Vísbending


Vísbending - 22.11.1996, Blaðsíða 1

Vísbending - 22.11.1996, Blaðsíða 1
/ 22. V Viku ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál nóvember 1996 44. tbl. 14. árg. Endurbætur á vinnumarkaði Nokkuð hefur verið um það rætt að skipulag vinnumarkaðar- ins geti hamlað frekari hag- vexti. Er þá átt við að reglur um lág- markslaun, reglur um vinnutíma, at- vinnuleysisbætur og samflot margra í kjarasamningum spiili fyrir því að hægt sé að nýta vinnuaflið á sem hagkvæm- astan hátt. Miklarbreytingar Vinnumarkaðurinn í iðnríkjunum hefur tekið miklum breytingum á síðustu áratugum. Frá 1930 - 1960 var mikil áhersla lögð á vinnuaflsfreka fram- leiðslu og óx vinnumarkaður því mjög hröðum skrefum. A tímabilinu 1960 - 1990 breyttist þetta því aukin áhersla var lögð á tæknilegar framfarir og við það dró mjög úr ákveðnum iðngreinum svo sem stálvinnslu, skipasmíðum o.þ.h. en margar þessara greina fluttust til vanþróaðri landa þar sem vinnuaflið var ódýrara. Afleiðingin hefur orðið sú áð ákveðnar atvinnugreinar hafa nánast þurrkast út í iðnríkjunum og þar hefur jafnframt orðið mikil aukning starfa í þjónustugreinum og hjá hinu opinbera. Þessu til viðbótar hefur atvinnuþátttaka kvenna aukist verulega á síðustu ára- tuguin. Verkalýðsfélög missterk Bandaríkin hafa í mörgum efnum verið fyrirmynd í hinum vestræna heimi. Það á þó ekki við í vinnumarkaðsmálum. Flestar Evrópuþjóðir hafa l'arið aðrar leiðir en Bandaríkjamenn. Aðild að verkalýðsfélögum er mjög almenn í Evrópu en ekki er talið að nema 20-25% vinnufærra manna, utan landbúnaðar, í Bandaríkjunum sé í verkalýðsfélögum. Af þessu leiðir að áhrif verkalýðsfélaga eru önnur í Evrópu en þar. Áhrif verka- lýðsfélaga í Bandaríkjunum snúast um vinnustaði. Starfsmenn á hverjum vinnu- stað verða að velja í atkvæðagreiðslu hvort þeir vilja tilheyra verkalýðsfélagi eða ekki. Þar af leiðir að áhrif verkalýðs- félags í sömu borg geta jafnvel verið missterk. Lög um vinnudeilur í Banda- ríXjunum eru einnig önnur en í Evrópu því þar er t.d. ekki leyfilegt að fara í samúðarverkföll nerna að uppfylltum mjög ströngum skilyrðum. Einnig eru strangar reglur um önnur samskipti vinnuveitenda og verkalýðsfélaga. Sveigjanleiki meiri í Bandaríkjunum en Evrópu Á það er oft bent að Bandaríkin séu ntjög lljót að laga sig að breyttum að- stæðum í efnahagsmálum og ráði þar miklu hversu sveigjanlegur vinnumark- aðurinn þarer. I Bandaríkjunumerhægt með tiltölulega litlum fyrirvara að segja fólki upp og berast stundum af því fréttir að mörg þúsund manns missi vinnuna þegar hart er í ári. Á sama hátt er ráðið í mörg þúsund störf þegar birta tekur á ný. Atvinnuöryggi fólks er því lítið og við því bregðast sumir með því að flytja sig um set þangað sem meiri von er um atvinnu. Þessi færanleiki vinnuaflsins er einnig mjög mikilvægur fyrir efna- hagslega þróun í Bandaríkjunum. Þann- ig geta staðbundnir kostir nýst, jafnvel þótt þeir vari aðeins í skamman tíma. Vissulega eru aðrar aðstæður í Banda- ríkjunum en t.d. hér á landi, húsnæði er l.d. ódýrara og yfirleitt er hægt að leigja húsnæði þótt leigan ráðist auðvitað af framboði og eftirspurn á hverjum stað. Nýjum atvinnutækifærum hefur fjölgað verulega til þessa. T.d. fjölgaði nýjum störfum um 60% á 25 ára skeiði frá 1970. Samsvarandi tala fyrir Evrópusamband- ið var um 12%. 1 Evrópusantbandinu er fjármagn nýtt í mun meira magni á móti lægra hlutfalli vinnuafls en í Bandaríkj- unum. Frá 1970 hefur hlutfall fjármagns á móti vinnuafli hækkað um 110% í lönd- um í Evrópusambandinu en f Bandaríkj- unum hefur þetta hlutfall hækkað um 30%. Ljóst er að atvinnurekendur í Evrópu hafa valið að tæknivæða fram- leiðslu fremur en að ráða fólk og ekki er víst að það hafi endilega skilað sér í lægri framleiðslukostnaði. Það sjónar- mið hefur einnig komið fram að vegna aukinnar framleiðni í Evrópu sökum aukinnar tæknivæðingar og lítillar fjölgunar starfsmanna þá hafi þeir starfsmenn sem eftir eru nýtt sér ástand- ið til að knýja á um hækkanir launa og það skýri hugsanlega hækkanir launa samhliða auknu atvinnuleysi í þessum löndum. Atvinnuleysi í Bandaríkjunum hefur sveiflast á bilinu 5,5% -10% þegar verst hefur látið á síðustu 25 árum en hefur nánast vaxið stöðugt f Evrópu úr 2% í rúmlega 11%. Á sama tíma hafa raunlaun í Evrópusambandinu hækkað um 2% á ári en í Bandaríkjunum hafa þau Efniblaðsins / Iforsíðugreinerfjallaðummálervarða skipulag vinnumarkaðarins og hvað er lil ráða til að endurbæta hann þannig að hægt sé að standast erlenda sam- keppni. Á bls. 3 er fjallað um h vernig spamaður hentar ýmsum aldurshópum. Á bls. 4 er grein um stórskemmtilegt flugfélag_______________________

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.