Vísbending


Vísbending - 21.02.1997, Blaðsíða 2

Vísbending - 21.02.1997, Blaðsíða 2
ISBENDING Framhald af forsíðu Lítil umræðahérlendis Tiltölulega lítil umræða hefur orðið hér á landi um það hver áhrif evrós muni verða á íslenskt efnahagslíf. Bæði er það vegna þeirrar óvissu sem rfkir um það hvort og hvenær evró verður að veruleika og ekki síður vegna þeirrar landlægu feimni sem hér er við að ræða um áleitin mál. Feimnin snýst fyrst og fremst um það hvort tengslin við ESB eigi að verða nánari en þau eru í dag. Eins og málum er háttað getur Island ekki orðið aðili að evrópska myntbanda- laginu. Til að svo geti orðið þurfa ýmsar grundvallarbreytingar að eiga sér stað. Með fullri aðild að ESB gæti þessi mögu- leiki opnast. Hugsanlegt væri að samið yrði um að aðilar að Evrópska efnahags- svæðinu (EES) hefðu allir jafna mögu- leika til að gerast aðilar að myntbanda- laginu. En hvor kosturinn sem yrði val- inn þá yrði að ákveða að leggja niður íslensku krónuna eða nota evró jöfnum höndum eins og Marks & Spencer i Bretlandi hyggst gera, hvort sem Bret- land verður aðili að myntbandalaginu eðurei. Með aðildinni að EES tóklsland stórt skref inn á sameiginlega evrópska markaðinn en sá ávinningur minnkar þegar evró verður orðið ráðandi vegna óhagræðis af gjaldmiðlaskiptum. Ahrifsameiginlegrarmyntar Ef evró kemur til með að uppfylla væntingar þeirra sem að því standa þá verður myntin lykilinn að sameigin- lega markaðinum. Samkeppni innan markaðarins mun gjörbreytast því verð- skyn felst m.a. í því að geta borið saman nokkra kosti á einfaldan hátt. Öll efna- hagsmál munu gjörbreytast. Stjórnun peningamála færist úr höndum nokkurs fjölda ríkisstjórna til Evrópska seðla- bankans sem mun taka tiltölulega lítið tillit til stjórnmálaástands í einstökum ríkjum. S vigrúnt ríkisstjóma til efnahags- aðgerða mun minnka verulega en að sama skapi munu áhrif hinna ýmsu mark- aða aukast. Frjálst flæði fjármagns og þjónustu mun öðlast nýja merkingu við þessa breytingu þar sem ekki verður þörf á því að skipta gjaldmiðlum þótt farið sé á milli landa innan svæðisins. Viðskipti og bankaþjónusta munu gjör- breytast. Gengisáhætta innan svæðis verður úr sögunni. Allar millifærslur á milli bankareikninga verða einfaldari. Hægt verður að nota sama gjaldmiðil í viðskiptum, hvort sem um er að ræða kaup á bíl á bílasölu í nágrannalandinu eða gosdrykk úr sjálfsala. Sennilegt er að bankar muni í auknum mæli samein- ast til að geta boðið upp á þjónustu í sem flestum löndum innan myntbanda- lagsins. Kostnaður við millifærslur mun lækka vegna aukinnar samkeppni og sambærilegrar þjónustu í mismunandi löndum. Evró á íslandi - kostir og gallar Hvaða hag my ndu íslendingar hafa af aðild að myntbandalaginu? Umræðan hefur verið lítil til þessa bæði vegna þess að Islendingum stendur ekki til boða að gerast aðili nema að undangengnum breytingum og einn- ig vegnaþess aðöll umræðaum Evrópu- mál er viðkvæm. Þessu til viðbótar sjá einhverjir eftir sjálfstæðum gjaldmiðli. Hér fyrir neðan er gerð tilraun til að varpa ljósi á kosti og galla þess að ísland gerðist aðili að myntbandalaginu. Kostir: Lægri viðskiptakostnaður Þar sem 60 - 65% af