Vísbending


Vísbending - 04.10.1996, Blaðsíða 3

Vísbending - 04.10.1996, Blaðsíða 3
ISBENDING Frumkvöðlar Eyþór Ivar Jónsson -----7 síðustu árum hefur umræða um frumkvöðla í fyrirtækja rekstri aukist mjög. Sumir segja að þeir séu hetjur tuttugustu aldarinnar. Virtir háskólar um allan heim bjóða nú upp á námskeið til að kenna mönnum að verða frumkvöðlar, nokkuð sem hefði þótt óhugsandi fyrir einungis fáeinum árum. Hvaðerfrumkvöðull? ] Bandaríkjun- um er frumkvöðull skilgreindur sem „sá sem á eigin áhættu fæst við að stofna og reka fyrirtæki". Vandamálið við þessa skilgreiningu er að hún greinir ekki á milli þeirra sem eru að gera eitthvað nýtt og þeirra sem eru að gera það sem þegar hefur verið gert margsinnis áður. Þess vegna vilja margir meina að frumkvöðull sé „maður sem skapar eitthvað nýtt eða eitthvað öðruvísi en áður hefur verið gert“. Hvað hindrar frumkvöðul? Lítið hefur verið um rannsóknir sem tekið hafa á spurningum um hvað það er sem hindrar þá sem hafa áhuga á því að fara út í fyrirtækjarekstur. Eftir viðtöl við frumkvöðla, þá sem langar að verða frumkvöðlar og þá sem ekki hafa áhuga á að hefja eigin rekstur virðist mér sem að helstu hindranirnar séu fjórar: 1. Skortur á frumkvæði. 2. Skortur á arðsömum hugmyndum. 3. Skortur á hæfileikum. 4. Skortur á fjármagni. Skortur á frumkvæði Helsta vandamálið er að flestir eru í eðli sínu áhættufælnir og því sækist fólk eftir venjum og hefðum sent veita því öryggi. Yfirleitt er einhver ákveðinn at- burður sem veldur því að fólk er annað- hvort togað eða ýtt út í eigin rekstur. Um leið og þessum „hvötum" fækkar þá fækkar þeim sem fara út í eigin rekstur. Þessir hvatar geta verið uppsögn úr starfi (manni er ýtt út í rekstur) eða að einstaklingur fær eitthvert tækifæri upp í hendurnar (hann er togaður út í rekstur). Ákveðinn kjark þarf til að „fljúga úr hreiðrinu". Þaðerákveðinn vendipunkt- ur í lífi einstaklings að segja starfi sínu lausu og ætla að sjá sjálfum sér farborða með eigin rekstri. Til þess þarf sjálfs- traust og kjark. Það gerist ekkert nenta einstaklingurinn taki lil sinna ráða, sýni frumkvæði. Þeir sem hafa kjark til að fylgjadraumumsínumeftirerulíklegastir til að skapa nýjungar og fyrirtæki sem geta vaxið og dafnað. Það eru þeir ein- staklingar sem sýna frumkvæði. Arðsamar hugmyndir? Ekki er nóg að fá góða hugmynd, hún verður að vera söluhæf og skila arði. Hins vegar er erfitt að finna slíkar hug- myndir. Flestar hugmyndir ganga ein- faldlegaekki upp. Ástæðurnareru marg- ar en fyrst og fremst verða hugmynda- smiðir að vera nægilega víðsýnir til að sjá alla myndina og skilja alla þá þætti sem ráða því að hugmynd skilar arði. Sennilega hafa margir uppfinninga- menn orðið varir við tregðu hjá fjárfest- um og skilja ekki af hverju hugmynd þeirra fær ekki brautargengi. Ástæðan er sú að þrátt fyrir að hugmyndin geti verið mjög góð þá er einfaldlega of dýrt að hanna, þróa og markaðssetja vöruna. Arðsemishugtakið verður þannig til þess að einstaklingar hverfa frá hug- myndum sínum. Áhættan er einfaldlega of mikil. Skortur á hæfileikum Þegar hér er talað um skort á hæfileik- um er verið að tala um skort á víðtækri og viðeigandi þekkingu. Einstaklingar sem hafa þá víðsýni sem nauðsynleg er, huga að öllum þeim þáttum sem nauð- synlegir eru til þess að fyrirtæki komist á legg. Til eru ótal dæmi um einstaklinga sem hafa