Vísbending


Vísbending - 02.05.1997, Blaðsíða 3

Vísbending - 02.05.1997, Blaðsíða 3
V ISBENDING Aldrei til friðs? í'4 s friðurinn á vinnumarkaði undan- gengnar vikur leiðir mönnum enn á ný fyrir sjónir þá óhagkvæmni, sem hlýzt af núverandi skipan kjaramála á íslandi eins og víðast hvar annars staðar í Vestur-Evrópu. Það er ástæða til að staldra við þetta vegna þess, að stöðugleiki síðustu ára, á „þjóð- arsáttartímanum“ svo nefnda, virðist hafa ruglað fjölda fólks í ríminu. Umræðan um fyrirkomulag kj arasamninga hefur að mestu legið niðri þennan tíma: það var eins og menn héldu, að meira en hálfrar aldar gamall vinnumarkaðsvandi væri skyndilega úr sögunni af sjálfum sér fyrir það eitt, að verklýðsfélög og vinnuveit- endur höfðu sameinazl um að halda kaup- lagi í skefjum í bili. Þrem nafngreindum fyrrverandi forustumönnum samtaka vinnumarkaðsins hefur hvað eftir annað verið hælt á hvert reipi í blöðunum fyrir að hafa keyrt verðbólguna niður með handafli á sínum tíma, án þess að lofinu fylgdi full viðurkenning á því, að menn voru þá um leið að lofsyngja miðstýringu kjaramála. Vinnufriður og valddreifing En auðvitað hlaut að koma að því, að launþegar misstu þolinmæðina og vinnuveitendur viðnámsþróttinn: það liggur í hlutarins eðli. Það næst aldrei varanlegur friður á vinnumarkaði, fyrr en þessum mikilvæga markaði verður leyft að vera nokkurn veginn eins og aðrir markaðir, þar sem verðmyndun (þ. e. ákvörðun launa) ræðst að mestu leyti af framboði og eftirspurn án atbeina vold- ugra hagsmunasamtaka og ríkisvalds. Reynslan utan úr heimi virðist sýna glöggt, að vinnufriður helzt allajafna í hendur við valddreifingu á vinnumarkaði. Þannig tapast yfirleitt fæstir vinnudagar í verkföllum í þeim löndum, þar sem kaup og kjör ráðast í fyrirtækjunum (eins og víða í Austur-Asíu og sums staðar í Aust- ur-Evrópu) og ekki í miðstýrðum samn- ingum á landsvísu (eins og víðast hvar í Vestur-Evrópu). Þetta er samt ekki ein- hlítt, sbr. t.d. verkfall flugmanna hjá Flug- leiðum á dögunum. Skoðum þetta betur. Menn hafa að sönnu lært af því tjóni, sem verðbólgan hefur bakað íslenzku efnahagslífi á liðnum árum: menn skilja nú yfirleitt betur en áður, að almenn kauphækkun umfrant framleiðniaukningu leiðir til verðbólgu eða atvinnuleysis (eða hvors tveggja). Þessi lexíahefurhingaðtil haldiðafturaf ntönnum við gerð kjarasamninga í þeirri lotu, sem nú stendur yfir, þótt þar sé að vísu víða teflt á tæpasta vað. Við þetta bætist, að ný hrina stóriðju- og orkufram- kvæmda (mestmegnis fyrir erlent lánsfé með gamla laginu, ef svo fer sem horfir) virðist líkleg til að kynda undir launa- skriði og verðbólgu næstu misseri og þrýsta þannig á gengi krónunnar, en unr þetta er þó ekki hægt að fullyrða að svo stöddu. Mikill viðskiptahalli á þessu ári og næstu ár skv. spá Þjóðhagsstofnunar snýst á sömu sveif. Menntun, laun og afköst / Ahinn bóginn hafa verklýðsfélögin enn sem fyrr neytt samtakamáttar síns til að reyna að minnka launabilið á milli þeiira, sem lægst hafa laun, og hinna, sem bera meira úrbýtum. Af þessu leiðir lækkun hlutfallslauna þeirra, sem hafa fjárfest í menntun sinni og annarri starfs- þjálfun. Með þvíeru þeim sendþau skila- boð, að menntun þorgi sig ekki. Ný skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla ís- lands bendir