Vísbending


Vísbending - 06.12.1996, Blaðsíða 1

Vísbending - 06.12.1996, Blaðsíða 1
V Viku ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 6. desember 1996 46. tbl. 14. árg. Einkafjármögnun Einkafjármögnun (e. private finance initative) er byltingar- kenndasta breyting í ríkis- rekstri síðan einkavæðing í stórum stíl hófst í Bretlandi á 9. áratugnum. Árið 1992 horfðist ríkisstjórn Bretlands í augu við mikinn fjárlagahalla og vegna þess hve mikið hafði þegar verið selt af fyrir- tækjum í tengslum við einkavæðingar- áætlun stjómarinnar var lítið eftir til þess að selja. Ekki var talið fýsilegt að hækka skatta. Hugmynd ríkisstjórnarinnar var einkafjármögnun. Hugmyndin er þessi: Ríkið velur ein- hverja þjónustu sem það hefur séð um frá fomu fari, til dæmis vegagerð, spítala eða fangelsi, og leitar tilboða hjá einka- aðilum í uppbyggingu og rekstur. Meg- inástæðan fyrir þessu nýja framtaki var án efa skuldasöfnun ríkisins eins og fyrr segir. Hins vegar setti stjórnin jafn- frarnt fram hugmyndafræðilegan bak- grunn einkafjármögnunar. Hann var: f \ 1. Nýstörfáeinkamarkaði. 2. Skattgreiðendurfámeirafyrir peningana. 3. Þjónustaverðurbetri. 4. Áhættafæristtileinkaaðila. \_________________________________/ I Bretlandi sem víðar var það greini- legt að hið opinbera fer eftir öðrum lög- málum en einkafyrirtæki. Viðhald eigna er í lágmarki, starfsmenn líta á sig sem embættismenn en ekki þjónustuaðila og sparnaður er aukaatriði. Á endanum greiðir ríkið allan kostnað hvort sem er. Ferð án fyrirheits I upphafi var ekki lagt af stað með fullmótaða áætlun um með hvaða hætti skyldi unnið. Fjármálaráðuneytið lagð- ist í upphafi gegn hugmyndum um einka- fjármögnun og taldi að með henni væri ríkið að framsel ja allt of mikið vald til einkaaðila. Allir voru sammála um að ekki dygði að fara af stað með allt of miklum reglum um hin smæstu atriði því með því móti væri hagurinn af framtaki og frumleika einstaklinga skertur. Hins vegar varð á sama tíma að selja fram skýrar hugmyndir um hvað ríkið vildi í hveirí framkvæmd um sig því réttur þess til inngripa á seinni stigum er skertur. En eins og oft vill verða hjá stjórn- málamönnum þá sneri breski fjármála- ráðherrann blaðinu algerlega við og lýsti því yfir síðla árs 1992 að einkafjármögn- un skyldi verða meginaðferð til fjár- mögnunar á vegum hins opinbera. Stefn- an var sett á að finna verkefni og meg- inboðorðið varð: Deals, not rules eða samninga en ekki reglur. Þessi stefna var líklega nauðsynleg í upphafi þegar mikilvægast var að koma hugmyndinni til framkvæmda. En eftir því sem verkefnum fjölgaði á þessu sviði varð ntönnum ljósara að nauðsynlegt er að hafa fastmótaða uppbyggingu á þessari tegund samninga milli ríkisvalds og einkaaðila. I gamla útboðskerfinu var viðhorf verktaka það að ljúka verkinu og koma sér svo sem hraðast á brott. I sjálfu sér var það ekki sérstakt hagsmunamál verktakans að fjárfestingin nýttist vel eða að viðhaldskostnaði væri haldið í lágmarki. Tafir á verklokum voru daglegt brauð og menn fylgdu þeirri góðkunnu reglu að bjóða lágt, fá verkið og ná svo upp verðinu með því að fá vel greitt fyrir allar breytingar frá útboðsskilmálum. Með einkafjármögnun breytist