Vísbending


Vísbending - 13.12.1996, Blaðsíða 3

Vísbending - 13.12.1996, Blaðsíða 3
ISBENDING Grænmetisverð og skuldir heimilanna Sverrir H. Geirmundsson s síðustu árum hefur verið vinsælt að túlka fréttir af breytingum á neysluverðlagi með hliðsjón af skuldastöðu heimilanna. Þannig hefur verið fullyrt að verðhækk- anir á einstökum framfærsluliðum neyslu- verðsvísitölunnar, sem þorri verð- tryggðra fjárskuldbindinga er nú miðaður við, auki framangreindar skuldir. Nú síðast birtust í fjölmiðlum útreikningar hagfræðings ASI þar sem fram kom að verðhækkanir á grænmeti og kartöflum frá fyrri hluta ársins 1995 hafi leitt til þess að skuldir heimilanna jukust um tæpar 1.300 milljóniren verðlag þessara neyslu- vara hefur hækkað um tæp 50%. Áætlað er að skuldir heimilanna muni nema ná- lægt 350 milljörðum kióna í lok þessa árs og er langstærstur hluti þeirra verðtryggð- ur. Eðli verðtryggingar Verðtrygging fjárskuldbindinga er óvíða eða hvergi jafn almenn og hér á Iandi. Sú staðreynd á sér fyrst og fremst sögulegar skýringar. Allt frá því að Olafslög voru sett á árinu 1979 reiknaði Seðlabankinn og birti lánskjaravísitölu. í upphafi tók vísitalan mið af breytingum á framfærslu- og byggingakostnaði. Snemma á árinu 1989 var launavísitölu bætt inn. í tengslum við kjaraviðræður í febrúar 1995 ákvað ríkisstjórnin að nema launa- og byggingarkostnaðar- þættina út úr vísitölunni að kröfu verka- lýðshreyfingarinnar og tekur hún nú sem kunnugt er einungis mið af breyt- ingum á almennu neysluverðlagi. Ut- reikningar vísitölunnar eru nú í höndum Hagstofunnar. Vart þarf að fara mörgum orðum um eðli og hlutverk verðtryggingar við þær aðstæður sem hér ríktu lengst af í verð- lagsmálum. Margir einstaklingar sem áttu þess kost á að fá lán fyrir 1979 hugsa eflaust með söknuði til þess tíma þegar óðaverðbólgan á áttunda ára- tugnum og fyrri hluta þess níunda sá lil þess að létta greiðslubyrði lánanna langl umfram það sem endurgreiðslur af þeim gáfu tilefni til. Lýsandi dæmi um áhrif verðbólgunnar á kaupmátt peninga má sjá af árunum 1975 og 1985. Á fyrra árinu var byggingarkostnaður meðal- stórs einbýlishúss rúmar 60.000 ný- króna. Á því síðara dugði sama upp- hæð varla fyrir steyptum grunni að sam- svarandi húsi. Verðlag á þessu tíu ára tímabili nær41-faldaðist m.a. vegnatíðra gengisfellinga. Af reynslu undangeng- inna ára ætti flestum að vera ljóst sam- hengið milli verðgildis peninga og verð- bólgu. Framfærslukostnaður - almenntverðlag Ríkisvaldið og aðilar vinnumarkað- arins hafa komið sér saman um að nota neysluverðsvísitöluna sem almennan verðlagsmælikvarða í fjármagnsvið- skiptum. Neysluverðsvísitalan þjónar fyrst og fremst þeim tilgangi að vera vog fyrir verðlagsbreytingar almenns neysluvarnings sem meðalheimilin í landinu kaupa. Margir hafa í gegnum tíðina mis- skilið vísitöluna og talið hana vera mælikvarða á lágmarksframfærsluþörf. Hafa jafnvel opinberir að- ilar miðað styrki