haft kjark en hafa hins vegar skort hæflleika og siglt öllu í strand á örskömmum tíma. Skortur á fjármagni Þegar rætt er við frumkvöðla, þá ein- staklinga sem eru að hefja eða hafa ný- lega hafið rekstur, kemur í ljós að þeir telja fjármögnunina vera aðal höfuð- verkinn. Bankar eru ekki tilbúnir að lána út á annað en veð í fasteign en áhættu- fjármagn er einskorðað við nýsköpun og nýjungar sem er ætlað að breyta heim- inum. Fjármögnunin getur þess vegna tekið mikinn tíma í byrjunarferlinu og mikla orku og oft leitt til þess að menn gefast hreinlega upp. í könnun sem gerð var á 100 fyrirtækj- um sem voru á Inc. 500 listanum árið 1989 kom í ljós að nteira en 80% af stofn- endum þessara fyrirtækja fjármögnuðu fyrirtækin með eigin sparifé, kreditkort- um og nýjum veðum í húseignum.1 Sagan segir að Ross Perot hafi stofnað EDS tölvufyrirtæki sitt með $1.000 en síðar varð fyrirtækið milljarðafyrirtæki og grunnur að forsetaframboði. Fjár- magn þarf ekki að vera stórt vandamál ef frumkvöðlar vita hvað þeir eru að gera og sníða sér stakk eftir vexti. lAmar Bhide, Harward Business Review, nóv-des '92 (bls. 110) Mat viðskiptahugmynda Viðskiptahugmyndir lifna og deyja hvern einasta dag um allan heim. Sumar verða að veruleika og jafnvel grunnur að stórfyrirtæki. Aðrar leiða hins vegar til gjaldþrota. En þó að hugmynd geti verið upphaf að stórkostlegu ævintýri er hún lítils virði nema hún komist í framkvæmd. Vandamálið er hins vegar hvernig hægt er að meta hver rétta hugmyndin er hverju sinni. Tileru leiðir sem geta auðveldað frurn- kvöðlinunt að velja hugmynd. Karl H. Vesper fjallar um þetta málefni í bók sinni „New venture strategies“. Ég hef fléttað hugmyndir hans við aðrar hug- myndir af svipuðum toga. Hægt er að skipta þeim meginatriðum sem ráða vali á hugmynd í fjóra flokka: 1. Er grunnurinn til staðar? 2. Er hugmyndin raunhæf? 3. H ver er kostnaður við framkvæmd? 4. Hverju mun hugmyndin skila? Er grunnurinn til staðar? Þetta er spurmngin um hvort allt sé til staðarsem lil þarftil aðhugmyndin verði að veruleika. Er þekking fyrir hendi, þ.e. þekking til þess að framleiða, selja, stjórna o.s.frv.? Er hugmyndin augljós og skýr? Eru nauðsynleg sambönd við birgja, viðskiptavini og samkeppnis- aðila fyrir hendi? Eru framleiðsluþættir til staðar? Er komin pöntun eða er pönt- un í augsýn? Ef ekki finnst kaupandi verður ekkert úr fyrirtækinu. í raun er spurningin um hvort allir þættir fyrirtækisins séu til staðar. Oft getur einn lítill þáttur innan heildarinnar valdið því að fyrirtæki næri ekki flugi og að hugmynd verður ekki að veruleika. Er hugmy ndin raunhæf? Vesper setur fram þrjár lykilspurn- ingar til þess að frumkvöðull geti metið hveru raunhæf hugmyndin er: 1. Mun fólk vilja vöruna/þjónustuna? 2. Mun fólk vilja kaupa vöruna af þessu fyrirtæki? 3. Skilar hugmyndin hagnaði miðað við það sem viðskiptavinir eru tilbúnir til að greiða? Frumkvöðullinn gæti spurt sig “af hverju?” á eftir öllum spurningununt til þess að gera sér grein fyrir því hvað hann hefur að bjóða umfram aðra. Hver verður kostnaðurinn? Áhætta sem fylgir fyrirtækjarekstri er mikil. Leggja þarf fram bæði fé og tíma. Frumkvöðull þarf hugsanlega að segja starfi sínu lausu og leggja áður óþekkta byrði á fjölskylduna. Þess vegna þurfa stofnendur að meta heildarkostnað 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.