Vísbending


Vísbending - 26.03.1997, Blaðsíða 4

Vísbending - 26.03.1997, Blaðsíða 4
Y ISBENDING Hagtölur Af Yerðbréfaþingi Markaðsvirði verðbréfa sem voru skráð á Verðbréfaþingi íslands í árslok 1996 nam 350 milljörðum. Til samanburðareráætlað að verg landsfram- leiðsla hafi verið 495 milljarðar króna. Viðskipti urðu á þinginu fyrir rúmlega 119 milljarða króna og var það 68% aukn- ing frá árinu áður. Skráðum flokkum bréfa fjölgaði úr 279 í 305 frá árinu 1995 til ársins 1996. í töflu 1 má sjá skiptingu markaðsverðmætis og viðskipti með ein- staka flokka verðbréfa. Tafla 1. Markaðsverðmæti og viðskipti 1996 (m.kr.) Tegund Fjöldi M-virði Viðsk. Spariskírteini 44 75,2 13,5 Húsbréf/Húsn. 29 104,9 3,0 Ríkisbréf 2 8.1 10,7 Ríkisvíxlar 14 16,6 85,4 Hlutd.skírt. 14 12,2 - Önnur sk.br. 170 40,3 0,9 Hlutabréf 32 93,1 5,8 Samtals 305 350,2 119,3 Þingaðilum fjölgaði um einn og eru þeir nú 16 talsins. I fyrsta skipti í sögu verðbréfaviðskipta hér á landi liggja nú fyrir nokkuð áreiðanlegar tölur um heildarviðskipti með skráð verðbréf innan og utan þings. Tafla 2 sýnir niðurstöðurnar. Tafla 2. Hlutdeiid viðskipta og heildarviðskipti 1996 (m.kr.) Tegund Á þingi Utan þ. Viðsk. Spariskírteini 24% 76% 55,6 Húsbréf/Húsn. 10% 90% 29,6 Ríkisbréf 55% 45% 19,4 Ríkisvíxlar 76% 24% 96,76 Önnur bréf 50% 50% 1,9 Hlutabréf 54% 46% 10,9 Samtals 52% 48% 213,8 yHeimild: Ársskýrsla Verðbréfaþings 1996 y Vísbendingin Ilok apríl og byrjun maí eru fimmtu- dagsfrídagar. Sumardaginn fyrsta ber uppá24. apríl, l. maíerfimmtudagurog uppstigningardagurinn er þann 8. maí. Með þ ví að skipuleggja frí frá 24. apríl til l I. maí er hægt að nýta vel sumarleyfis- dagana. Samtals eru þetta 18 dagar en aðeins 9 þeirraeru virkir vinnudagar. Hjá sumum starfsstéttum eru einnig ákvæði í kjarasamningum í þá veru að sé frí tekið fyrir 15. maí telst það vera vetrarfrí og þá fæst bónus áfrídagana. Þannig erí sumum tilvikum einungis þörf á að fórna 7 sum- arfrídögum og fá í staðinn 18 daga frí. V.________________________J Góðæri Enskt máltæki segir „It takes strong bones to survive good times“ en það mætti þýða með „það þarf sterkbeintil aðþolagóðæri“. Merkingin er nokkuð ljós. I góðæri eru menn ekki tilbúnir til að leggja jafnmikið á sig og þegar harðnar á dalnum. Þegar illa árar þjappar fólk sér saman og leggur á sig ýmislegt sem ekki væri gert að jafnaði. Þetta á einnig við um viðskiptalífið. Þegar hart er í ári er reynt að draga saman seglin, menn velta hverri krónu fyrir sér, hart er gengið fram í innheimtu skulda og ekki ereytt í óþarfa. Þegar síðan rofar til er oft slakað á klónni og þá er ekki verið að velta aurunum fyrir sér. En er þetta gott fyrir viðskiptalífið? Ef hægt er að ná skuldum niður í hörðu ári og það gefur af sér jákvæða niðurstöðu er þá nokkur ástæða til að losa um höftin þegar árferði batnar? Eru þessar krónur sem sparast ekki jafnáríðandi í góðærinu? Skuldastýring Sum fyrirtæki leggja mikið upp úr því að útistandandi kröfum sé haldið í lágmarki. Afsláttureroft gefinn þeim sem greiða fljótt og starfsmenn eru hvattir til að leggja áherslu á staðgreiðslu fremur en greiðslur eftir einh verj a daga eða mán- uði. Afsláttarfyrirkomulag getur verið afar hagstætt fyrir viðskiptavinina og sé rétt á spilunum haldið hagnast báðir. Vandamálið við það að lána viðskipta- vinunum er þegar greiðsla dregst úr hófi. Af hverju dregur hann greiðslu? Er það gleymska? Er hann í kröggum? Er það ný stefnahjá viðskiptavininum? Hvernig