þetta, því fyrirtækið sem tekur að sér verkið þar bæði að tryggja til þess fjármagn og reka mannvirkið í 25 til 30 ár. Það er því verktakanum í hag að kostnaður verði sem lægstur, uppbyggingartíminn sem stystur og viðhaldskostnaður sem minnstur. Einkaaðilinn þarf að tryggja sem best kjör á fjármagnsmarkaði því hann greiðir sjálfur allan fjármagns- kostnað. Engar greiðslur koma til fyrr en notkun hefst þannig að það er meg- inalriði að það verði sem fyrst. Jafnframt er það svo að vegna þess að greitt er í hlutfalli við nýtingu þá er það einkaaðil- anum í hag að sem flestir laðist að því að nota þá þjónustu sem boðið er upp á. Hvemig verkefni? Nokkrar tegundir verkefna henta vel til einkafjármögnunar. Einkum hefur verið hugað að þremur líkönum: 1. Verkefni sem eru algerlega sjálfstæð fjárhagslega, til dæmis gjaldskyldar brýr, vegireða göng. Ríkiðleggurekkert fjármagn til en notendur greiða allan kostnað í forrni tolla. 2. Sameiginlegt framlag einkaaðila og hins opinbera. Einkaaðilar fá land eða mannvirki alhent til ráðstöfunar á samn- ingstímanum en ofan á það er greitt fyrir veitta þjónustu í samræmi við notkun. 3. Skuggatollar. Hér er hið opinbera að greiða einkaaðilum fyrir veitta þjón- ustu fremur en að kaupa eign. Þetta er grundvallaratriðiíeinkafjármögnuninni. Notendurnir verða ekki varir við þetta beint því þeir greiða ekki neina tolla eða þjónustugjöld, en mælt er hve mikil notk- unin er og greitt í samræmi við það. Verkefni hafa verið ákveðin Nú þegar hafa verið ákveðin verkefni fyrir urn 700 milljarða króna í Bretlandi en einnig eru í gangi áætlanir um fjölmörg verkefni. Viðamest eru samgönguverk- efni og stærsta einstaka verkefnið er tenging járnbrauta við Ermasunds- göngin. Meðal annarra verkefna má nefna byggingu og rekstur þriggja fang- elsa,a.m.k.fimmspítalaogreksturtölvu- kerfa og þjálfunarbúða fyrir herinn. Þessi tegund rekstrar virðist geta hent- að vel fyrirýmsaraðrargreinar, til dæntis skólabyggingar og skólahald en enn hefur ekki verið farið út á þá braut. Kostir og gallar Kostimir koma fram í markmiðum sem menn hafa sett fram hér að framan en það má einnig telja kost að með þessu móti eru verkefni færð frá því opinbera til einkaaðila, án þess að hið opinbera rnissi öll tök á málinu. Það setur skilyrðin í upphafi og jafnframt eignast það mann- virki að samningstíma loknum. Enn eru áratugir í það að á slíka yfirtöku eigna reyni en menn hafa þegar velt því fyrir sér hvort af henni verði nokkum tíma. Rekst- urinn verði einfaldlega boðinn út á ný. Einn galli er að í upphafi voru bygg- ingaverktakar helstu aðilar í einkafjár- mögnunarfyrirtækjum. Fljótlega kont á daginn að þeir hafa í mörgum tilvikum alls ekkert inngrip í þann rekstur sem fylgir þegar mannvirkið er tilbúið. Þeir hafa því hneigst til þess að hafa þegar Efni blaðsins Einkafjármögnun er kynnt í forsíðu- grein Vísbendingar að þessu sinni. Á bls. 2 er fjallað um hi'æringar í lyfja- heiminum hérlendis og erlendis. Hvemig eiga lífeyrissjóðir að fjárfesta er heiti greinai' á bls. 3 Snjöll kort em að riðja sér til rúms í heimnum. Fjallað er unr þau á bls 4. V__________________________________J

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.