnin væru hins vegar falin einkaaðilum, sem myndu vinna þau betur og ódýrar, rétt eins og verktakar leggja nú vegi og srníða brýr ódýrar en Vegagerðin gerði áður. Efni blaðsins I forsíðugrein er fjallað um þá spurningu hve langl ríkið geti gengið í einkavæðingu. Vísbending kemst að því að áratugir séu í að ríkið hafi gengið alla leið, jafnvel þótt það keppist við. Markús Möller, hagfræðingur, fjallar um veiðileyfagjald í sjávarútvegi. Þeir Armann Þorvaldsson og Hreiðar Már Sigurðsson fjalla um nýtt tœki við fjármálastjórnun, fólgna framvirka samninga og skýra þá með dæmi miðað yvið núverandi víxilvexti.__________

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.