Vísbending


Vísbending - 06.09.1996, Blaðsíða 2

Vísbending - 06.09.1996, Blaðsíða 2
✓ Abati af skráningu hlutabréfa á Verð- bréfaþingi Islands Símon Þór Jónsson Verðbréfaþing íslands er eini skipulegi hlutabréfamark- aðurinn á íslandi. Opni tilboðs- markaðurinn er ekki skipulegur mark- aður. Af lögum nr. 13/1996 um verð- bréfaviðskipti má sjá að skipulegir hluta- bréfamarkaðir eru í fy rsta lagi Verðbréfa- þing íslands og hliðstæðar kauphallir erlendis. f öðru lagi aðrir hlutabréfa- markaðir innan Evrópska efnahagssvæð- isins þar sem verðbréf ganga kaupum og sölum, eru opnir almenningi og eru viður- kenndir með þeim hætti sem bankaeftir- lit Seðlabanka íslands metur gildan. í þriðja og síðasta lagi markaðir eins og þeir sem að ofan eru greindir, utan Evrópska efnahagssvæðisins og eru viðurkenndirmeðþeim hætti sem banka- eftirlitið melur gildan. í þessari grein er rætt um þann ávinning sem hlutafélög hafa af því að skrá hluta- bréf sín á skipulegum hlujabréfamarkaði eins og Verðbréfaþingi íslands. Ávinn- ingi af skráningu á Verðbréfaþingi má einkum skipta í þrennt; ódýrara verður að afla fjármagns, sterkari eftirmarkaður myndast fyrir bréfin og félagið fær mikla auglýsingu. Þessi þrjú atriði tengjast en fjallað verður um hvert þeirra í sjálf- stæðum kafla. s Odýrarafjármagn Hlutafélög sem skráð eru á Verðbréfa- þingi Islands eiga að jafnaði mun auð- veldara með að afla fjármagns til vaxtar og þróunar en óskráð félög. Áhætta fjár- festa og lánveitenda er minni ef félögin hafa skráð hlutabréf þar sem slík félög eru bundin ákveðnum lágmarksskyldum um að veita upplýsingar um félagið. Fjár- magnseigendur vita betur hvað það er sem þeir eru að fjármagna og það leiðir til þess að þeir veita fé á hagstæðari kjör- um. M.a. af þessum sökum hal'a skráð félög tryggari aðgang að ýmsum sjóðum en óskráð félög. Til að mynda eru verð- bréfasjóðir skuidbundnir til að vera með a.m.k. 90% af verðbréfum sínum í skráðum verðbréfum, þ.á.m. skráðum hlutabréfum, sbr. 20.gr. laganr. 10/1993 um þá sjóði. Margir lífeyrissjóðir fylgja svipuðum takmörkunum. Upplýsinga- skylda skráðra hlutaielaga og skylda ýmissa sjóða til að fjárfesta í skráðum bréfum hefur verið samræmd með EES- samningnum og því gildir það sama um erlenda fjárfestingu og lánveitingu sem innlenda. Því getur virkt verðbréfaþing orðið til þess að auka erlendar fjár- ISBENDING festingar í íslenskum hlutafélögum. Ávinningurinn af skráningu á verð- bréfaþingi kemur vel í ljós þegar fjár- magna þarf mjög kostnaðarsamar og/eða sérstaklega áhættusamar framkvæmdir. Einstakirfjármögnunaraðilar, t.d. bank- ar, ráða oft ekki einir við fjármögnunina eða hafa einungis áhuga á að leggja lítið fjármagn í slíkar framkvæmdir. Á verð- bréfaþingi er hægt að skipta upp áhætt- unni þannig að einstakir aðilar taki að sér að fjármagna hluta hver um sig. Einnig getur skipulegur verðbréfa- markaður verið nauðsynlegur fyrir hluta- félög sem hafa lítið eigið fé og vantar fjármagn til að hrinda áhugaverðum og nýstárlegum hugmyndum í framkvæmd enda þótt það kosti ekki mjög mikið eða sé sérstaklega áhættusamt. Bankar og aðrar lánastofnanir lána frekar til einhvers sem hefur verið reynt áður og þeir geta gengið að nokkuð vísu. Við þetta bætist að lánastofnanir krefjast oft veða og setj a skilyrði um lágmarkshöfuðstól sem dæmir umrædd félög oftast úr leik. Skýrt dæmi um þetta eru hlutafélög sem stofnuð hafa verið í kringum einhverja tækni- nýjung sem þarf að þróa betur og markaðssetja. Þessi félög eiga mikla möguleika á að afla fjármagns á verð- bréfaþingi ef þau ná að kynna hugmy ndir sínar vel. Fjárfestingum á Islandi hefur lengi verið beint í gegnum þróunarsjóði og banka. Beinar fjárfestingar í gegnum verðbréfaþing leiða til hagkvæmari