Vísbending


Vísbending - 11.04.1997, Blaðsíða 1

Vísbending - 11.04.1997, Blaðsíða 1
SaiSBENDING Hrit um viðskipti og efnahagsmál 11. apríl 1997 14. tbl. 15. árg. Myntbandalag N-Ameríku? Ásgeir Jónsson hagfræðingur Skammt er síðan N-Ameríka steypt- ist saman í einn markað með samþykkt NAFTA, en raunar voru viðskipti milli landanna þar mikil fyrir. Löngu áðuren formlegt viðskipta- bandalag kom til sögunnar hafa rúmlegatveirþriðjuafvöruútflutn- ingi Mexíkós og Kanada farið til Bandaríkjanna. NAFTA er því einungis varða á langri leið í átt til nánari samvinnu og aukinnar versl- unar á milli landanna þriggja. Nú hefur umræða kviknað um hvort ekki hilli undir næstu vörðu á þessum stíg, stofnun myntbanda- lags N-Ameríku, NAMU. Flelstu rökin fyrir myntbandalagi til styrkt- ar viðskiptabandalagi eru einfald- lega þau að öll viðskipti á milli land- anna verða kostnaðarminni, liprari og traustari en sameiginleg mynt eyðir áhættu og kostnaði samfara því að flytja verðmæti frá einum gjaldmiðli til annars. Þannig gefur myntbandalag af sér feikilegan ágóða sem dreifíst víða í hagkerfinu og hlýtur að vaxa eftir þ ví sem milli- rikjaverslun eykst og þessar hags- bætur ættu í sjálfu sér að vera fullnóg ástæða fyrir myntbandalagi. En löndin þrjú íN-Ámeríku eru mismunandi og fyrir hvert þeirra gæti eitthvað fleira gott lagst til viðbótar og einnig örlítið illt slæðst með. í þessari grein er væntingum manna um N AMU lýst og áhrifum á h vert þessara þriggja landa. Að leggja niður gjaldmiðla Það skal tekið fram að með myntsam- runa er ekki átt við að minni löndin tvö, Mexíkó og Kanada, kasti frá sér sín- um eigin gjaldmiðlum og taki uppbanda- ríska dali, heldur að stofnaður verði sameiginlegur seðlabanki í evró-stíl með my nt sem væri eign allrar álfunnar og því myndu löndin þrjú deila með sér ágóð- anum af útgáfunni. Þó skal bent á að hin leiðin, að taka einhliða upp gjaldmiðil annars lands, er þó ekki svo fjarstæð. Bandaríkjadalir eru þjóðargjaldmiðill í Panama og hefur sú ráðstöfun orðið land- inu mjög til ábata. Þar eru vextir mun lægri og erlend lán auðfengnari en í lönd- unum í kring þrátt fyrir að Panama geti varlað státað sig af miklum pólitískum eða efnahagslegum stöðugleika. Og \ A* J *-v M ■ Fólksfjöldi milljónir ri ,v V. Landsframl. á Hlutfallsleg manníþús$^*» efnahags- i*' ppp.(1995)( Kanada Bandaríkin Mexíkó Samtals leg stærð 9% 83% 8% 100% nokkur lönd, t.d. Argentína og Eistland, hafa hætt sjálfstæðri peningastefnu en tryggt gjaldmiðla sína algerlega með er- lendum myntum (e. Currency Board). Þau hafa þannig skuldbundið sig til þess að hafa í sinni eigu erlendan gjaldeyri að jafnvirði hvers einasta útgefins seðils af innlendum gjaldmiðli og seðlabankar landanna hafa því hætt sjálfstæðri pen- ingastefnu. Slíkt fyrirkotnulag er í raun hársbreidd frá því að gera gjaldmiðil annars lands að sínum og er t.d. eina leiðin fyrir Argentínu til þess að tryggja trú- verðugleika í gengismálurn. Mexíkó dregur stórfiska / Asíðustu árum hafa fjármagnsflutn- ingarámilli landaogalmenn verslun með gjaldmiðla stóraukist og að sama skapi hafa tök ríkisstjórna og seðlabanka á einstökum þjóðargjaldmiðlum orðið erfiðari og máttlausari. Þetta er einmitt sú reynsla sem Mexíkó varð fyrir en um og eftir 1990 varð landið gífurlega eftir- sótt af bandarískum fjárfestum og erlent fjármagn streymdi inn. En þá snerist dæmið skyndilega viðþví að innstreymið olli þenslu og verðbólgu. Fjárfestar tóku að vantrey sta getu mexíkóskra stj órn- valda til þess að halda genginu föstu og á skammri stundu breyttist van- traustið í allsherjarskelfingu. Fjöldi erlendra fjárfesta vildi í miklum flýti korna fjármunum sínum úr landi, þ.e. selja mexíkóska pesóa. Eftir örvænt- ingarfulla baráttu, erlendar lántökur og gífurlegt fjármagnsflæði úr landinu, urðu mexíkósk stjórnvöld að gefaeftir, ogáþremurmánuðumárið 1994 féll pesóinn um nærri 50% gagnvart Bandaríkjadal. Ef öryggi og festu yrði komið á viðskiptin við útlönd og fleiri slíkum atburðum yrði afstýrt í framtíðinni væri það eitt mikill ávinningurfyrirMexíkó. Mynt- bandalag myndi þá einnig, í einu vetfangi, máburt langa sögu peninga- legrar óstjórnar, verðbólgu og geng- isfellinga en færa þjóðinni traust erlendra fjárfesta, verðstöðugleika og lægri vexti. Þetta eru engir smáfiskar sem NAMU drægi að landi og myndi skipta sköpum fyrir efnahagslega þróun landsins. Pesóinn, veikur og verðlaus, hefur um langan aldur verið byrði á efna- hagskerfi landsins og vextir mun hærri í Mexíkóen hjánágrönnunum norðanmeg- in svo nemur 5-6% þá best er og allt upp í 20-30% þá verst lætur. Kostir Kanada Ka s ^staðfasta peningastefnu og verð- bólgu á svipuðu róli og gerist í Banda- ríkjunum, en það gildir einu. Landið er lítið og fylgdi áðuróstöðugri gengisstefnu og á gjaldeyrismarkaði er gjaldmiðli þess aldrei treyst, samahversu góðri efnahags- Framhald á blaðsíðu 2 1 Ásgeir Jónsson fjallar um samstarf ríkja í Norður- Ameríku og lítur sérstak- lega til hugsanlegs sam- 2 starfs þeirra um eina mynt á svæðinu. Getur lítið land eins og Kanada staðið utan myntbandalags? 3 Gunnar Helgi Hálfdanar- son llutti athyglisvert er- indi á ársfundi Verðbréfa- þings Islands um það 4 h vernig hann vildi að verð- bréfamarkaður hér á landi þróaðist á komandi árum.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.