á að innheimta þannig að viðskiptavin- urinn fyrtist ekki við? Hversu mikilvægur er viðskiptavinurinn? Þetta eru nokkrar spurningar sem þarf að svara. Stundum er slakað á innheimtu með svo lítt merkj- anlegum hætti að vandamálsins verður ekki vart fyrr en það er orðið stórt. Þá getur verið vandkvæðum bundið að taka á því án þess að viðskiptavinunum finnist á sér troðið. Eða hvernig bregðast menn við þ ví þegar þeir hafa smám saman getað skuldað í 45 daga án refsingar og skyndi- lega er gerð breyting á þannig að við- komandi þarf að greiða innan 15 daga? Astæða er fyrir yfirmenn fyrirtækja að vera á verði gegn þessari þróun. Annað sem oft fylgir góðæri er smáeyðsla. Menn verðakærulausari ígóðæri. Hverju skiptir þótt 30.000 krónum sé eytt í aukaprentara þegar fyrirtækið er að hagnast um mill- jónir? Skynsamur stjórnandi metur hvort framleiðniaukningin af slíkum útgjöldum réttlæti þau. Ef afköstin aukast sem nernur þessum útgjöldum, þá eru þau réttlætan- leg og þá ætti árferði ekki að skipta máii. Aðrir sálmar ✓ Ureltar aðferðir að vakti óneitanlega töluverða at- hygli þegar svokölluð „stóra“ samn- inganefnd Dagsbrúnar og Framsóknar felldi kjarasamning sem „litla“ samninga- nefndin hafði gert. Forsvarsmenn vinnu- veitenda töldu það vera brot á lögum en viðurkenndu fljótlega að þeim hefði yfir- sést að í texta samninganna væri sá fyrir- vari settur að samningana skyldi bera undir stóru nefndina. Þetta tveggja þrepa ferli áður en kemur til kasta þeirra sem samið er fyrir er úrelt. Ef viðsemjendur þurfa sífellt að vera með þann varnagla að bera þurfi samninga undir milliliði þá rnunu samningar taka mun lengri tíma en eðlilegt er og einnig er ekki víst að vilji félagsmanna komi fram. I smærri hópi geta nokkrir viljasterkir aðilar haft veru- leg áhrif án þess að slíkt þurfi endilega að endurspegla vilja allra félagsmanna. Þótt slík áhrif geti reynst til góðs fyrir félagana, með þeim hætti að þeim hlotnist betri kjör, þá getur það á sama hátt orðið til tjóns. Hugsanlegt er að samningar dragist á langinn án þess að árangur náist og síðan þegar hann næst þá sé hann lítill. Þeir sem eru hæfastir til að meta árang- urinn eru félagarnir sjálfir. Ef þeir meta það svo að samningar séu ómögulegir þá greiða þeir einfaldlega atkvæði gegn þeim en annars samþykkja þeir með að- gerðaleysi eða atkvæði. Að tala tungum tveim ... Isamningum sem gerðir voru í upphafi árs í loðnuverksmiðjum á Austurlandi kom í ljós að einn samningarnefndar- manna mælti mjög eindregið gegn þeim þegar hann fór á fund félaga sinna. Nú hafði viðkomandi skrifað undir samning- inn og því var ýmsum brugðið. Ljóst er að verkalýðshreyfingin verður að taka tilhendinni viðaðuppfræðaþáaðilasem í fararbroddi eru um vinnubrögð. Ef við- komandi aðili varósáttur þá átti hann tvo kosti, að sannfæra félaga sína í samn- inganefnd um að berjast áfram eða að neita að skrifa undir samninginn og láta þar með í ljós vanþóknun sína. Aðferðin sem hann valdi er til þess eins fallin að grafa undan því trausti sem verður að ríkja milli aðila að samningum. V_______________________________) Ritstjórn: Tómas Örn Kristinsson ritstjóri og ábm., Benedikt Jóhannesson. Útg.: Talnakönnun hf., Borgartúni 23, 105 Rvík. Sími: 561-7575. Myndsendir: 561-8646. Internetslóð:http://www.strengur.is~talnak/ vief95.html,netfang:talnak@strengur.is Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Háskól- ans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.