skiptingar fjármagns. Erlendis er algengt að kauphallirnar séu með sérstakan li sta fyrir lítil og með- alstór fyrirtæki, nokkurs konar b- skráningu hlutabréfa, sem sinnir slíkum félögum. Skilyrðin fyrir skráningu á slíka listaeru þáekki eins ströng og á a-listann. Hér er um að ræða hlutafélög sem mynda vaxtarbroddinn í atvinnulífinu; þar sem athafnamennskan ræður ríkjum, flestar nýjungar koma fram og flest störf eru sköpuð. Því hefur slfkur b-listi að j afnaði mikinn pólitískan stuðning og ekki ólík- legt að Verðbréfaþing Islands þróist í að hafa slíka tvískipta skráningu. Sterkari eftirmarkaður Formarkaður kaupir verðbréf þegar þau hafa verið gefin út en eftirmarkaður verslar með bréfin eftir það. Almennt er sterkari eftirmarkaður fyrir hlutabréf sem skráð eru á skipulegum markaði en fyrir óskráð bréf því að tíð viðskipti eru lík- legri en ella. Þelta leiðir af því að skráð félög eru bundin ákveðnum lágmarks- skyldum um að veita upplýsingar um fé- lagið. Hluthafar/fjárfestar gera sér betur grein l'yrir verðmæti bréfanna sem þeir eru að selja eða kaupa. Ávinningurinn af þessu er mikill. Það hefurgildi fyrirhlulhafa/fjárfestaað geta losnað auðveldlega við hlulabréf sín. í því eru fólgin ákveðin verðmæti. Þess vegna eru þeir tilbúnir lil að borga rneira fyrir markaðshæf bréf á formarkaði, sem þýðir að félögin fá ódýrara fjármagn. Auk þess gefur nákvæmt gengi félögunum ýmsar mikilvægar upp- lýsingar, til að mynda hvernig til hefur tekist við stjórnun félagsins, en það veitir stjórnendunum aðhald. Þá auð- veldar sterkur eftirmarkaður samruna hlutafélaga þar sem í stað reiðufjár, sem greiðslu til fyrri hluthafa, geta komið hlutabréf í yfirtöku- eða nýja félaginu. Umtalsverðar áætlanir um einkavæð- ingu standa nú yfir um gjörvalla Evrópu. Hér á Islandi hefur nokkrum fyrirtækj um í eigu opinberra aðila þegar verið breytt í hlutafélög og þau síðan seld á eftir- markaði. Rætt hefur verið um að gera þetta við fleiri fyrirtæki og hefur borið mest á ríkisbönkunum í þeirri umræðu, en einnig hafa Póstur og sími og Lands- virkjun verið nefnd. Það getur skipt miklu máli við einkavæðingu, sem ætlað er að dreifa hlutabréfaeign, að til sé sterkur eftirmarkaður. Mikilauglýsing Einn af kostunum við að skrá hluta- bréf á skipulegum hlutabréfamarkaði er sú mikla auglýsing sem félagið fær. Með því er ekki bara átt við þá auglýsingu sem félagið fær með því að uppfylla þær lágmarksupplýsingakröfur sem hvfla á skráðum félögum, og eiga m.a. að try ggj a sterkan eftirmarkað og ódýrt fjármagn, heldur einnig þá auknu athygli sem fjöl- miðlar veita því. Áhuga fjölmiðla má í fyrsta lagi rekja til þess að skráð félög hafa dreift hlutafé sínu og myndað til- tölulega stóran hóp hluthafa sem þarfnast upplýsinga fyrir sig og vilja að öðrum fjárfestum séu veittar upp- lýsingar svo hægt sé að selja bréfin. Hér eru augljós tengsl við kaflana hér á undan um sterkan eftirmarkað og ódýrt fjármagn, en átt er við faglega umfjöllun fjölmiðla sem tekur fyrst og fremst mið af upplýsingum sem geta verið gengis- ráðandi. í öðru lagi má rekja áhuga fjöl- miðlatil almennrarupplýsingaþarfar. Al- menningur þarf almennar upplýsingar um félög enda þótt þær séu ekki endilega gengisráðandi. Það er eðlilegt að þessi umfjöllun sé meiri um skráð félög en óskráð þar sem það ber almennt meira á þeim og fjölmiðlar eru oftast í betri tengslum við þau. Af þessu er Ijóst að félagið fær mikla auglýsingu ef það er skráð á markað. Þessi auglýsing getur haft góð áhrif á ímynd og stöðu félagsins. Hún geturhaft góð áhrif á markaðssetningu vöru og þjónustu og laðað að hæfa stjórnendur svo dæmi sé tekið Höfundur lauk lögfrœðiprófi frá Háskóla Islands síðastliðið vor 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.