Vísbending


Vísbending - 21.06.1996, Blaðsíða 1

Vísbending - 21.06.1996, Blaðsíða 1
V Viku ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 21. júní 1996 22. tbl. 14. árg. Framleiðni fjármagns á Islandi Heildarfjármunir í notkun hjá íslenskum atvinnugreinum, hægri ás vísitala 1990=100, framleiðni fjármagns, vinstri ás vísitala 1990=1, á árabilinu 1947-1993 (hlaupandi 5 ára meðaltal) Síðasta aldarfjórðunginn hal'a Islendingar verið óragir við að kaupa fjármuni til atvinnu- rekstrar. Ef fjárfesting í atvinnuvegum er skoðuð ein og sér og skilin frá íbúðabyggingum og framkvæmdum ríkisins, þá var á árunum 1970-79 um 17% af landsframleiðslu varið til fjárfestinga í atvinnurekstri að meðaltali. Arin 1980-89 var þetta sama meðaltals- hlutfall um 13%, en á síðustu sex árum aðeins 8%. Sviptingar í fjárfestingum landsmanna eru því miklar og kaup á framleiðslufjármunum hafa minnkað um nær helming sem hlutfall al' lands- framleiðslu á rúmum áratug. A verðlagi ársins 1995 hefur alls verið fjárfest í innlendum atvinnuvegumfyrirum 1.042 milljarða króna frá 1970 til 1995 eða um 40 milljarða á ári að jafnaði. Þelta eru mikilfenglegar tölur en hverj u hafaþessirrúmu 1 .OOOmilljarðarskilað? Ein leið lil að meta þetta er að skoða framleiðni fjármagns, þ.e. hverju skilar hver króna f fjárfestingu til landsframleiðslu. S veiflukennd framleiðni Til að meta framleiðni fjármagns á Islandi hel'ur V ísbending farið þá leið að nota mat Þjóðhagsstofnunar á afskrifaðri fjármunaeignatvinnuvegannaogerþeim sem vilja kynna sér matsaðferðir bent á Þjóðliagsreikninga 1945-1992 sem nefnd stofnun gaf út árið 1994. Þessar tölur um bundna fjármuni í hverri atvinnugrein eru síðan bornarsaman við framlag þeirra til landsframleiðslu á hverjum tíma og þannig fæst mat á framleiðni fjármagns í hverri grcin. A mynd hér að ofan gefur að líta þróun á framleiðni tjármagns frá 1945-1993. Það vekur helst athygli hversu háð hagsveiflum hún er, en tölurnar eru þó að nokkru leyti jafnaðar út með því að taka 5 ára hlaupandi meðaltal. Þar sést að framleiðni var mjög há 1947 sem er afleiðing stríðsins og einangrunar landsins, en þá voru fjárfestingar illmögulegarog hátt verðáfiskafurðum. Þá dettur hún niður í kjölfar nýsköpunar- fjárfestinganna og erfiðra ytri skilyrða, en rýkur svo upp þegar síldveiðar byrja og er mikil meðan þær endast. Það er í raun ekki mikið að græða á þessum tölum fyrir 1970, þarsemhagkerfið varbundið miklum höftum og stór hluti fjármagns var bundinn í fjármunum tengdum uppsjávarveiðum sem voru gífurlega sveiflukenndarogyfirgnæfðu alltannað, þá er vel aflaðist. Hallar undan fæti Frá 1970 hal’a þrjár meginsveiflur orðið í framleiðni fjármagns hérlendis. Súfyrstanærhámarki 1972, önnurl980 oglokshinþriðja 1987. Enefsveiflunum sleppir, þá virðist framleiðni fjármagns hafaleitni niðurávið,þ.e.felluryfirtíma. I kenningum hagfræðinnar er venjulega gert ráð fyrir fastri stærðarhagkvæmni (e. constcmt retarn to scale), en þá tvöfaldast framleiðsla ef allir framleiðsluþættir eru tvöfaldaðir. Með öllwnframleiðsluþáttwn er ekki aðeins átt við vélar og vinnuafl, heldur líka hluti eins og reynsla stjórnun, hugvit, frumkvæði, tækni o. s. frv. Samkvæmt þessari kenningu ætti framleiðni fjármagns að standa í stað. En af því að þættir eins og tækni og hugvit eru vart mælanlegir, en eru samt í stöðugri framför þá ættum við að búast við vaxandi framleiðni fjármagns. Framfarir ættu verða til þess að hver eining fjármagns dugi til þess að framleiða meira en áður. Benda má á að í þessum tölum eru fjárfestingar hins opinbera í innviðum hagkerfisinsfe. infrastructure), t.d. vegir, brýr o.fl., ekki teknar með, en þær ættu að auka framleiðni fjármagns hjá atvinnuvegunum. Þessi neikvæða þróun í framleiðni fjármagns sent myndin sýnirsíðustu 25 árinhlýturþvíaðteljast öfugogeraðeins hægt að skýra sem afleiðingu al' offjárfestingu. Milljarðarnir þúsund virðast ekki hafa verið festir í nægilega arðbærum hlutum. Þetta verður enn ljósara ef hver atvinnugrein er skoðuð fyrir sig, þar sem fjármunirnir virðast hlaðast upp með miklum hraða, en framleiðni þeirraminnkarmeðári hverju. Þess ber einnig að geta að framleiðni vinnuafls og fjármagns eru nátengdir þættir og hljóta að fylgjast að þegar til lengra tíma er litið. Ofangreind mynd gæti því skýrt hvers vegna afköst vinnuafls eru svo lág hérlendis sem raun ber vitni og af hverju við höfum búið við kyrr kjör síðustu 10 ár. Það eru fyrst og fremst arðbærarfjárfestingareraukaframleiðni hinna vinnandi handa.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.