Vísbending


Vísbending - 15.03.1996, Blaðsíða 3

Vísbending - 15.03.1996, Blaðsíða 3
ISBENDING nánustu og því beri löggjafanum að sjá til þess að sparnaðurinn nýtist í þágu við- komandi einstaklings. Það er augljóst að það er ekki nægjanlegt að leggja sparnaðinn inn á bankabók, sem síðan yrði greitt úr frá ellilífeyrisaldri eða ef viðkomandi missti starfsorkuna. Slíkt kerfi gengur einungis upp fyrir þá sem halda óskertri starfsorku fram að lífey- risaldri og eru síðan svo tillitssamir að deyja á þeirri stundu þegar sparnaðurinn er uppurinn. Því er nauðsynlegt að nota að minnsta kosti hluta af þessum skyldu- ✓ Avöxtun á hluta- bréfamörkuðum víða um heim Mikil hækkun á verðmæti hlutabréfa á íslandi hefur orðið mörgum umhugsunar- efni. Markaðurinn tók við sér árið 1995 eftir dýfu á árunum þar á undan. Margir velta því fyrir sér hvers vegna bréfin hækki svo mikið sem raun ber vitni og h vort eitthvert lát verði á hækkunum. Að sinni verður það ekki skoðað heldur hitt: Hvar stendur íslenski markaðurinn í samanburði við aðra markaði? Góð hækkun hér, en ekki einsdæmi f töflu eru sýndar upplýsingar um ávöxtun frá nokkrum verðbréfa- mörkuðum. Þar sést að Island er framar- lega en þó eru nokkrir markaðir sem gáfu enn betri ávöxtun. Við nánari skoðun virðist sem þeir eigi það flestir sameigin- legt að ólíklegt y rði að telja að Islendingar teldu þá vænlegan fjárfestingarkost. íran er í fyrsta sæti en þar hefur verð hluta- bréfa greinilega verið á fleygiferð undan- farið ár og er enn í janúar. Klerkaveldið þar virðist ekki líklegt til þess að laða að fjárfesta. Tyrkland er í öðru sæti. Þar er nýlega tekin við völdum stjórn sem hy ggst draga úr viðskiptafrelsi, reisa toli- múra og endurskoða samvinnu við Vesturlönd. Póiland, frelsað undan ánauð kommúnista, hefur nú valið þá aftur til forystu. Landið virðist ekki fýsi- legt fyrir varkáran íjárfesti. Hong Kong fer næsta ár undan yfirstjórn Breta og undiryfirráð Kínverja. Borgin hefur verið eitt frjálsasta verslunarsvæði heims og lífskjör hafa stórbatnað. En treysta menn loforðum Kínverja um 50 árakapítalisma enn? Eftir þessa heldur dauflegu upp- talningu kentur ísland, nánast jafnt Mexíkó. Það er sannarlega ekki hægt að segja að 45% ávöxtun sé neitt slor og sparnaði í lífeyristryggingar. Slíkar tryggingar má bæði kaupa hj á try gginga- félögum og fá með þátttöku í' lífeyris- sjóði. Það er hlutverk löggjafans að tilgreina lágmarksskyldutryggingar lífeyris, by ggðar á traustum tryggingafræðilegum grunni. Jafnframt þarf að segja til urn hvaða lágmarksskilyrði þau félög (þar með taldir lífeyrissjóðir), sem bjóða slíkar tryggingar, þurfa að uppfylla. Ef frelsi ríkir, þáræðurhverog einn þvíhjáhvaða félagi hann ávaxtar lífeyrissparnað sinn. hækkunin hélt áfram í janúar ’96 (og heldur áfram enn). Efnahagslíf Mexíkó var nánast hrunið til grunna fyrir rúmu ári þannig að leiðin gat vart legið nema upp á við. Af Vesturlöndum eru Bandaríkin með besta ávöxtun á hlutabréfum, 40% m.v. Chicago markað og 33% miðað við New York markaðinn. Hér eru birtar tölur frá þessum tveimur mörkuðum til þess að minna á að munur getur verið innanlands eftir því hvaða markað eða hvaða vísi- tölu menn skoða. Af Norðurlöndum er ávöxtunin best í Svíþjóð um 17% en lökust í JFinnlandi, þar sem verðið féll um 3%. I Lúxemborg féll verðið um 6% á tólf mánuðumen um 8% í janúareinum. A botninum í þessari töflu er Tævan, en þar hefur á undanförnu ári byggst