Vísbending


Vísbending - 29.02.1996, Blaðsíða 2

Vísbending - 29.02.1996, Blaðsíða 2
V ISBENDING Fyrirkomulag veiðileyfagjalds Markús Möller — umræðunni um fiskveiðistjórnun og úthlutun aflaheimilda hefur verið undan því kvartað, að for- mælendur veiðileyfagjalds hafi ekki lagt fram útfærðar tillögur að framkvæmd þess. Það er að vísu ofsagt, en engu að síður er þessari grein ætlað að bregðast við slíkum umkvörtunum. Henni er hins vegar ekki ætlað að vera einhver stóri- sannleikur eða síðasta orðið í umræðunni, og rétt er að taka fram að ekkert er fjallað um mismunandi kosti í veiðistjórnun. Þótt gengið sé út frá núverandi aflamarks- kerfi, er einfalt að útfæra þessar hug- myndir t.d. miðað við sóknarkvóta. Ekki er heldur tekin afstaða til hvort setja ætti hluta af heildarafla til hliðar vegna áfram- haldandi krókaleyfisveiða. Það væri þó einfalt mál ef ástæða þætti til. Það sem tryggja þarf Það er varla umdeilt að fiskistofnarnir við Island eru undirstaða þeirra lífskjara sem tekist hefur að byggja upp í landinu. Sérílagieru þeirgrundvöllurviðkvæmra byggða víða um land. Því er að vonum að gerðar séu miklar kröfur til þeirra reglna sem gilda eiga um meðferð fiski- stofnanna. Eftirfarandi listi er varla tæmandi, en nægilega vandasamt yrði þó að uppfylla þau skilyrði sem þar eru talin: 1) Að tryggja eftir föngum að þjóðin öll njóti arðsins af fiskistofnunum og að lífskjör almennings verði sem best. 2) Að skila auðlindum landsins til komandi kynslóða, þannig að þær hafi af þeim hag með sama hætti og núlifandi Islendingar eiga kost á . 3) Að aðlögun að breyttu fyrirkomu- lagi geti farið fram án harmkvæla fyrir einstaklinga, byggðir og fyrirtæki sem eru sérstaklega háð sjávarútvegi. 4) Að arðsemi auðlindanna sé sem mest, þ.e. að sem mest verðmæti verði framleidd með sem minnstum til- kostnaði. Augljóst er að fjórða atriðið, hámarks- arðsemi, er forsenda fyrir að almennar tekjur verði í hámarki, að því tilskyldu þó, að ekki séu árekslrar milli arðsemi og almennrar dreifingar auðlindaarðsins. Sá árekstur virðist ekki vera fyrir hendi. Það er hins vegar einsætt að hámarks- arðsemi fiskistofnannanæstekki án þess að sjávarútvegsfyrirtæki njóti eðlilegra starfsskilyrða og fé sem lagt er í sjávar- útveg hafi sömu ávöxtunarskilyrði og annað fjármagn. Vandséð er að núverandi fyrirkomu- lag á meðferð veiðiréttar standist þær kröfur sem hér eru taldar. Til þess að kvótalausir landsmenn njóti góðs af fiski- stofnum í einkaeign þurfa óbeinar tekjur þeirra í eigin launum og skattgreiðslum frá sjávarútvegi að vera verulegar. A því eru sáralitlar líkur. Miklu líklegra er að beina gjaldtöku þurfi til að almenn lífskjör verði sem best. Það erfyrirkomulag slíkrar gjaldtöku sem hér er fjallað um. Fitjað er upp á því sem kalla mætti skarað uppboð til langs tíma með eftirágreiðslum og afurðaverðs- tengingu. Gert er ráð fyrir tiltölulega skammri aðlögun fyrir útgerðir en lengri umþóttunartíma fyrir útvegsbyggðir. Almennt útboðskerfi Grunneining eignarhaldsins yrði hin sama og nú er, hlutfall af tilteknum heildarafla í tiltekinni fisktegund, en gert er ráð fyrir að heildarafli yrði ákveðinn á svipaðan hátt og nú. Núverandi hand- hafar kvóta myndu hafa hann endur- gjaldslaust t.d. í 4 ár. Á fimmta ári hæfist aðlögun að framtíðarfyrirkomulagi og þá yrðu 2/8 af heildarkvótanum leknir af fyrri handhöfum, 1/8 boðinn út til 8 ára og 1/ 8 boðinn út til eins árs. Tilgangur skamm- tímaútboðsins er að tryggja nægt fram- boð á veiðirétti til skamms tíma meðan á breytingum stendur. Á árum 6-11 yrði 1/ 8 af heildarkvóta boðinn út árlega, ókeypis kvóti fyrri handhafa minnkaður að sama skapi og skammtímakvótinn leigður á ný. Á tólfta ári yrði skamm- tímakvótinn