Vísbending


Vísbending - 09.08.1996, Blaðsíða 4

Vísbending - 09.08.1996, Blaðsíða 4
ISBENDING Hagtölur Fjármagnsmarkaöur Ný lánskjaravísitala 3.493 08.96 Verðtryggðbankalán 8,8% 21.07 Óverðtr. bankalán 12,2% 21.07 Húsbréf, kaup (ný. flokk.) 5,60% 07.08 Spariskírteini, kaup (5-ára)5,58% 07.08 M3 (12 mán. breyting) 4,8% 05.96 Þingvísitala hlutabréfa 2.080 07.08 Fyrir viku 2.039 Fyrir ári 1.201 Verðlag og vinnumarkaður Vísitala neysluverðs 176,9 07.96 Verðbólga- 3 mán. 2,5% 07.96 -ár 2,4% 07.96 Vísit. neyslu - spá 177,2 08.96 (Fors.: Gengi helst 177,6 09.96 innan ±6% marka) 178,0 10.96 Launavísitala 147,9 06.96 Árshækkun- 3 mán. 1,4% 06.96 -ár 5,9% 06.96 Kaupmáttur-3 mán. 2,7% 06.96 -ár 3,7% 06.96 Skortur á vinnuafli 0,0% 04.96 fyrir ári 0,2% Atvinnuleysi 3,6% 06.96 fyrir ári 5,1% Velta mars-apríl ’96 skv. uppl. RSK (milljarðar kr. og breyt. m/v 1995) Velta 129 13% VSK samt. 7,9 7,1% Hrávörumarkaðir Vísitalaverðssjávarafurða 103,0 06.96 Mánaðarbreyting -0,5% Ál (99,7%) (USD/tonn) 1.476 06.08 Mánaðar breyting 1,3% Sink (USD/tonn) 1.012 06.08 Mánaðar breyting 0,9% Kvótamarkaður 06.08 (Krónur/kg) Leiga Varanl. Þorskur 100 600 fyrir mánuði 95 600 Ýsa 5 127 fyrir mánuði 3 127 Karfi 38 160 fyrir mánuði 35 160 Rækja 75 400 fyrir mánuði 75 340 Vísbending vikunnar Það væri athyglisvert að reyna hérlendisnýjafjármögnunarleiðfyrir- tækja, þ.e. kaupréttarbréf. Með því móti gæfu fyrirtækin handhafa bréfsins heimild til þess að kaupa hlutabréf á fyrirfram ákveðnu gengi einhvern tíma næstu fimm ár, svo dæmi sé tekið. Gengið tilgreint í kaup- réttarbréfinu er þá yfirleitt mun hærra en núverandi gengi. Verð kaupréttar- bréfsins ræðst þá af trú nianna á hækkun. Erlendis eru slík bréf oft notuð í viðskiptum, t.d. sem laun til starfsmanna og hafa verið þeim hvatning til góðrar frammistöðu. Að lækka skatta og eyða fjárlagahalla Forsetaefni Repúblikana í Banda- ríkjunum, Bob Dole, hefur lagt fram til- lögur um að lækka tekjuskatt landa sinna um um 15% á næstu 3 árum. Þessar lækk- anir eiga ekki að vera í andstöðu við stefnu Repúblikana urn að eyða fjárlagahall- anum fyrir árið 2002. Skattlækkunin er talin kosta ríkissjóð Bandaríkjanna 550 ma. dala (36,2 þús. ma. ísl. kr.) á næstu 6 árum og mun mætt með fernum hætti. A) Eldri áætlun um hallalaus fjárlög árið 2002 gerði ráð fyrir minni skatta- lækkunum og 120 ma. dala minni tekj um ríkis vegna þeirra. Þessa fjárhæð getur Dole dregið frá sinni áætlun. Eftir standa 430 milljarðar. B) Ríkisútgjöld minnkuð um 150 ma. með því að skera niður styrki til fyrir- tækja (e. corporate welfare) og fleiri óskilgreinda I iði. Eftir standa því 280 ma. C) Gert er ráð fyrir auknum hagvexti. Tekjur ríkis voru 15 ma. umfram áætlun á síðasta ári og ef þessi aukning er varan- leg má áætla um 90 ma. auknar tekjur á næstu sex árum. Eftir standa 190 ma. D) Aformað að skattalækkanir fjár- magni sig sjálfar (e. supply side kicker). Lækkanirnar eiga að auka hagvöxt uni 0,3-0,6% næstu sex ár. Þannig nást inn 100-200 milljarðar og áætlunin stenst á endum. Margir hagfræðingar segja að þessi áætlun geti gengið upp. Vísa þeir m.a. í rannsóknir um að lækkun skattahlutfalls á þá lekjuhæstu valdi ekki minni skatt- tekjum. Aðrir benda á að þótt áætlunin sé fræðilega möguleg, sé óvissa mikil og allarforsendur verði að standastnákvæm- lega. Það sé hægara ort en gjört að lækka ríkisútgjöld og óvíst urn stuðning þjóðarinnar við slíkar tiltektir. Þá geti enginn sagt til með vissu hver hagvöxtur