Vísbending


Vísbending - 09.05.1997, Blaðsíða 2

Vísbending - 09.05.1997, Blaðsíða 2
ISBENDING Framfall verðbréfa ... Hugtakið „framfall verðbréfa" hef- ur verið notað hérlendis í nokkur ár. Með framfallinu er leitast við að sýna samband á milli ávöxtunar og áhættu verðbréfa. Mynd 1 sýnir þennan feril sem er töluvert ólíkur því sem menn eiga að venjast af línuritum. Framfall er graftsk framsetning á hluta af lfkani sem tengir ávöxtun (arðsemi) verðbréfa og breytingar á verði (áhættu). Upphaflega var líkanið sett fram af Sharpe, Treynor, Mossin og Lintner um 1970. Líkanið byggir á kenningunum um skilvirkni markaðarins en umíjöllun um hana er hér neðar á síðunni. Á ensku heitir líkanið Capital Asset Pricing Model. Þetta líkan hefur verið þróað áfram og er þá kallað Arbitrage Pricing Theory. I stuttu máli byggir líkanið á eftirfarandi hugmynd. Sögulegar upplýsingar eru mikils virði. Þær sýna mat markaðarins á verðmæti verðbréfa og gefa einnig til kynna trú markaðarins á þeim fyrirtækjum sem að baki standa. Þetta má meðal annars merkja af því að ef almennt hrun verður á markaði þá eru ákveðin fyrirtæki sem ávallt lækka minna en flest önnur. Verð- sveiflur, bæði upp og niður eru einnig fátíðari. Út frá þessu má álykta að það sé minni áhætta fyrir fjárfesti að kaupa slík bréf. Túlkun á áhættu s Ahætta er víðtækt hugtak en í þessu tilviki er skilgreiningin þrengd veru- lega. Áhætta í verðbréfaviðskiptum er yfirleitt skilgreind á þrenns konar hátt: Greiðslufallsáhætta, tapsáhætta og verð- breytingaráhætta. Greiðslufallsáhætta er það þegar greiðsla berst ekki á réttum tíma, hún berst að lokum en á meðan getur fjárfestir ekki ráðstafað þeim fjármunum sem hann bjóst við. Tapsáhætta er það þegar greiðsla berst alls ekki. Verðbreytingaráhættan er hættan á því að verðið sem búist var við að kæmi til greiðslu sé ekki það verð sem markaður- inn er tilbúinn til að greiða. Erfitt er að meta það hvert slíkt verð á að vera því að væntingar eru mismunandi. Þvíhefur ver- ið gripið til þess ráðs að skil- greina meðalverð bréfsins á einhverju tímabili sem það verð sem búist er við og jafnframt er frávik frá meðal verði skilgreint sem verðbreytingaráhætta. Frávik frá meðalverði er notað vegna þess að máli skiptir hvort frávikið er ofan eða neðan við meðaltalið. Verðbreytingar- áhætta er eingöngu er notuð í IVIynd 1. Ávöxtun, áhætta og framfall líkaninu og ekkert tillit er tekið til hinna tveggja tegundanna. 8,5 Ávöxtun eða arðsemi Vf I t Mynd 2. Framfall og markaðslína Skilvirkni markaðarins Markaður er sagður skilvirkur ef allar viðeigandi upplýsingar endurspeglastjafnóðumí verði bréfanna. Skilvirkninersíðan mæld í þrenns konar túlkunum. Lítil skilvirkni: Ekki er hægt að hagnast umfram aðra með betri nýtingu sögulegra upplýsinga vegna þess að núverandi verð tekur mið af öllum upplýsingum, þar með töldum sögulegum upplýsing- um. Meðalskilvirkni: Núverandi verðendurspeglarallaropinberarupp- lýsingar. Mikil skilvirkni: Núverandi verð endurspeglar allar upplýsingar hvort sem þær eru opinberar eða ekki. Ekki hefur verið sýnt fram á með óyggjandi hætti að einhverjar þessaraskilgreiningaeigi viðt.d. ábandarískum verðbréfamarkaði en þær eru taldar varpa Ijósi á verðmyndun og rannsóknir sem beinst hafa að því að sanna eða afsanna kenningarnar hafa reynst gagnlegarfyrirskilningmannaáhegðun markaðanna. Kenningarnar eru grundvöllur fyrir líkaninu um verðlagningu eigna (e.: Capital Asset Pricing Model) og þótt ekki hafi verið sýnt fram á að forsendur líkansins séu traustar þá þykir það handhægt tæki til mælinga á verðþróun verðbréfa. rfirleitt er ávöxtun mæld sem verð- breytingmillitveggjatímapunktaog er þá tekið tillit til tímalengdar. Leiðrétta þarf fyrir arðgreiðslum og jöfnun í þeim tilvikum sem það á við. Hugsanlega væri réttara að nota annað hugtak en ávöxtun, t.d. arðsemi, en hefð hefur skapast fyrir þessari notkun. Ávöxtunin er önnur meginbreytan í líkaninu. Samvik Hugtakið samvik (e.: Covariance) lýsir sambandi tveggja breytistærða. Efbreytistærðirnareru fullkomlegaháð- ar þá er sarnvik l ,0, þ.e. ef breyta a vex, þá vex breyta b jafnmikið. Ef samvik er -1,0 þá eru breytistærðirnar neikvætt háðar (ekki óháðar) þannig minnkar b hlutfallslega jafnmikið og breyta a vex. Efengin reglaerábreytingum, þ.e. breyt- urnareru óháðar, verður samvik0,0. Þetta hugtak er víða notað í fjárfestingum, t.d. er oft talað urn að hægt sé að dreifa áhættu eða draga úr henni og er þá átt við að með neikvæðu samviki vegi hækkun á einu bréfi upp samsvarandi lækkun á öðru bréfi, ávöxtunin helst óbreytt en áhættan er lítil sem engin. Almennt er talið að með 12 mismunandi bréfum sé hægt að útiloka svokallaða ókerfisbundna áhættu (e.'.Non-systematicRiskeðaDiversifiable Risk). Munurinn ákerfisbundinni áhættu og ókerfisbundinni áhættu er útskýrður síðar í greininni. Líkanið fyrir framfall Líkanið byggir á samspili ávöxtunar hvers bréfs í eignasafni og áhættu þess. Hægt er að teikna upp á lfnurit öll verðbréfíeigna- safni álínurit. Samvikiðer notað til að reikna út þá samsetningu sem er hag- stæðust og er notuð ólínu- leg bestun til að finna lægstu áhættuna miðað við fyrir fram gefna ávöxtun. Ef þetta er gert fyrir nógu marga punkta (ávöxtunar- gildi) fást gögn sem duga til að teikna ferilinn sem kallaður erframfall. Þessi ferill táknar því það sam- val sem gefur hæstu ávöxt- un við tiltekna áhættu eða minnstu áhættu við til- 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.