viðskiptum við útlönd er við lönd í ESB yrði megnið af yfirfærslu gjaldeyris úr sögunni. Gengisáhætta heyrði þar með sögunni til að miklu leyti. Sennilegt er að gengi evrós gagnvart öðrum sterkum gjald- miðlum yrði stöðugt vegna umfangs þeirra efnahagskerfa sem standa að baki evrói. Að auki er sennilegt að viðskipli við lönd utan ESB verði mun einfaldari vegna þess hve mikilvægt evró kemur til með að verða í alþjóðaviðskiptum. Millifærslur milli bankastofnana munu einfaldast vegna samtengingar seðla- banka í Evrópu, auk þess sem lönd utan myntbandalagsins hefðu aðgang að sameiginlegu kerfi. Ýmiss konar vélar og tæki sem taka við seðlum eða mynt verða auðfengnari og einfaldari. Við- skipti munu síðan væntanlega leita enn frekar á Evrópumarkað vegna þess hag- ræðis sem sameiginlega myntin hefur. Lítil íhlutun stjórnmála- manna s Ahrif stjórnmálamanna á efnahagslíf hér á landi hafa verið óeðlilega mikil. Hagsmunir almennings hafa oft mátt víkja fyrir hagsmunum skoðana- bræðra ríkjandi stjórnarherra og hefur þá einu gilt hvað flokkurinn hefur heitið sem setið hefur við stjórnvölinn. Meðal þess sem stundað var hér á árurn áður voru gengisfellingar sem notaðar voru til að flytja kostnað á milli hópa í þjóð- félaginu. Með þessu var beitt einföldum skyndibrellum sem virkuðu þegar til skamnts tíma var litið en mögnuðu vandamálin þegar til lengri tíma var Iitið, auk þess sem ýmsar aukaverkanir komu fram. Ef myntin hér héti evró væri þessi freisting ekki fyrir hendi og stjórn- málamenn yrðu að leita markaðslausna á vandamálum. Bætt verðskyn Allursamanburðurá verði milli landa markast af því að sífellt þarf að unt- reikna í og úr gengi viðkomandi gjald- miðla. Aukið aðhald fengist með evrói því þá fengi neytandi hérlendis upplýs- ingar um verð á neysluvöru úrerlendum fjölmiðlum án umreiknings og gæti þar með valið hagstæðasta verðið að teknu tilliti til flutningskostnaðar. Einnig myndi opnast stærri markaður fyrir inn- lenda aðila því bætt verðskyn virkar í báðar áttir, erlendir aðilar kynnu að uppgötva vörur hérlendis á hagstæðu verði. Aukintækifæri s Islensk verðbréf gætu orðið gjaldgeng í Evrópu en til þessa hafa þau þótt lílt aðgengileg vegna gengisáhættu og lít- ils markaðar. Öflugri gjaldmiðill opnar ýmis tækifæri í verslun, iðnaði og þjón- ustu. Lægri kostnaður þjóðfélagsins Vaxtakostnaður hérlendis myndi lík- ast til lækka um I -2% ef evró væri sú mynt sem hér væri notuð til viðskipta og viðmiðunar. Sparnað vegna stöð- ugra efnahagsumhverfis og aukningu tekna vegna nýrra tækifæra er erfitt að áætla en sennilega er um einhverja millj- arða króna að ræða. Gallar: Glötuð sérkenni Islenska krónan er eitt af sérkennum smáríkisins íslands. Helsta sérkenni krónunnar er að hún hefur frá öndverðu sífellt tapað gildi sínu gagnvart flestum erlendum myntum. Frá 1922 hefur t.d. gildi krónunnar gagnvart dollar rýrnað um 116.543% en það jafngildir 10% rýrnun á hverju ári þessi 74 ár. íslenskir peningaseðlar og frímerki sem hafa borið hróður íslenskra listamanna víða myndu væntanlega hverfa af sjónar- sviðinu. Heimildir: Hagstotan og Seðlabanki íslands 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.