loks boðinn út til átta ára. Á hverj u ári þaðan í frá y rði 1 /8 hluti heildar- kvótans boðinn út á ný. Kvóti yrði fram- seljanlegur innan útboðstímans eftir svipuðum reglum og gilda almennt um leigusamninga. Átta ára taktur er hér valinn til samræmis við líklega endingu skipa. Með slíkum útboðstakti yrði áætlanagerð auðveld að því leyti að af- komuhorfur skips gætu legið tiltölulega ljósar fyrir þegar ráðist væri í smíði eða meiri háttar endurbætur. Auðvelt er að gera sér í hugarlund aðra tímaviðmiðun, og hægt væri að slá varnagla vegna þess heildarafla sem útgerðin fengi án endur- gjalds: Ef afturkippur kæmi í upp- byggingu fiskistofna, væri hægt að veita lengri umþóttunartíma sem því svaraði. Tilboð í veiðirétt Tilboð í veiðirétl myndi liltakategund afla, hlutfall af heildarafla viðkomandi tegundar og greiðsl u fyrir h vert veitt kíló, sem greiða skyldi innan hæfilegra tíma- marka eftir að afla væri landað. Til að draga úr áhættu af verðsveiflum mætti tengja tilboðin hæfilegum afurðaverðs- vísitölum, olíuverði og jafnvel afla- magninu sem úthlutað væri á hverjum tíma. Þannig mætti til dæmis bjóða 30 kr/kg fyrir 2% af heildarafla í þorski í 8 ár, með 0,8% hækkun eða lækkun krónu- tölunnar fyrir hvert 1 % sem verð á 5 punda pakkningu af þorskflökum viki frá 2,5 dölum á pund og 0,1% hækkun eða lækkun fyrirhvert 1 % sem leyfilegurþor- skafli viki frá 250 þúsund tonnum á ári og með 0,2% lækkun fyrir hvert 1 % sem verð á Norðursjávarhráolíu færi upp fyrir 20 dali á tunnu. Tilgreina þyrfti í útboðsskilmálum hverju sinni hvaða verðviðmiðanirmætti nota og eins væri æskilegt að tilkynna fyrirfram eftir hvaða reglum tilboð yrðu borin saman. Ef einhverjum finnst þetta flókið útboðsferli, er því til að svara, að til þess að bjóða vitlega í varanlegan kvóta í núgildandi kerfi þarf svipaða út- reikninga eða flóknari, og áhættan er meiri. Tímabundinn byggðakvóti Ljóst er að ýmis smærri sveitarfélög í landinu eru svo háð fiskveiðum og vinnslu, að byggðin og þar með verð- mæti fasteigna stendur og fellur með sjávarúlvegi. Ef þessi byggðarlög yrðu varanlega undir í samkeppninni um veiði- heimildir, eða ef útgerðarmenn í núver- andi kerfi sæju hag sínum betur borgið annars staðar, yrðu íbúðar- og fisk- vinnsluhús á þessum stöðum verðlaus. Eigendur þeirra myndu því tapa stórlega áhagræðingu ísjávarútvegi. Utboðmeð eftirágreiðslu er að vísu stórum áhættu- minna fy rir þessa staði en núverandi kerfi. Ef björgin tapast á nauðungaruppboði þarf nú auk skips að kaupa kvóta sem hæglega getur haft tvöfalt verðmæti á við skipið, en ef kvóti fæst leigður með eftir- ágreiðslu þarf einungis að fjármagna skipið fyrirfram. Vert væri þó að tryggja hag íbúa á viðkvæmum stöðum enn frekar með því að bjóða tiltekinn hluta af heildarafla út sérstaklega og binda útboð hans því skilyrði að aflanum yrði landað á lilteknum stað eða að hann l'æri þar að minnsta kosti um hlöð áður en hann mætti taka til vinnslu annars staðar. Hægt væri að ganga enn lengra með því að áskilja að aflinn væri unninn á löndunarstað. Á því eru þó annmarkar. Eðlilegt væri að hverbyggðfengi ey mamerktan hlut í hl ut- falli við umfang vinnslu síðustu árin, en þessi sérréttindi minnkuðu hlutfallslega ef vinnufærum íbúum fækkaði. Rétt er að taka fram að til lengri tíma litið er óskynsamlegt að hvetja til búsetu þar sem hún er dýr. Af þeirri ástæðu væri skynsamlegt að setja tímamörk á þá verndun sem hér er lýst. Til að nefna tölur, mætti merkja fimmtung heildarafla eftir byggðum og láta verndina standa í 30 ár eftir að uppboðskerfið væri komið á að fullu en síðan falla niður á tiltölulega skömmum tíma. Hver sem vemdartíminn 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.