Vísbending


Vísbending - 04.04.1997, Blaðsíða 1

Vísbending - 04.04.1997, Blaðsíða 1
/ V Viku ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 4. apríl 1997 13. tbl. 15. árg. Greiðslumiðlunarkerfi Nýlega gaf Seðlabankinn út skýrslu um greiðslumiðlunarkerfi. í henni er farið yfir stöðu greiðslu- miðlunar í heiminum og þá umræðu sem orðið hefur um þessi málefni vegna breytinga sem hafa orðið og eru fyrirsjáanlegar á alþjóð- legum fjármálamörkuðum. Með tilkomu bættrar fjarskipta- tækni og tölvutækninnar hefur orðið bylting í viðskiptum fjár- málastofnana íeinstökumlönd- um og einnig milli landa. Greiðslumiðlun hefur einnig tekið stakkaskiptum og enn meiri breytingar eru fyrir- sjáanlegar áður en langt um líður. Greiðslumiðlun snýst um það að koma greiðslum og peningasendingum frá einum aðilatil annars.Irammanumhér á síðunni eru tvær skilgreiningar á greiðslumiðlunarkerfum. Munur milli landa Iflestum löndum heims eru starfræktar ein eða fleiri stofnanir sem sjá um greiðslumiðlun, ýmist innanlands eða milli landa. Þróunin hefur verið fremur lausbeisluð og þess hefur oft gætt að mikill munur er á kerfum milli landa. Oft hefur reynst erfitt að tengja saman þessi kerfi. Með aukinni notkun og meiri hraða í viðskiptum er það sífellt meira áríðandi aðgreiðslurskili séraf öryggi milli kerfa. Greiðslumiðlunarkerfi eru því mjög mik- ilvægur hlekkur í alþjóðlegum fjármál- um. ✓ Ahættumati áfátt Til skamms tíma var lítið hugað að áhættuþáttum greiðslumiðlunar. Þetta hefur breyst á allra síðustu árum. Bankar hafa á síðustu árum átt í rekstrar- erfiðleikum og það, ásamt gjaldþrotum nokkurra stórra banka, hefur ýtt undir áhyggjur seðlabanka ýmissa landa sem í mörgurn tilfellum axla stóran hlutaáhætt- unnar sem greiðslumiðlun fylgir. Auk þessa hefur verulega verið dregið úr tak- mörkunum á starfsemi fjármálastofnana milli landa og það hefur ýtt undir að seðla- bankar, sérstaklegaáEES-svæðinu skoði og meti áhættu af greiðslumiðlunarkerf- um. Ástæðan er tvíþætt, annars vegar er eftirlit með lánastofnunum á EES-svæð- inu falið heimalandi og því kann seðla- banki í gistilandi að hafa takmarkaðar upplýsingar um stöðu allra aðila að greiðslumiðlunarkerfinu og hins vegar að seðlabanki gistilands hefur líkindum minni áhuga á að vera „örþrifalánveit- andi“ (e.: lender oflast resort) fyrir er- lendar en innlendar lánastofnanir. Nettun og brúttun Helstu ástæður fyrir áhættu eru þær að lagalegur grunnur greiðslumiðl- unar er víða veikur, mati á áhættu og stýr- ingu eráfátt, greiðslukerfin eru mismun- andi og afgreiðslutími skarast milli landa vegna áhrifa tímabelta. Uppbygging nett- unarkerfa leiðir til þess að erfitt er að tengja saman mismunandi kerfi og því erfitt að nýta nútímatækni til að koma greiðslum á milli kerfa. Merkjanleg til- færsla hefur því orðið úr nettunarkerfum í brúttunarkerfi þar sem krafist er ábyrgða eða veða, sérstaklega fyrir stórar greiðslur þar sem slík kerfi draga úr að eyða ýmissi áhættu sem fylgja nettunarkerfum. Þann- ig hefur Evrópusambandið í undirbún- ingi nýtt greiðslumiðlunarkerfi til að hægt verði að stunda viðskipti með hina nýju mynt, evró, þegarhún verðurtekin í notk- un. Nýja kerfið mun heita TARGET og byggist á tengingum frá Seðlabanka Evrópu við brúttunarkerfi aðild- arríkja. TARGET verður því samtíma-brúttunar-greiðslu- kerfi. (SBG-kerfi). Með TAR- GET munu peningamálaað- gerðir á vegum Seðlabanka Evrópu verða samræmdar og koma fram á sama tíma í öllum ríkjum sem taka upp evró. Opnari markaðir / Iljósi opnunar fjármála- markaða og aukinna við- skipta milli landa hefur sjón- um verið beint að aðgengi að greiðslumiðlunarkerfum. Nið- urstaðan hjá Evrópusamband- inu er sú að ef greiðslumiðl- unarkerfi geta talist samkeppn- isráðandi þá verður að leyfa almennan aðgang lánastofnana að þeim. En hægt er að setja skilyrði um ýmis atriði, t.a.m. fjárhagslega stöðu, stjórnunarhætti og umfang viðskipta. Einu gildir hvort lána- stofnun sem sækir um aðild hefur útibú í viðkomandi landi eður ei. Reiknistofa bankanna Hérlendis er starfrækt greiðslumiðl- unarkerfi á vegum Reiknistofu bank- anna. Kerfi Reiknistofu bankannaernett- unarkerfi sem þróað var upp úr ávísana- greiðslumiðlunarkerfi Seðlabankans og starfrækt var áratugum saman. Lítið hefur verið hugað að áhættu þátttakenda og að- gengi nýrra aðila að þessum kerfum. Lagaleg atriði er varða kerfið eru óljós, sérstaklega varðandi endanleika færslna og uppgjörs. Einnig eru óljós atriði varð- andi stöðu þátttakenda ef einn aðila bry sti greiðslugetu. I skýrslunni er bent á nokkur atriði sem talin er þörf á að skoða nánar. Þau eru rakin á síðu 2. Heimitd: Seðiabanki íslands, Greinargerð um greiðslumiðlun, febrúar 1997. Skilgreiningar á greiðslumiðlunarkerfum „Greiðslumiðlunarkerfi eru ferli þar sem fjármálastofn- anir leggja fram og skiptast á gögnum og/eða skjölum er varða sjóða- eða verðbréfafærslu til annarra fjármála- stofnana. Oft fara einnig fram útreikningar á tvíhliða og/eða fjölhliða nettóstöðu þátttakenda, til að hægt sé að gera upp viðskipti miHi þeirra.“ „Greiðslumiðlunarkerfi samanstendur af skilgreindum hópi stofnana, búnaði og vinnuaðferðum, sem notuð eru til að tryggja dreifingu peninga innan landsvæðis, venju- lega lands.“ INýútkominskýrsIaSeðla- Kynnt er aðgerðaáætlun Target er heili nýs kerfis A Framhald ááhremmingar- bankaíslandsumgreiðslu- ) bankans og fjallað um semESB vinnurað.Rakin sögum greiðslumiðlunar- miðlunarkerfi er aðalefni lielstu hugtök um áhættu í »_/ eru áhrif nokkurraatvikaá I kerfa í heiminum. ^ Vísbendingar._______________greiðslumiðlunarkerfum._____greiðslumiðlunarkerfi._____________________________

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.