Vísbending


Vísbending - 13.12.1996, Blaðsíða 1

Vísbending - 13.12.1996, Blaðsíða 1
/ V Viku ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 13. desember 1996 47. tbl. 14. árg. Er gat í bankakerfinu? Pcningamagn í umferð Mrr. 45.000 40.000 35.000 30.000 25.000 20.000 15.000 10.000 5.000 0 1991 1992 1993 Heimild: Hagtölur mánaöarins M. I*íir af sefllsB* og mynt | 1995 1996'09' Mtr Einkaneysla Heimild: Hagtölur mánaöarins Efniblaðsins Notkun tékka í viðskiptum hér á landi hefur dregist saman um þriðjung frá árinu 1991 þegar hún náði hámarki. Notkun debet- korta hefur ekki náð að vinna upp þenn- an mun. Aukin notkun seðla og notkun millifærslna á tölvutæku formi skýra væntanlega málið. Árið 1991 náði notkun tékka hámarki en þá var velta þeirra rúmlega 1.245 mill- jarðar króna. Ofan á þessa veltu bættist síðan innlend kreditkortanotkun og notkun seðla og myntar. Ekki er vitað hversu oft seðlum og mynt, í umferð, er velt í viðskiptum en ætla má að veltan sé töluverð. Hvað varð um mismuninn? Greinilegt er af myndunum hér til hægri að mikið vantar upp á að notkun debet- korta hafi bætt upp minnkandi notkun tékka. Ef staðan 1991 er borin saman við spá fyrir 1996 munar um 300 milljörðum króna sem er tæplega fjórðungur allrar veltunnar 1991. Peningamagn í umferð (sk. Ml) jókst á þessu tímabili um 40% eða úr tæplega 30 milljörðum króna í rúmlega41 milljarð króna. Ekki er að sjá á öðrum gögnurn að neysla hafi dregist saman á tímabilinu, þvert á móti virðist hún hafa aukist og því verður þessi mismunur illskiljanlegri. Miðað við spá Seðlabankans um einka- neyslu á árinu 1996 er aukning einka- neyslu um 20%. Ef velta tékka frá árinu 1991 hefði aukist viðlíka væri mismun- urinn sem að ofan er nefndur ekki 300 milljarðar króna heldur 550 milljarðar króna. Upplýsingar um þennan mismun eru af skornum skammti og er þörf á úrbótum á því sviði. Ástæður mismunar I kjölfar þess að upp voru tekin færslu- gjöld fyrir notkun tékka dró nokkuð úr notkun þeirra. Væntanlega notar fólk reiðufé meira en áður enda bendir vöxtur peningamagns í umferð til að svo sé. Þetta skýrir þó ekki allan muninn. Önnur skýring er sú að notkun tölva við færslur milli reikninga hefur aukist verulega. Bankalínur, sjálfvirkar skuldfærslur og beingreiðslur ýmiskonar hafa rutt sér til rúms á síðustu árum. Bankalínur hafa unnið sér verðugan sess í viðskiptalíf- inu og nota flest fyrirtæki bankalínurnar til að greiða reikninga og laun starfs- manna. Nú er talið að flest allar stórar fjárhæðir séu iluttar milli fyrirtækj a með þessum hætti. Notkun debetkorta hefur farið hægt vaxandi og í ár má búast við að velta debet- korta verði um 150 mill- jarðarkróna. En samdrátt- ur í veltu tékka frá árinu 1991 mun líklega vera urn 500 milljarðarkróna. Velta kreditkorta hefur líklega aukist um 25 milljarða króna á þessu tímabili. Færslugjöldin Tekjur bankanna af færslugjöldum eru ekki sundurgreindar í árs- reikningum þeirra. Ef miðað er við fjölda færslna og 9 króna tekjur af hverri debetfærslu og 29 króna tekjur af hverjum tékka, meðtalin eru tékkaeyðu- blöðin sjálf, þá hefðu tekjur banka og spari- sjóða af færslugjöldum á árinu 1995 verið 460 milljónir króna. Miðað við spá um veltu og færslufjölda þessa árs ættu tekjur af færslugjöld- um að vera 450 milljónir á þessu ári. Ekki er að sjá að færslugjöldin ein sér auki tekjur bankanna að neinu ráði. Hins vegar hefur náðst fram hagræðing í bankakerfinu og er t.d. talið að störfum þar hafi fækkað um 6-700 á tíma- bilinufrá 1991. Hugsanlegt er að tekj- urnar af færslugjöldum séu ofmetnar þar sem það tíðkaðist, a.m.k. til skamms tíma, að sumir bankar gáfu útvöldum viðskiptavinum sínum tékkahefti. Þess ber einnig að geta að bankarnir bera kostnað af debetkortum og tékkum, bæði þurfa bankarnir að greiða tölvukostnað svo og kostnað við prentun tékkahefta og yfirlita auk ýmiss óbeins kostnaðar. Heimildir: Hagtölur mánaðarins og skýrslur bankaeftirlits Seölabanka Islands um efnahag og rekstur lánastofnanafrá 1991 -1995. s Aforsíðu eru vangaveltur um gat í upplýsingagjöf í bankakerfinu. S venir Geiimundsson mælir áhrif græn- medsverðs á skuldir heimilanna á bls 2. Björgvin Valdimarsson fjallar um Evró á bls. 3. Internetsími er ný þjónusta sem kann að ógna einokun símafyrirtækja um allan heim. Á bls. 4 er fjallað um viðbrögðin. v____________________________________/

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.