Vísbending


Vísbending - 31.01.1997, Blaðsíða 1

Vísbending - 31.01.1997, Blaðsíða 1
V Viku ISBENDING r i t um viðskipti og efnahagsmál 31. janúar 1997 4. tbl. 15. árg. Er fátækt á íslandi? Nokkuð hefur verið fjallað um það hvort fátækt sé vandamál á íslandi. Sitt sýnist hverjum og ekki voru þeir á sarna máli forseti og forsætisráðherra í áramótaávörpum sín- um til þjóðarinnar. Fátækt er hægt að skilgreina á ýmsan máta en sennilega er gagnlegasta skilgreiningin: „Sá er fá- tækur sem ekki getur byggt lífsafkomu sína og uppeldiskostnað afkomenda sinna á afrakstri eigin vinnu eða eigna. Með lífsafkomu er átt við þær lágmarks- kröfur sem gerðar eru í samfélaginu hverju sinni til sómasamlegs lífsfram- færis.“' Lágmarkskröfurnarbreytast eftir því sem samfélagið þróast, t.d. hefði það þótt ríkidæmi fyrir nokkrum ára- tugum að eiga bifreið en það þykir hins vegar ekkert tiltökumál í dag. Til eru aðrar skilgreiningar, t.d. hefur Félags- vísindastofnun háskólans miðað við að þeir sem hafa undir 50% af meðallaun- um í landinu teljist fátækir. Gallinn við þessa skilgreiningu er sá að ákveðinn hópur fólks telst fátækur ef launamunur er mikill, óháð því hvort tekjur þess hóps nægja fyrir framfærslu eða ekki. Mælingaráfátækt Ekki er nóg að hafa skilgreint fátækt heldur þarf einnig að mæla hana. Til þess eru notaðar ýmsar aðferðir. í Bandaríkjunum eru gefin út svokölluð fátækramörk af manntalsskrifstofu Bandaríkjanna. Þeir sem eru undir þeim mörkum teljast fátækir. Fátækramörk taka mið af fjölskyldustærð og t.d. eru fátækramörk fjögurra manna fjölskyldu, þ.e. hjóna og tveggja barna rúmlega Jö.OOOdollaraárstekjureftirskatta. Mikið hefur verið gagnrýnt að hvorki er tekið tillit til eigna né bóta eða fríðinda sem láglaunafólk nýtur.1 2 OECD mælir með því að notuð sé „afstæð" aðferð en hún felst í því að reiknuð eru út meðallaun allra launþega og þeir sem hafa innan við helming af meðallaunum teljast fátækir. Á þessari aðferð er sami gall- inn, eignafólk getur talist fátækt og hlut- fall fátækra ntyndi ekki lækka þótt raun- tekjur allra ykjust svo lengi sem tekju- skiptingin væri óbreytt. Það kann líka að skekkja ntyndina að aðstæður ein- staklinga eru mjög mismunandi. Náms- menn búayfirleitt viðfremurlágartekjur en lelja það ekki eftir sér vegna þess að ástandið er tímabundið og að námi loknu vænta þeir þess að aðstæður muni batna til muna. Eldra fólk sem á eignir og hefur engin börn á framfæri hefur ekki þörf fyrir sömu tekjur og yngra fólk sem er að koma þaki yfir höfuðið eða hefur fyrir börnurn að sjá. / Astæður fátæktar / Ymsar ástæður eru fyrir fátækt. Ein- staklingsbundin fátækt er oftast til komin vegna atvinnuleysis, heilsu- brests eða sambandi fjölskyldustærðar og launa. Samfélagsleg fátækt verður ef atvinnuleysi er landlægt, hagvöxtur er lítill eða ef verðlagsbreytingar éta upp eignir fólks. Til skamms tíma var ekkert atvinnuleysi hér á landi en það ástand varði þó aðeins í skjóli verðbólgu og tilbúinna skilyrða fyrir atvinnulífið. Ekki gat farið öðruvísi en svo að spilaborgin hryndi og nú hefur atvinnuleysi verið frá 