Vísbending


Vísbending - 16.05.1997, Blaðsíða 1

Vísbending - 16.05.1997, Blaðsíða 1
BjlSBENDING Hrit um viðskipti og efnahagsmál 16. maí 1997 19. tbl. 15. árg. Afkoma innlánsstofnana batnar Hagnaðursjö stærstu innlánsstofnanannahækkaði um rúmlega50%fráárinu 1995 til 1996. Sanranlagt jókst hagnaðurinn um rúmlega 536 milljónir króna. Þetta gerðist þrátt fyrir að nettóvaxtatekjur hafi nánast staðið í stað, þóknanatekjur lial'i hækkað óverulega og framlag í af- skriftarreikning hal'i hækkað lítillega. Tafla 1 á blaðsíðu 3 sýnir samandregnar tölur allra sjö stofnananna og breytingu frá 1995. Mesta hækkunin á einstökum lið rekstrartekna var rúmlega 100% hækkun á tekjum af eignarhlutum í félögum en sá liður hækkaði samanlagt um 405 milljónir. Ekki er að sjá að bankarnir hafi hagrætt umtalsvert í starfsemi sinni því að þær umframtekjur sem náðust inn 1996 átust nánast allar upp vegna aukinna gjalda ef ofangreind hækkun tekna af eignarhlutum er frádregin. Enda hefur starfsmönnum fjölgað í öllum þeim innlánsstofnunum sem um er fjallað. Hreinar rekstrartekjur hækkuðu um nærri milljarð en rekstrargjöld hækkuðu um rúmlega 460 milljónir. Landsbankinn er stærstur Landsbankinn er sem fyrr langstærstur íslenskra banka en iim 41 % allra eigna þessara sjö stærstu eru á hans vegum. Útlán bankans voru í árslok 1996 rúmlega 43% heildarút- lána og innlánin námu tæplega 39% heildarinnar. Islands- banki sækirfast á en hlutdeild hans í útlánumjókst úr 21,5% í 23,6%. Hlutdeild íslandsbanka í heildarinnlánum jókst úr 23,1% í 24,4%. Hlutdeild Búnaðarbankans í útlánum jókst úr 18,9% í 19,9% en hlutdeild innlána stóð í stað. Samanlögð hlutdeild sparisjóðanna fjögurra í útlánum jókst úr 12,9% í 13,2% en hlutdeild innlána minnkaði úr 14,25% í 14,1%. Þótt hagnaður Landsbankans hafi aukist um 48% frá 1995 þá er afkoman ekkert sérlega glæsileg en arðsemi eigin fjár var aðeins um 4%. Ætla má að nauðsynlegt sé fyrir bankann að ná arðsemi sem er umfram ávöxtun á löngum ríkisskulda- bréfum til að hann geti réttlætt til veru sína gagn vart eigendum. Bankinn hefur glímt við vandamál vegna tapaðra útlána síðustu ár en nú virðist hann vera kominn fyrir vind í þeim efnum a.m.k. lækkaði framlag í afskriftarsjóð útlána um 9,4% ef miðað er við árið 1995. Kaup bankans á hlutabréfum í Vátryggingafélagi íslands hf. munu styrkja bankann þegar fram í sækir og auka lfkurnar á því að hægt verði að selja hann þegar og ef slíkt verður ákveðið. Kaupin marka einnig nokkur tímamót í starfsemi bankastofnana hérlendis því að um þungaviktarfyrirtæki er að ræða, bæði í bankaþjónustu og á vátryggingamarkaði. íslandsbanki er í sókn Hagnaður Islandsbanka var rúmlega 40% af heildarhagnaði stærstu innlánsstofnananna sjö. Arðsemi eigin fjár var 11,9% sem hlýtur að teljast vel viðunandi. Bankinn náði meiri aukn- Framhald á sídu 2 Landsbanki Islands Rekstrartekjur (m.kr.) 1996 +/-% Rekstrartekjur 6.203 +0,7 Vaxtatekjur 9.115 -0,5 Rekstrargjöld 4,384 +6,0 Afskriftir 1.237 -9,4 Hagnaður 262 +48,3 Eignir 110.009 +7,8 Afskr. sjóður 3.727 -12,9 Abyrgðir 5.684 +25,7 Eigið fé 6.594 +6,4 Stöðugildi 951 +0,2 Framlegð 6,5 +1,6 Eiginfjárhlf. 6,0% (6,1) CAD (BIS) 9,36% (9,4) Útlán 86.615 +2,3 Innlán 62.316 +3,2 Verðbréfaútg. 13.376 +31,3 Vextir innlána 4,3% (3,9) Vextir útlána 11,0% (11,1) Hagnaður af rekstri (m.kr.) 1995 Arðsemi eigin fjár (%) 1994 1995 1996 Athugasenidir: Allar fjárhæðir eru í milljónum króna. +/-% er prósentbreyting frá fyrra ári nema í þeim tilvikum þar sem svigi er utan um tölu. Þá er um samsvarandi tölur frá fyrra ári að ræða. Heimildir: Ársreikningar, útreikningar Vísbendingar. Islandsbanki Rekstrartekjur (m.kr.) 1996 +/- 4.362 +13,7 5.689 +17,0 2.911 -,8 809 +42,8 642 +94,0 Rekstrartekjur Vaxtatekjur Rekstrargjöld Afskriftir útl. Hagnaður Eignir Afskr. sjóður Abyrgðir Eigið fé Stöðugildi Framlegð Eiginfjárhlf. CAD (BIS) Útlán 47.071 +20,7 Innlán 39.157 +12,1 Verðbréfaútg. 6.217 +37,1 Vextir innlána 5,0% (4,3) Vextir útlána 12,3% (12,4) 1994 1995 1996 Arðsemi eigin fjár (%) 11,9 1994 1995_________1996 1 Eina umfjöllunarefni Vís- bendingar að þessu sinni er afkoma og starfsemi sjö stærstu innlánsstofnananna 2 hérálandi. Afkomaþeirra er betri en á síðasta ári og almenn rekstraskilyrði hafa batnað verulega. 3 Allar stofnanirnar uppfylla lágmarkskröfur um eigið fé og útlán þeirra hafa vaxið. Afskriftir voru nánast 4 óbreyttar frá fyrra ári. Landsbankinn er sem fyrr stærsturen íslandsbanki var með mestan hagnað.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.