og bætur við grunn hennar í gegn- um tíðina. Nafnbreyting vísitölunnar úr fram- færsluvísitölu í neyslu- verðsvísitölu var m.a. ætlað að eyða þessum misskilningi. Samsetning og vægi einstakra neysluþátta vfsitölunnar byggir á neyslukönnunum sem Hagstofa íslands gengst fyrir með nokkurra ára millibili. I meðfylgjandi töflu er til fróðleiks birt vægi einstakra útgjaldaþátta. Eins og sjá má vega almennar matvörur um 16,5% í neyslu- verðsvísitölunni. Af einstökum liðum er hlutdeild grænmetis, þ.m.t. kartaflna, um 1,1% svo dæmi sé nefnt. Hækkun á verði þessa liðar um 50%, eins og í upp- hafi er getið, hefúr því um 0,5% áhrif á vísitöluna. Vægi einstakra þátta neysluverðs- vísitölunnar* Tölur í % Matvörur 16,5 - þ.a. grænmeti þ.m.t. kartöflur 1,1 Drykkjarvörur og tóbak 4,3 Föt og skófatnaður 5,7 Húsnæði, rafmagn og hiti 17,8 Húsgögn og heimilisbúnaður 6,7 Heilsuvernd 2,9 Ferðir og flutningar 20,0 Tómstundaiðkun og menntun 1 1,9 Annað 14,2 ' Skipting ínóvember 1996. . Tiltekin „neyslukarfa“ er þannig notuð sem meðaltalsmælikvarði á verð- hækkanir út frá framfærslukostnaði meðalfjölskyldunnar. Víðast hvar í ná- grannalöndunum er almennt neyslu- verð notað með sama hætti til verðtrygg- ingar og verðlagsspáa. Þannig er tryggt að hægt sé að kaupa samskonar „neyslu- körfu“ fyrir tiltekna upphæð hvenær sem er. Þar sem vísitölutrygging tíðkast ekki endurspeglast verðlagsáhættan með öðrum hætti, þ.e. í vöxtunum. Nafnskuldir og raunskuldir Ofangreindar hugleiðingar eru ekki ný sannindi. Þær er settar hér fram í samhengi við það sem getið var um í upphafi þessa greinarkorns þ.e. græn- metisverð og skuldir heimilanna. Kjarni málsins er sá að þótt hækkun verði á neysluverðsvísitölunni vegna tiltek- inna framfærsluliða aukast skuldir ekki að raungildi. Ef svo væri hefði einhver hagnast á þeirri breytingu. Augljóst er að fjármagnseigendurnir gera það ekki. Fyrir þá fjármuni sem þeir hafa bundna í útlánum er hægt að kaupa nákvæmlega sama vörumagn fyrir og eftir hækkun vísitölunnar. Lykilalriði er að gera skýran greinarmun á eðli nal'n- og raunstærða. Launþegar tryggja sig fyrir rýrnandi kaupmætti vegna verðbólgunnar í kjara- samningum. Forsendur, sem trygginga- stærðfræðingar nota við útreikning á lífeyrisskuldbindingum, gera ráð fyrir að laun einstaklinga hækki að jafnaði um 1 ‘/2% á ári umfram verðlag. Garðyrkjubúskapur hér á landi býr við vernd sem felst f tollkvótum á inn- flutt grænmeti. Þetta skýrir að líkindum þann málflutning sem í upphafi var lýst ásamt andstöðu sumra við vísitöluteng- ingu fjárskuldbindinga. Sá er þetta ritar hefur ekkert á móti baráttu fyrir auknu frjálsræði og vali. Á hinn bóginn verður sú barátta tæplega háð með vísan til skuldastöðu heimilanna. Höfundur er hagfrœðingur. Þróun neysluverðsvísitölu 180 178 176 174 172 170 168 166 164 9 1 4 4 9‘ 7 94 1( 9- 1 95 4 9f 7 95 1( 9í ) 5 1 96 4 9< 5 7 96 1( 9(

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.