3-5% síðustu árin. Sparifé og í sumum tilvikum lífeyrissparnaður fólks eyddist í gengdarlausri verðbólgu. Með auknu atvinnuleysi getur fljótt sigið á ógæfu- hliðina hjá því fólki sem er atvinnulaust. Ekki er víst að bætur hrökkvi til ef fram- fleyta þarf stórri fjölskyldu og því er fátækt líklega staðreynd hér á landi. Fátækt á íslandi Fátækt hér á landi var viðvarandi vandamál fram yfir miðja þessa öld og kannski Iengur. Allt frá dögum Jóns- bókar á 12. öld hafa verið í gildi lög um framfærslu fátækra. Það þarf svo sem ekki að koma á óvart að fátækum var ekki auðveldað lífið en samfélagið axlaði samt ábyrgðina. I aldanna rás breyttust lög og í byrjun þessarar aldar voru allmiklar deilur um framfærslu fátækra. Olli þar mestu um að framfærsla fátækra- var í höndum sveitarfélaga og flest máttu þau illa við verkefninu. Árið 1907 voru sett lög um fátækramál en í þeim voru staðfest ákvæði um sveitarfesti. Með lögum unt fátækramál frá 1935 breyttist ýmislegt. Þar á meðal voru felld niður áðurnefnd ákvæði um sveitarfesti og það skipulag komst á sem gildir í dag. Hluti af fjárhagslegri ábyrgð færðist yfir á ríkið með þessunt lögum. Á síðari tím- um hefur fátækt ekki verið talin til vanda- mála hér á landi og því eru ekki til opin- berar viðmiðanir urn fátækt eða skil- greind viðbrögð við fátækt sem vanda- máli. Aðstæður almennings hér á landi hafa verið nokkuð góðar en þó er ekki hægt að fullyrða að ekki sé hér fátækt eða hafi verið. Ýmis starfsemi á vegum hins opinbera hefur verið slunduð í því skyni að draga úr fátækt þótt það hafi ekki verið orðað á þann hátt. Hversu mikil er fátæktin? Mælingar á fátækt hér á landi hafa verið af skornum skammti. Einu mælingarnar sem til eru um fátækrastig hérlendis eru niðurstöður Félagsvís- indastofnunar Háskóla íslands. Sam- kvæmt þeim er fátækt um 10% um þessar mundir. Varast ber þó að draga of miklar ályktanir af þessunt niðurstöðum því að unt er að ræða umdeilda mæling- araðferð. Sfðustu ár hafa verið gerðar kannanir á tekjum samkvæmt skattfram- tölum en þar sem lítið er hugað að sam- bandi tekna og fjölskyldustærðar er ekki hægt að draga of rniklar ályktanir af þessum gögnum. s Urræði gegn fátækt Meðal þeirra úrræða sem hafa tíðkast í hinum vestræna heirni við fátækt eru: Ákveðin lágmarkslaun, velferðar- bætur, húsnæðisstyrkir, matarúttektir, niðurgreiðslur landbúnaðarvara og skattkerfi með mismunandi þrepum. Áhrifaríkustu úrræðin eru hins vegar þau óbeinu: Hagvöxtur, bætt menntun og hátt atvinnustig. 1 íslenskur söguatlas, 2. bindi. bls. 186. Útg. Iðunn 1992. 2 How “Poor” are Ameríca’s Poor? Robert Rector, The Heritage Foundation, September 21, 1990. IUmræður um fátækt á ís- landi voru nokkrar um ára- mótin. Málið er skoðað fyrstu þremur síðunum. 2Mælingar á fátækt í Bandaríkjunum og á ís- landi eru skoðaðar ásamt nýjum hugmyndum. 3Tekjuskiptingu í einstök- urn löndum er hægt að bera saman milli landa með svokölluðum Gini stuðli. 4Grænlendingar ráða yfir náttúruauðlindum sem kunna að skila þeim vel- megun í framtíðinni.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.