upp mikil spenna vegna ógnana frá Kína. U pptalningin hér að framan vekur upp spurningar um það hvort best ávöxtun á hlutabréfamörkuðum náist á mörkuðum þar sem spennu- eða óvissuástand ríki. Það virðist ekki ósennileg kenning, en Jafnframt getur hann þá ákveðið hvort iðgjald umfram það sem þarf til kaupa á skyldutryggingum renni í séreignarsjóð eða til kaupa á viðbótar lífeyris- eða líf- tryggingum. Settar væru kröfur um eftir- lit endurskoðenda og almennar starfs- reglur sjóðanna. Frelsið gefur mönnum svigrúm til þess að velja þá tegund af sjóði sem best hentar hverjum um sig. Réttindin réðust af iðgjaldagreiðslum. Rammalöggjöf um lífeyrissparnað í þessum anda tryggir að allir landsntenn búi við sambærileg lífeyriskjör. geysihá ávöxtun á Bandaríkjamarkaði og raunar mörgum Vestur-Evrópu mörkuðum bendir til þess að um einhvers konar tískus veiílu hlutabréfakaupa sé að ræða, a.m.k. að hluta til. Margir sérfræðingar óttast að árás Kína á Tævan eða stríð fyrir botni Miðjarðarhafs gæti orðið til þess að markaðurinn hryndi. Minnsti markaður í heimi? íslendingar kunna því yfirleitt illa að vera ekki flokkaðir með „öðrum alvöru- þjóðum". En það er sama hvað okkur finnst, landið er eitt hið fámennasta í heimi og margar hagstærðir bera þess merki. Mörgum kann að þykja það merki- legt að settur sé upp markaður fyrir 27 hlutafélög, ef aðeins eru talin þau sem skráð eru á Verðbréfaþingi Islands. Á töflunni sést að íslenski markaðurinn er minnstur, en ekki langminnstur. Á finnska markaðinunt eru skráðu fyrir- tækin aðeins 73, í Póllandi 67 og um 200 í Noregi, Svíþjóð og Danmörku. En við sjáum að á Chicago- markaðinum í Bandaríkjunum eru ekkert rnjög niörg fyrirtæki heldur. Hins vegareru markaðsverðmæti og viðskiptaumsvif þar ekki sambæri- leg við aðra markaði í þessari upp- talningu. Það má spyrja, hvort það væri hollt fyrir íslensk hlutafélög ef þau væru skráð á stærri markaði. Þá væri samanburðurinn ekki bara nokkur örsmá fyrirtæki á alþj óðavísu heldur miklu tleiri fyrirtæki, t.d. á Norður- landamarkaði. Þróunin virðist vera sú að markaðir sameinist með að- stoð tölvutækni. Þegar er talað urn 24 stunda alheimsmarkað með verð- bréf. Smæð og kostnaður gætu háð íslenskum fyrirtækjum sem vilja fá skráningu erlendis, en í sjállu sér er líklega ekkert sem bannar það. Það væri eðlilegt að fyrirtæki eins og Eimskipafélagið, Flugleiðir og olíu- félögin riðu á vaðið. Með því væri fyrsta skref stigið að landvinningum íslendinga á nýju sviði. íslands- banki eldri var skráður á hlutabréfa- markaði í Þýskalandi. Það er tíma- bært að nafni hans yngri hugi að því að feta í þessi fótspor.-------- r ' ^ ~ \ Avöxtun hlutabréfa og fjöldi skráðra félaga í ýmsum löndum Árshækkun HækkunFjöldi skráðra jan ’95-’96 jan. ’96 hlutafél. Iran 146,29% 24,09% 182 Tyrkland 96,16% 23,65% 206 Pólland 69,24% 37,27% 67 Hong Kong 47,92% 13,09% 543 ísland 45,02% 7,10% 27 Mexíkó 44,92% 9,22% 185 Bandaríkin Chi 40,36% 5,44% 285 Suður Afríka 35,95% 10,32% 639 Bandaríkin NY 32,86% 3,19% 2.241 Brasilía 32,60% 19,83% 570 Bretland 25,66% 1,90% 2.489 Ástralía 25,01% 3,88% 1.176 Þýskaland 22,21% 9,60% 1.650 Holland 22,10% 4,67% 433 Svíþjóð 17,05% 1,66% 223 Noregur 14,42% 1,92% 165 Japan 10,20% 2,24% 1.795 Danmörk 7,94% 6,07% 224 Finnland -3,16% 2,83% 73 Lúxemborg -5,97% -7,57% 280 Tævan -24,48% -7,93% 350 ^Heimild: Focus, jan '96, Verðbréfaþing íslands 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.