verði. Loks sé litið vitað uni hver áhrifin verði í raun og veru. Rannsóknir hafa niiðast við þá 0,5% tekjuhæstu, en minna sé vitað um hin 99,5%. Þá hafa margir minnst s vipaðrar áætlana hjá Reagan árið 1980. Ekki minni maðuren Greenspan, núverandi seðlabankastjóri Banda- ríkjanna, reiknaði þá út að skattalækkanir myndu skila ríkissjóði 121 ma. í afgang 1985. Þar gerði hann ráð fyrir áframhald- andi hárri verðbólgu og það kann m.a. að skýra að útkoman varð 198 ma. halli. H vað sem því líður er ljóst að Dole sjálfum finnst ekki nóg að gert. Hann lofar nú fleiri lækkunum á fjármagnstekju- og eignaskatti auk annarra skattafríðinda. •** N Skattþrep í Bandaríkjunum Nú Eftir lækkun 1 15% 12,75% 2 28% 23,80% 3 31% 26,35% 4 36% 30,60% V 5__________39% 33,66%_________ Aðrir sálmar í fúlustu alvöru Nú í vor þegar kúariðudeilan stóð sem hæst birti vikuritið The Economist for- síðumyndaf JohnMajorforsætisráðherra breta með nautshorn og fyrirsögnin var: Oður, slæmur og hœttulegur jyrir Bretland. Þessi forsíða er í raun lýsandi hvemig að breskir fjölmiðlar starfa, þeir em oft óvægnir við þá sem gegn áby rgðar- stöðum og beita háðinu miskunnarlaust. Slíkum vopnum beita íslenskir fjölmiðlar nær aldrei ef frá er taldar teikningar Sig- munds í Morgunblaðinu. Þess í stað höfum við nóg af pólitísku skítkasti þar sem hver situr í sinni gryfju og hendir í andstæðinga sína og sem góðum íþrótta- mönnum sæmir þá skal aldrei hent í sam- herja. Hins vegar fer oft minna fy rir mál- efnalegri umræðu, og enn minna fyrir vopni sem ofterbitrast;háðinu. Því flestir þeir sem gegna ábyrgðarstöðum á íslandi eiga eitt sameiginlegt; þeir taka sjálfa sig ákaflega al varlega og eru viðkvæmir fyrir gagnrýni. Islenskum blöðum myndi aldrei líðast það sem þau bresku iðka. Það er skaði, því að í opnu lýðræðislegu þjóðfélagi eru það fjölmiðlamir sem eiga veila þeim aðhald sem verða að vera hafnir yfir pólitísk hrossakaup en fylgja ákveðinni stefnu eða hugsjón. Það er þó ljóst að á síðustu árum hafa kröl'ur unt faglegri og um leið beinskeyttari l'rétta- mennsku aukist. Sem tákn um það hafa tvö flokksblöð, Tíminn og Þjóðviljinn, í raun dáið drottni sínum. Hins vegar virðast íslenskir blaðamenn oft taka hlut- leysi sitt einurn of alvarlega. Frétta- skýringar eru gjarnan skrifaðar á þann hátt að vandlega sé farið yfir hvert orð til að þar sé ekkert er geti komið illa við neinn. Þannig að fyrir utan beinar tölu- legar upplýsingar og skoðanir hags- munahópa kemur fátt fram sem bitastætl er. A þennan hátt verður afraksturinn miklu fremur samantekt en skýring og lesendum er ekki hjálpað að komast að kjarna málsins. Góðar fréttaskýringar eru fáséðar á síðum íslenskra dagblaða, sérstaklega þær sem tengjast efna- hagsmálum. Islenska blaðamenn virðist skorta kjark eða einurð til taka á áróðri hagsmunahópa eða poti stjórnmála- manna hérlendis hvort sem er með háði eða málefnalegri gagnrýni. íslendingar mættu því taka Breta sér til fyrirmyndar (jjg læra að tala með tveimur hrútshomum.) Ritstjórn: Ásgeir Jónsson, ritstj. og ábm., Benedikt Jóhannesson. Útg.:Talnakönnun hf., Borgartúni 23,105 Rvík. Sími: 561-7575. Myndsendir: 561-8646. Internetslóð: http:// www.strengur.is/~talnak/vief95.html, netfang:talnak@strengur.is Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Háskólans. Prentun: Steindórsprent-Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. Ritið má ekki afrita án leyfisútgefanda.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.