til þess, að menntun á Islandi skili einstaklingnum yfirleitt minni en engum arði, þótt hún sé arðbærfyrirþjóð- félagið í heild. Þetta virðist líklegt til að leiða smám saman til þess, alveg eins og t.d. í Svíþjóð, að menntun mannaflans hrakar og grundvöllur þjóðarbúskaparins veikist þá að því skapi, nema gripið sé í taumana. Þetta er einmitt einn helzti gallinn á mið- stýringu kjarasamninga: henni er ætlað að minnka launamun umfram þá niður- stöðu, sem fengist á frjálsum ntarkaði, með því að reka fleyg á milli vinnulauna og afkasta. Hér er hætta á ferðurn. Nú er auðvitað ekkert við það að athuga, að menn sækist eftir jafnari tekjuskiptingu. Vænlegasta leiðin að því marki til lengdar er trúlega að tryggja sem mesta og jafnasta mennlun þegnanna, því að laun á frjálsum vinnu- markaði endurspegla afköst, og afköstin fara að miklu leyti eftir menntun. Auk þessa geta menn beitt skatta- og trygg- ingakerfinu fyrir sig í þessu skyni, en þá verða þeir að gæta sín á að ganga ekki svo langt í skattheimtu og endurdreifingu auðs og tekna, að hagkvæmni og hag- vöxtur minnki. Það er hins vegar óvæn- legt til varanlegs árangurs að þjappa laun- urn saman í miðstýrðum kjarasamning- um, því að þá slævist hvötin til að afla sér menntunar, og aukinn hluti mannatlans festist þá íláglaunastörfum eða iðjuley si, svo að atvinnuleysi breiðist út. Atvinnuleysi er smitandi Atvinnuleysingi leggur yfirleitt kapp á að finna sér nýja vinnu, ef lítið eða ekkert atvinnuleysi er í kringum hann. En þegar margir aðrir eru einnig atvinnu- lausir í nánasta umhverfi atvinnuleysingj- ans, þá getur vinnuviljinn minnkað. At- vinnuleysið getur orðið að lífsstíl. Þetta er segin saga í ýmsum nálægum löndum síðustu ár. Það er því engan veginn einsætt, þegar alls er gætt, að samþjöppun launataxta ásamt verulegu atvinnuleysi leiði til jafn- ari tekjuskiptingar en meira launabil við fulla atvinnu. Þvert á móti bendir margt til þess, að minna launabil fyrir tilstilli miðstýrðra kjarasamninga geti leitt til aukins ójöfnuðar í tekjuskiptingu, þegar frá líður, einkum með því að „verðleggja ungt fólk með ónóga menntun út af vinnu- markaðinum" og draga úr sókn í starfs- menntun af ýmsu tagi. Þögn ótt verklýðshreyfingin eigi sér að ýmsu leyti virðulega sögu frá fyrri helmingi aldarinnar, hér heima eins og víða annars staðar, getur hún ekki státað af miklum árangri í kjarabaráttu síðustu áratuga, svo sem sár fátækt meðal fjöl- mennra launþegahópa vitnar um. Forusta verkalýðshreyfingarinnar hefur þvert á móti stuðlað óbeint að fátækt og ójöfnuði með því að liggja á liði sínu í mörgum helzlu hagsmunamálum launþega, og þá einkum láglaunafólks. Helztu forvígis- menn launþega hafa t.d. yfirleitt ekki tekið mikinn þátt íbaráttunni fyrir aukinni hagkvæmni ílandbúnaði, sjávarútvegi og bankarekstri til hagsbóta handa launa- fólki, þótt aðeins hafi lifnað yfir sumum þeirra allra síðustu misseri. Verkalýðs- hreyfingin leggur höfuðkapp á minna launataxtabil, þótt það hafi óveruleg, eða jafnvel öfug, áhrif til kjarajöfnunar til lengdar, en hún þegir um leið við miklu meiri ójöfnuði, sem felst í áframhaldandi ókeypis athendingu sameignaraflakvóta til auðugra úlvegsmanna á kostnað al- mennings. Þorvaldur Gylfason prófessor 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.