Vísbending


Vísbending - 26.07.1996, Blaðsíða 1

Vísbending - 26.07.1996, Blaðsíða 1
V Vi k u ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 26. júlí 1996 27. tbl. 14. árg. Er hlutabréfamarkaðurinn á ystu nöf? Þingvísitala hlutabréfa 1. jan. 1994 til 22. júlí 1996 / Agnar Jón Agústsson Frá áramótum hefur gengi hlutabréfa hækkað um 43% og er það meiri hækkun en flestir þorðu að spá. Þá hefur gengi hlutabréfa hækkaðum 135% fráársbyrjun 1994,en til samanburðar hefur bandaríska hluta- bréfavísitalan hækkað um rúm 60% á sama tímabili. Nokkuð hefur verið rætt og ritað undan- farið um að gengi íslenskra hlutabréfa sé orðið of hátt, og margir hafa nefnt þá skýringu að gengið hafi hækkað svo mikið að það geti ekki hækkað meira. Sú skoðun byggir á fortíðarreynslu, en fj árfestar ættu fremur að líta til framtíðar. A markaði þar sem mikil samkeppni ríkir og gott upplýsingaflæði er til staðar, endurspeglar gengið horfur fyrirtækja. Sem dæmi má nefna að það er nokkuð algengt á bandarískum hlutabréfamark- aði að gengi hlutabréfa byrji að hækka 6- 9 mánuðum áður en afkoma fyrirtækja breytist og gengi hlutabréfa getur orðið hátt þegar væntingar eru miklar. Þess vegna er erfitt er að segja til um hvenær gengið sé orðið of hátt því upplýsingar Tafla ltV/H-hlutfall1 hjá fyrirt. á Verðbréfaþingi Islands SR-Mjöl 30,08 Útgerðarfélag Akureyringa 26,94 Marel 25,97 Eimskip 23,56 Jarðboranir 23,02 Olíufélagið 22,70 Skeljungur 22,15 OLÍS 21,03 Grandi 20,62 Islandsbanki 19,93 Lyfjaverslunlslands 18,95 Skagstrendingur 18,47 Haraldur Böðvarsson 17,34 Sildarvinnslan 16,93 Hampiðjan 16,84 Sæplast 13,29 Tæknival 11,83 Þormóðurrammi 11,68 Flugleiðir 9,57 Plastprent 8,42 Skinnaiðnaður 5,08 Sláturfélag Suðurlands 2,63 Kaupfélag Eyfirðinga -4,57 Vinnslustöðin -10,98 Meðaltal 17,52 Vegið meðaltal 19,52 ’ V/H = Gengi • útgefið hlutafé/hagnaði. urn það by ggja á spá urn framtíðarhagnað fyrirtækja og samanburði við aðra fjár- festingarkosti, s.s. skuldabréfavexti. Hvað veldurbjartsýninni? Það er skoðun margra að afkoma og arðsemi fyrirtækj a sem skráð eru á Verð- bréfaþingi íslands eigi eftir að batna á þessu ári og því næsta. Það eru t.d. bjartar horfur í sjávarútvegi almennt, og þá sér- staklega uppsjávarveiðum. Einnig er merkjanlegur bati hjá iðnfyrirtækjum skráðum á Verðbréfaþingi íslands, en mörg þeirra hafa blásið til sóknar á erlendum mörkuðum og markaður fyrir vöru þeirra og þjónustu hefur stækkað og hagnaðartækifærum hefur fjölgað. Þá hefur hagurinn vænkast hjá samgöngu- og olíudreifingarfyrirtækjum. Stöðug- leiki í íslensku efnahagslífi, lækkandi vextir, lág verðbólga og lágt raungengi (hvort sem miðað er við laun eða verð- lag) hafa skapað þær forsendur sem fyrir- tæki þurfa til þess að vaxa og dafna. Þá má einnig nefna að á undanförnum árum hefur almenn þekking á stjórnun stór- balnað hjá íslenskum fyrirtækjum. Beðiðeftirmilliuppgjöri Ávöxtun hlutabréfa hefur óvíða verið betri en á íslandi sl. tvö ár. Á þessu ári hefur velta á hlutabréfamarkaði stór- aukist og varhún urn 2,5 milljarðarfyrstu sex mánuði þessa árs. Eins og sést á meðfylgjandi töflu 1, varhækkuninmest á gengi Borgeyjar, um 200%, Marels um 139% (en gengi þess fyrirtækis lækkaði 18.7.sl.úr I4,3írúmlega 11),Hraðfrysti- húss Eskifjarðar um 133% og Síldar- vinnslunnar um 120% frá áramótum. Nokkuð skot kom í hlutabréfamarkaðinn þegar A-llokkar spariskírleina ríkissjóðs voru innkallaðir nú í júlí og nokkrir milljarðarkomu til innlausnar. Nokkurs titrings er farið að gæta á hlutabréfa- markaði vegna sex ára uppgjörs hjá fyrirtækjum og lækkaði gengi hlutabréfa talsvert 18. júlí sl. Mest var lækkunin hjá Marel nálægt 30%. Á næstu dögum og vikum mun koma í ljós hvaða fyrirtæki standa undir væntingum og hver ekki. Ljóst er af gengi hlutabréfa að almennt vænta menn þess að afkoma fyrirtækja verði góð. Meðfylgjandi línurit sýnir þróun þingvísitölu hlutabréfa frá byrjun árs 1994 til 10. júlí 1996. Eins og sést á línuritinu, ef því er skipt í tvö tímabil I og 11, hefur hlutabréfaverð hækkað nokkuð stöðugt l'rá janúar 1994 til nóvembþr 1995 eða um 54% (um 0,06% ádag). Á tímabili II semerfránóvember 1995 til lO.júlí 1996hækkaði hlutabréfa- verð hins vegar um 51% eða (0,16% á dag) sem er mun meiri hækkun en á tíma- bilinu á undan. Helsta skýring á kröft- Efni blaðsins Forsíðugrein fjallarum miklahækk- un á verði hlulabréfa og skýrir þær. Byggðastefna er til umfjöllunar á bls.3 og rætt um Byggðastofnun og Framleiðnisjóð. Draga ber úr lán- ^veitingum í nafni byggðastefnu.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.